Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Page 1

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Page 1
o FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR ERFIÐLEIKAR í SKIPAIÐNAÐI DRÖFN FER EKKI VARHLUTA AF ÞEIM HORDflR mmpöstunnn 3. TBL. — 6. ARG. 1988 íslenskur skipaiðnaður hefur átt við ýmiskonar erfiðleika að stríða undanfarið. Fjármagnsskortur hef- ur háð þessari atvinnustarfsemi og erlendir aðilar hafa haft greiðan að- gang að bjóða í, bæði nýsmíða og viðhaldsverkefni. Á ráðstefnu sem Samband málm og skipasmiða stóð fyrir á fyrrihluta síðasta árs voru þessi mál rædd alvarlega og komist að þeirri niðurstöðu, ef ekki yrði gripið til aðgerða myndi þessi starfssemi flytjast úr landinu. Það hefði í för með sér margvísleg vandamál fyrir fiskveiðiþjóð ef skipaiðnaður hyrfi hér og sú þekk- ing og verkkunnátta sem til hans þarf yrði ekki lengur til staðar. Skipasmíðastöðin Dröfn er ekki undanskilin þegar rætt er um þessi mál. Stöðin hefur orðið fyrir barð- inu á þessum erfiðleikum ekkert síður en aðrar sem hlut eiga að máli. Við hina hefðbundnu erfið- leika bætist að Dröfn hefur orðið að leggja í mjög kostnaðarsöm við- haldsverkefni við að endurbyggja dráttarbraut sína. Að sögn Vigfúsar Sigurðssonar, stjórnarformanns Drafnar er ekk- ert uppgjafahljóð í Drafnarmönn- um. Hann viðurkenndi að staðan væri erfið um þessar mundii og bætti við að það hefðu alla tíð skipst á betri og erfiðari tímar í þessum iðnaði. Nú væru næg verk- efni fyrir hendi fram á vorið cn stundum hefði litið verr út með slíkt í byrjuri vertíðar. Þeir væru með bát í stórri viðgerð sem ekki færi á ver- tíð í vetur og skipti það miklu máti fyrir það að hafa þannig «ruggt verkefni. Þá 3taðfesti Vigfús Sig- urðsson að Guðjón Tómasson, framkvæmdastjóri Drafnar hafi sagt upp störfum hjá fyrirtækinu og ekki hefur verið ráðinn maður i hans stað enn sem komið er. Þessi mynd finnst okkur eiga vel viö i tengslum við ráðstefnu um tilhögun framhaldsnáms í Hafnarfirði. Myndina tók Sveinn Guðbjartsson, sem reyndar situr fyrir miðju við borð. Valgelr Krlstlnsson hrl. Svelnn Slgurjónsson söluatjórl A SUÐURHVAMMUR - RADHÚS, Glœsileg raöhús, 4 sveínherb., sjónvarpsherb., bílskúr. ▲ f SMÍÐUM, Parhús v/Greni- berg og einbýli v/Bjarnastaða- vör. ▲ VOGAR, VATNSL.STR.i Glœsil. einbýli í skiptum fyrir eign í Hafnarf. ▲ ÁLFASKEIÐ - SKIPTI: 5 herb. 125m2 endaíbúð á 3. hœð, bíl- skúr. Verð 5.3 millj. Skipti œskil. d 3-4 herb. fbúð á jarðhœð eða 1. hœð. ▲ HVERFISGATA - EINBÝLI, Ca. 90m2 einbýli á tv. hœðum. Ekkert áhvfl. LAUST STRAX. Verð 3.8 millj. ▲ HRAUNBRÖN - EINBÝLI, 200m2 einbýli á tv. hœðum. tvöf. bílskúr. Á neðri hœö getur verið lítil séríbúð. A SUÐURHVAMMUR, 4-5 herb. 115m2 efri hœð. (endi) auk bíl- skúrs. Teikn. á skrifst. ▲ ÁSBÚÐ GBÆ, Fallegt og vandað parhús á tv. hœöum. nú innr. sem tvœr íbúöir, tvöf. bílskúr. Verö 9.5 millj. A KELDUHV AMMUR - SÉRHÆÐ, 4-5 herb. 117m2 ibúð á 2. hœð, bfl- skr. Verð 5-52 millj. A VESTURBRAUT, 3)a herb. ca 75m2 íbúð á 2. hœð. Verð 2.9 millj. A MIÐVANGUR, Falleg 2ja herb. 65m2 íbúð á 2. hœð, gœti losnað fljátl. Verð 3 millj.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.