Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 21.01.1988, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Afli togara og báta sem lönduðu í Hafnarfirði í desember. Togarar. Otur 167,2 tonn. Örvar 196,1 tonn. Keilir 29,0 tonn. Karlsefni 410,6 tonn. Venus 176,6 tonn. Ýmir 238,0 tonn. Sjóli 162,5 tonn. Víðir 349,6 tonn. Fiskibátar • Einir 61,8 tonn. Stakkavík 62,2 tonn. Sigurjón 68,8 tonn. Hafnarey 170,9 tonn. Gunnjón 159,8 tonn. Dagfari 6,3 tonn. Þórsnes 25,5 tonn. Haförn 7,2 tonn. Hringur 81,6 tonn. Sandfell 12,5 tonn. Sæmundur 16,8 tonn. Guðrún 42,7 tonn. Náttfari 28,3 tonn. Snæfari 44,7 tonn. Guðrún Björg 20,2 tonn. Trillur. Faxaberg 22,1 tonn. Gullfari 14 tonn. Ingvi 4,4 tonn. Hafbjörg 8,9 tonn. Elín 4,0 tonn. Hugborg 0,3 tonn. Mýrarfell 3,3 tonn. Andri 5,2 tonn. Kópur 2,8 tonn. Milla 2,1 tonn. Gullfari 5,4 tonn. Sleipnir 4,0 tonn. Hafsvala 0,3 tonn. Gunni 5,8 tonn. Björg 0,9 tonn. Haukur 0,1 tonn. Sigga danska 3,1 tonn. Auðbjörg 1,3 tonn. Guðrún Björg 20,2 tonn. Hafa fasteignagjöldin hækkað óeðlilega mikið? Undanfarna daga hafa Hafn- firðingar eins og margir aðrir landsmenn fengið álagningar- seðla vegna fasteignagjalda inn í bréfarifur sínar. Svo virðist vera að mörgum hafi brugðið í brún og fundist að þessi gjöld hafi hækkað meira en annað verðlag. í viðtali við Guðmund Árna Stefánsson, bæjarstjóra í Fjarðar- póstinum 14. janúar s.l. kom fram að hækkun á fasteignamati milli áranna 1987 og 1988 hafi numið á bilinu 26 og 27%. Menn verða ætíð tortryggnir þegar um opionberar álögur er að ræða og vilja fá upplýsingar um út frá hverju sé gengið þegar þær eru reiknaðar. Umræður hafa orðið í bæjar- ráði Hafnarfjarðar um álagningu fasteignagjalda, vatnsskatts, hol- ræsagjalds og lóðarleigu. Bæjarráðsmenn Sjálfstæðis- flokksins hafa óskað eftir skrif- legum upplýsingum frá bæjar- stjóra á næsta bæjarstjórnarfundi um ýmis atriði er varða álagn- inguna. í fyrsta lagi spyrja þeir hver heildarálagning fasteignagjalda hafi verið á árinu 1987 ? í öðru lagi spyija þeir hvað heildar- álagningin muni verða í ár? Þá spyrja þeir um hvað áætlað sé í krónum talið að þau gjöld nemi í ár á sama gjaldstofn og lagt var á í ársbyrjun 1987 ? í framhaldi af því spyrja þeir hversu hárri upphæð í krónum talið sé áætlað að fasteignagjöld, sem nú eru lögð á nýjar fast- eignir, muni ncma í ár og hversu margar þessar nýju fasteignir séu. Þá spyrja bæjarráðsmenn Sjálfstæðisflokksins hve hárri upphæð í krónum talið sé áætlað, annars vegar að framreikningur fasteignamatsins samkvæmt verðbreytingastuðli skili bæjar- sjóði í fasteignagjöldum í ár og hins vegar hversu hárri upphæð í krónum talið hækkunin á álagn- ingarprósentunni.sem samþykkt var af meirihluta bæjarstjórnar þann 29. desember s.l., skili? Síðan spyrja þeir hvemig fast- eignagjaldahækkunin, sem leiðir af hækkun álagningapró- sentunnar skiptist á milli fast- eignaskatta, vatnsskatta og hol- ræsagjalda ? Að lokum spyrja bæjar- ráðsmenn Sjálfstæðisflokksins hver sé fjöldi þeirra fasteigna, sem endurmetnar voru til fast- eignamats annars vegar á tíma- bilinu frá 1. júní til 31. desember 1986 og hins vegar á árinu 1987 og hver hafi hækkun fasteigna- matsins verið í krónum talið við endurmatið á hvoru nefndra tímabila fyrir sig ? Hvað ætli bærinn fái í sinn hlut af þessari byggingu?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.