Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 28.01.1988, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN EKmEMW, pbstwiM Útgefáhdi: Fjarðarfréttir st. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorv,aldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirðl Símar: 651745 51261, 51298. 53454 Utlit og setning: Fjarðarpósturinn Fllmuvinna og prentun: Prisma: slmi 65 16 14 Bandalag kvenna í Hafnarfirði boðar til ráðstefnu um umferðarmál Nú þegar háttvirt Alþingi hefur boðað til þjóðarátaks í umferðar- málum. vill Bandalag kvenna í Hafnarfirði nota tækifærið og hreyfa því sem lengi hefur brunnið á Bandalaginu. Bandalagskonur hafa um langa hríð haft miklar áhyggjur af vax- andi umferðarslysum og ófyrirséð- um og oft hræðilegum og óbætan- legum afleiðingum þeirra. 1. mars. n.k. taka gildi ný umfcið- arlog og er það vissulega von Bandalags kvenna í Hafnarfirði að þau verði til þess að draga úr tíðni umferðarslysa. Bandalagskonur hafa velt fyrir sér leiðum til útbóta, þær eru ekki endilega auðfundnar eða auðveld- ar. Þá þótti Bandalagi kvenna vel við hæfi að leggja sitt af mörkum, nú þegar ný umferðarlög taka gildi innan tíðar. Því boðar Bandalagið til ráðstefnu, þar sem ýmsir fletir þessarra vandmeðförnu mála verða ræddir og leitað leiða til úrbóta. Vonar Bandalag kvenna í Hafn- arfirði, að sem flestir sjái sér fært að koma og taka þátt í umræðunni. Bandalagið óskar þess jafnfram að umræðan mætti að einhverju leyti stuðla að því að „heilbrieðí pH~“ nooðiot árid 2000. Þá hafa konur í Bandalagi kvenna í Hafnarfirði staðið fyrir kynningu á starfsemi sinni undan- farið. Kynningin stendur yfir í Sparisjóði Hafnarfjarðar. BANDALAG KVENNA HAFNARFIRÐI LANDSLIÐ í FIMLEIKUM Fimmtudaginn 21. jan. 1988* verður stofnað landslið í áhalda- fimleikum hérlendis. Ekki hefur verið starfrækt landslið síðustu árin. Valin hefur verið landsliðshópur, sex stúlkur og sex piltar. Eru þau sem hér segir: Fjóla Ólafsdóttir Hlín Bjarnadóttir Hanna Lóa Friðjónsdóttir Lára Hrafnkelsdóttir Eva Úlla Hilmarsdóttir Linda St. Pétursdóttir Guðjón Guðmundsson Axel Bragason Jóhannes Níels Sigurðsson Þorvarður Goði Valdimarsson Kristján Stefánsson Björn Magnús Pétursson Verkefni landsliðsins eru marg- vísleg, bæði hér á landi og erlendis, og byrjað verður á að fara í æfinga- búðir á Laugarvatni nú um helgina. Eftirtaldar stúlkur voru valdar úr Fimleikafélaginu Björk Lára Sif Hrafnkelsdóttir. Fædd 10. 10. 1974, er í Vífilstaðaskóla. Er í Fimleikafélaginu Björk, byrjaði að æfa 8 ára. Bikarmeistari 1986 og 1987. Keppti úti í Belgíu á Lands- móti milli Belgiu, Hollands og ís- lands, var í 4r5. sæti yfir heild. Unglingameistarmót 1986 í 5. sæti. Innanfélagsmót 1987.í 3. sæti. Eva Úlla Hilmarsdóttir. Fædd 15. 07. 1974, er í Vífilstaðaskóla. Er í Fimleikafélaginu Björk, byrjaði að æfa 6 ára. Bikarmeisíari 1986 og 1987. Innanfélagsmót "> —1,ou' uj.,______ tsl. Fimleikastigans 1987, 3. sæti. Keppti á Landsmóti í Við hjónin fórum eitt sinn á veitingastað með forstjóra mannsins míns, sem var alvarlegur eldri maður. Þegar Mikael, maðurinn minn, fór að segja brandara sem ég var viss um að hann var búinn að segja áður sparkaði ég i hann undir borðinu. Ekkert skeði svo ég sparkaði aftur. Enn hélt hann áfram. Svo hætti hann allt í einu, brosti og sagði: „Æ, ég var víst búinn að segja ykkur þennan.“ Við tókum því vel og skiptum um umræðuefni. Þegar við vor- um að dansa saman á eftir spurði ég manninn minn Noregi, milli Rússa, Dana, Svía, Is- lendinga og Norðmanna. Linda Steinunn Pétursdóttir. Fædd 11. 09. 1974, er í Vífilstaða- skóla. Er í Fimleikafélaginu Björk, byrjaði að æfa 6 ára. Bjarkarmeist- ari 1986 og 1987. íslandsmót 1986, 2r3. sæti. íslandsmót 1987, 4. sæti. Bikarmeistari 1986 og 1987. Ungl- ingamót 1987, 3. sæti. Meistaramót í íslenska fimleikastiganum, 4. sæti. Keppti á Norðurlandamótinu 1986 og var varamaður á Evrópu- mótinu 1986. Komst í úrslit á Lanasmotl milli Kussa, uana, ovia, Norðmanna og íslendinga 1987. Unglingameistarmót 1987, 2. sæti. hvers vegna hann hefði verið svona lengi að taka við sér. „Hvað áttu við?“ spurði hann. „Ég hætti strax og þú sparkaðir í mig.“ „En ég sparkaði tvisvar í þig og samt tók það þig nokkra stund að skilja hvað um var að vera.“ Þá rann upp fyrir okkur hvað hafði skeð. Kindarleg á svip fórum við aftur að borð- inu. Forstjórinn brosti til okkar og sagði: „Þetta er allt í lagi. Eftir annað sparkið fann ég út að mér var ekki ætlað það svo ég lét það ganga.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.