Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 4. FEBRÚAR Þórður Ingimarsson, Rúnar Brynjólfsson og Sigurður Sverrisson undirrita samninginn. NÝIR AÐILAR TAKA VIÐ FJARÐARPÓSTINUM 1. IHARS Samningur undirritaður fyrir réttri viku. Nýir rekstraraðilar taka form- lega við Fjarðarpóstinum, eina vikublaði Hafnfirðinga, þann 1. mars næstkomandi. Samningur þar að lútandi var formlega undirritað- ur fyrir réttri viku. Þeir sem taka við Fjarðarpóstinum eru Þórður Ingimarsson, sem verið hefur starfsmaður blaðsins í rúmt hálft ár, og Sigurður Sverrisson. Nýtt hlutafélag verður stofnað um rekst- ur Fjarðarpóstsins á næstunni og verða aðaleigendur þess þrír, þeir Þórður og Sigurður auk Fríðu Proppé. Reynsla Hinir nýju eigendur blaðsins eru allir reyndir blaðamenn og hafa starfað sem slíkir um lengri eða skemmri tíma. Þórður hefur starf- að við blaðamennsku lengi. Hann hefur starfað við Fjarðarpóstinn í rúmt hálft ár, bæði við auglýsingar og skriftir, auk annarra verkefna. Sigurður á að baki áratugsferil í blaðamennsku og rekur nú Skaga- blaðið á Akranesi. Fríða hefur starfað sem blaðamaður í á annan áratug, lengstum á Morgunblað- inu en nú síðast hjá Kynningu og Markaði. Þau Fríða og Þórður koma til með að verða i fullu starfi hjá Fjarðarpóstinum, hún sem ritstjóri en hann sem auglýsingastjóri auk þess að grípa inn í skriftir eftir föngum. Sigurður, sem verður ábyrgðarmaður blaðsins, mun jafnframt grípa í skriftir auk þess að annast útlitshönnun. Breytingar Þrátt fyrir að nýir aðilar með nýj- ar hugmyndir taki við rekstrinum mun eitt og annað halda sér úr Fjarðarpóstinum eins og hann er í dag. Gvendur gaflari heldur t.d. áfram að skrifa í blaðið og einnig mun Gunnar Sveinbjörnsson ann- ast íþróttaskrif sem fyrr auk ígripa í önnur störf. Fréttaskrif verða hins vegar öll stokkuð upp og lögð verð- ur áhersla á beittari og frískari fréttamennsku en verið hefur. Verð- ur vinnslu blaðsins hagað þannig að hægt verði að birta glænýjar fréttir, jafnvel frá morgni útgáfu- dags. Sjá nánar um breytingar inni í blaðinu. KALLAÐ 150 SINNUM ÚT Á árinu 1987 var Slökkvilið Hafnarfjarðar kallað 150 sinnum út. Af þessum 150 útköllum voru 96 vegna elds, þar af 46 sinnum vegna elds í rusli, sinu eða mosa. Árið 1986 voru útköllin 183. Þar af 148 vegna elds. Brunavarnarsvæði Slökkviliðs Hafnarfjarðar (Hf., Garóabær og Bessastaðahreppur) taldi 1. des. sl. 21.149 manns. Utköll skiptust þannig milli sveitarfélaga: Hafnarfjörður.........................105 útköll Garðabær ............................ 29 útköll Bessastaðahreppur...................... 16 útköll Slökkviliðið sér einnig um sjúkraflutninga fyrir sama svæði. Á ár- inu 1987 urðu flutningar 1364 en voru 1269 árið áður. Af þessum 1364 flutningstilfellum voru 242 bráðaflutningar vegna slysa og annarra áfalla. Mestu brunatjón ársins voru að Sævangi 35, Álfaskeiði 4, Austur- götu 36, Ölduslóð 1 (bílg.), Lækjarhvammi 15, Hverfisgötu 20 og Hverfisgötu 50. Þá er rétt að benda á að í 67 tilfellum á árinu 1987 var um „vilj- andi“ íkveikjur að ræða þar sem af algjöru tillitsleysi er kveikt í rusli og sinu. í þessum 67 tilfellum varð slökkviliðið að fara á staðinn og slökkva eldinn. VALHÚS FASTEIQNASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 Svelnn Slgurjónsson, sölustj. Valgelr Krlstlnsson, hrt. ▲ BJARNASTAÐAVÖR: 176m2 einbýli auk 41m2 bílsk. Afh. írág. utan — fokh. innan. ▲ FAGRABERG: ca. 130m2 eldra einbýli á tv. hœðum, bílskúrsr. Verö 5 millj. ▲ SUÐURHV AMMUR - RAÐHÚS, Glœsil. raðhús á tv. hœöum, auk bílsk. Aíh. frág. utan, fokh. innan. Teikn. á skrifst. ▲ GRENIBERG - PARHÚS, pall- byggt 170m2 parhús, auk. bílsk. ▲ KELDUHV AMMUR - SÉRHÆÐ, 4-5 herb. 117m2 sérhœö í þríb. allt sér, bílskúrsr. Verö 5-52 millj. A SUÐURHV AMMUR - SÉRHÆÐ. 4-5 herb. 115m2 efri hœö í enda- raöhúsi, bílskúr. ▲ ÁLFASKEIÐ - SKIPTL 5 herb. 127m2 endaíbúð á þriöju hœö, bílskúr. SKIPTI ÆSKIL., á 3-4 herb. íbúö á 1. hœð. ▲ VOGAR VATNSLEYSUSTR., 115m2 efri sérhœö í tvlb. Verö 2 millj. LAUS STRAX. ▲ MIÐVANGUR: Falleg 2ja herb. íbúö á 5 hœö í lyftublokk. Verö 3 millj. A ÁSBÚÐARTRÖÐ: Nýl. góö sér- hœö auk rými í kj. Verð 8.4 millj. A ÖLDUTÚN, Góð 78m2 íbúð á neðri hœö I tvíb. Allt sér. A ÓSKA EFTIR AÐ KAUPA 4-5 herb. íbúö í Hafnarfiröi - Garöa- bœ í skiptum íyrir parhús í Mosfellsbœ. A LEIGUHÚSNÆDI ÓSKAST I NORÐURBÆ: þarf að vera rúmg. íbúð, raöhús eöa einb.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.