Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 grunnskólanna nema í áæltuninni kr. 13.200.000,- og eru skólalóðir með iini í þeirri fjárveitingu. Gamlt þverpólilískt bitbein bæjar- stjómar liggur enn óbrotið til mergjar inni í áætluninni, en það er fargjaldastyrkur til framhaldsskólanemenda sem sækja nám út fyrir bæinn. Þrátt fyrir nokkra lækkun undanfarin ár er þessi upphæð kr. 3.130.000.- i áætlun fyrir 1988. Til framkvæmda í skólabyggingum eru ætlaðar kr. 45.300.000.- á árinu. Inni í þessari upphæð er framlag ríkissjóðs á árinu að upphæð kr. 7.105.000,- Veittar eru kr. 30.000.000.- til skóla- byggingar í Setbergi og á 1. hluti hans að vera tilbúinn haustið 1989. Til Engidalsskóla em veittar kr. 15.000.000.- til viðbyggingar, sem gera á skólanum kleift að taka við nemendum upp að 12 ára aldri (væntanlega átt við 6 - 12 ára). Til skólanefndar vegna funda o.íl. eru áætlaðarkr. 1.184.000.- MENNINGARMÁL Undir þessum málaflokki vekur fyrst og fremst athygli, að bærinn virðist hafa tekið yfir umsjá og eignarhald á Siggubæ, en bærinn var í eigu VKF Framtíðarinnar. Til endurbóta á bænum eru áætlaðar kr. 490.000.- Þá er gert ráð fyrir rekstri Hafnar- borgar, menningar- og lista-stofnunar Hafnarfjarðar. Stofnunin mun opnuð formlega 1. júní n.k. og rekstur hefjast upp frá þvi. Til þessa em áætlaðar kr. 2.144.000,- Ýmsir styrkir em veittir undir þessum málaflokki og ber þar hæst bygg- ingarstyrk til Víðistaðasóknar að upphæðkr. 1.960.000.-og styrktil Kórs öldutúnsskóla til Ástralíuferðar , styrkupphæð kr. 880.000.- Þá er m.a. styrkur til Leikfélagsins að upphæð kr. 590.000.- Nefndarlaun byggðasafnsnefndar eru áætluð kr. 113.000.- og bókasafns- stjómar kr. 246.000,- ÆSKULÝÐS- OG ÍÞRÓTTAMÁL I þessum málum vekja mest eftirtekt nýjung eins og starfræksla félags- miðstöðvar í Skiphóli og framlag til Sundlaugar í Suðurbæ. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að áformað er að heíja starfrækslu félagsmiðstöðvarinnar í næsta mánuði. Til rekstursins eru áætlaðar kr. 4.800.000.- áárinu ogtilkaupaábúnaði og endurbóta á Skiphóli em áætlaðar kr. 4.000.000.- Til Sundlaugar í Suðurbæ em áætlaðar kr. 30.000.000.- en skv. kostnaðar- áætlun er það u.þ.b. helmingur þess fjármagns sem þarf til þess að koma mannvirkinu í nothæft ástand en vonir standa til að það verði siðla árs 1989. Til undirbúnings að nýju íþróttahúsi á svæði FH í Kaplakrika eru áætlaðar kr. 2.000.000.- Styrkir em allnokkrir undir þessum málallokkum. Þeir em til KFUM og K v/ Kaldársels kr. 375.000.-; til Hraunbúa kr. 360.000.-; til Skógræktarfélagsins kr. 295.000.-; v/ uppgræðslu í Krýsuvík kr. 150.000.- Þá má geta framlaga í ferða- og afreksmannasjóð íþróttamanna samtals kr. 785.000.- Til æskulýðsráðs eru áætlaðar kr. 556.000.- og til íþróttaráðs kr. 448.000.- ELDVARNIR - ALMANNAVARNIR Til Slökkvistöðvar og sjúkraflutninga em áætlaðar kr. 32.587.000, en þess ber þó að geta að tekjur að upphæð kr. 11.480.000.- koma á móti, en þær em m.a. greiðslur Garðabæjar og Bessa- staðahrepps svo greiðslur fyrir sjúkraflutninga. Undir þessum lið eru tvær styrkveitingar til Slysavamadeildarinnar Fiskakletts að fjárhæð kr. 295.000. - og til Hjálparsveitar skáta 590.000.- Til brunamálanefndar em áætlaðar kr. 263.000.- HREINLÆTISMÁL Til sorp og ruslahirðu í bænum eru áætlaðar kr. 23.607.000.- þ.m.t. gámaþjónustan. Áætlað er stofnframlag að fjárhæð kr. 1.190.000.- sem renna á til byggðar- samlag sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, sem hafa mun með höndum urðun eða vinnslu á sorpi af svæðinu. Athygli vekur að til meindýraeyðingar eru áætlaðar kr. 760.000,- Vonandi er ekki að hefjast einhver viðlíka rottufaraldur og hér áður, er setti menn pólitískar stellingar. SKIPULAGS- OG BYGGINGAMÁL Skv. greinargerð með fmmvarpinu em mikil verkefni framundan á þessu sviði og er þar tilnefnt deiliskipulag Hvaleyrarholts og endurskoðun aðal- skipulags. Reikna má með mikilli aðkeyptri þjónustu vegna þessara verk- efna. Til þessa málaflokks eru áætlaðar í heild kr. 13.132.000.- þar af til skipulagsnefndar kr. 507.000,- og til bygginganefndar kr. 660.000,- GÖTUR, HOLRÆSI, UMFERÐARMÁL Aðal- og íjárfrekustu framkvæmdir ár hvert hafa fallið undir þennan málaílokk.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.