Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 2
2 FJAROARPÓSTURINN FMRÐflfi ^mMpóstunnn ÚtgefaVidl: Fjaröarfréttir st. Ritstjórt og ábyrgðarmaöur: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuróð: Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjólfsson LJósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimillsfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Simar: 651745 51261, 51298. 53454 Utilt og setnlng. Fjarðarpósturinn Filmuvinna og prentun: Prisma: slmi 65 16 14 NÝIR ÚTGEFENDUR FJARÐARPÓSTSINS ÞflÐ EYKUR ORYGGK) I UIVIFERÐINNI Nánari upplýsingar á bensínstöðvum, j Bifreiðaeftirliti rikisins og a lögreglustöðvum. ! BIFREIÐAEFTIRLIT RÍKISINS Andorra Tollalækkun oröin aö veruleika hjá okkur. dæmi varalitur áöur 937,- nú 670,- dæmi varalitur áður 393,- nú 249,- Eins og fram kemur á forsíðu Fjarðarpóstsins í dag taka nýir aðil- ar við rekstri blaðsins þann 1. mars næstkomandi. Tveimur dögum síð- ar kemur Fjarðarpósturinn út í fyrsta sinn undir stjórn þeirra og þá i verulega breyttri mynd frá því sem nú er. Andlitslyfting Það sem lesendur Fjarðarpósts- ins reka eflaust augun í fyrst er þeir sjá hið „nýja blað“ er að útliti þess hefur verið breytt verulega. Brotið verður stærra og dálkarnir fimm í stað fjögurra nú. Þar með aukast allir möguleikar á frísklegri upp- setningu og framsetningu frétta. Síðufjöldinn verður hins vegar óbreyttur fyrst um sinn eða 16. Breytingin verður þó ekki ein- vörðungu fólgin í útlitinu heldur er ætlunin að efla fréttaskrif til muna en jafnframt að koma á fót ýmsum fastaþáttum, sem eru hverju blaði nauðsynlegir. Vinnslu blaðsins verður hagað þannig, að auðvelt er að birta glænýjar fréttir, jafnvel frá morgni sjálfs útgáfudags. Þannig verður leitast við að veita lesendum blaðsins eins góða þjónustu og kostur er. Blaðið selt Útlitsbreytingin er eflaust það fyrsta sem lesendur reka augun í en þeir komast einnig að því frá og með 1. mars, að Fjarðarpóstinum verður ekki dreift ókeypis. Blaðið verður selt á kr. 50r Sölubörn ganga skipulega í hverfi bæjarins og bjóða blaðið til sölu en einnig verður það selt víða í verslunum og sjoppum. Kynningarverð verður á Fjarðar- póstinum út marsmánuð en þann 1. Bankábréf Iðnaðarbankans gefa háa ávöxtun a eíníaidan og aðgengilegan hátt. • Kaupin eru eins fyrirhafnarlítil og mögulegt er og ársávöxtun er nú 10.2% umfram verðbólgu. • Nafnverð Bankabréfa er 50 þúsund kr. Ef þig vantar á þá fjárhæð gefur bankinn þér möguleika á góðum sparnaðarleiðum að markinu. • Bankabréfin hafa mismunandi gjalddaga - allt eftir því hvað þú vilt ávaxta peningana þína lengi. Stystu bréfin eru leyst út í apríl nk. Og þú getur fengið upphæðina lagða inn á reikninginn þinn sjálfkrafa þér að kostnaðarlausu. • Þú getur leyst bréfin út, hvenær sem er gegn 1 % innlausnargjaldi, ef nauðsyn krefur. Strandgötu 1, Hafnarfirði. apríl hækkar verð blaðsins í kr. 65 í lausasölu. Frá þeim tíma verður boðið upp á áskriftarþjónustu gegn því að greitt sé með VISA- eða Eurocard-greiðslukorti. Áskrifend- ur munu hins vegar fá blaðið áfram á kr. 50. Þannig spara þeir sér 30% um leið og þeir firra sig öllum áhyggjum af því að missa af Fjarð- arpóstinum. Ávinningur Ekki er óeðlilegt, að dyggir les- endur Fjarðarpóstsins síðustu árin velti því fyrir sér hvað hinir nýju eigendur meini eiginlega með því að ætla að selja blaðið. Skýringin er einföld. Með þeirri kúvendingu á allri vinnslu blaðsins sem nú stend- ur fyrir dyrum er Ijóst, að rekstrar- kostnaður kemur til með að stór- aukast. A.m.k. tveir starfsmenn verða í fullri vinnu við útgáfuna og 3-4 í hlutastarfi. Til þessa hafa aug- lýsingar borið uppi kostnað af út- gáfu blaðsins en ljóst er að þær tekjur hrökkva ekki fyrir útgjöld- um með breyttum rekstri. En hvað fá kaupendur fyrir sinn snúð? Hinir nýju aðstandendur Fjarðarpóstsins eru þess fullvissir, að Hafnfirðingar fá enn betra blað en verið hefur og þeir eiga kost á aukinni þjónustu. Fjarðarpóstur- inn ætlar sér áfram að vera öflugur málsvari Hafnfirðinga og hafn- firskra hagsmuna og mun í tengsl- um við það markmið sitt bjóða les- endum upp á þá þjónustu að leita svars við spurningum sem þeir kunna að hafa. Þá ætlar blaðið að bjóða upp á ókeypis smáauglýs- ingaþjónustu svo eitthvað sé nefnt af nýjungum. Nánar verður skýrt frá smáauglýsingaþjónustunni síðar. Kröfur Hinir nýju rekstraraðilar Fjarð- arpóstsins ætla sér að halda uppi virkri fréttastefnu og um leið að- haldi á bæjaryfirvöld og bæjarbúa. Til þess að dæmið gangi upp þarf aðhaldið hins vegar að vera gagn- kvæmt. Lesendur þurfa að láta í sér heyra séu þeir ósammála blaðinu og ekki sakar að láta í sér heyra ef eitt- hvað er vel gert. Um leið og lesendur eru farnir að greiða fyrir Fjarðarpóstinn geta þeir gert auknar kröfur til hans og eiga að gera það. Þar með skapa þeir honum um leið það aðhald sem öllum fjölmiðlum er nauðsynlegt. Sigurður Sverrisson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.