Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 8
8 FJARÐARPÓSTURINN uppi í Mosfellsbæ auk þess sem tímarnir hér við Strandgötu eru alltof stuttir. Lið sem ætlar sér að vera klassalið, þarf að æfa minnst l'A tíma i senn, fimm sinnum í viku. Hvað er til ráða? Það þarf minnst eitt hús eins og skot til að bjarga málunum. Svona hlutir eiga ekki að þurfa að taka langan tíma, þetta er bara spurning um vilja. Viltu spá einhverju um röð liðanna á íslandsmótinu? Það er mjög erfitt. Við stefnum að sigri, það er engin spurning en það verður mjög erfitt og við þurf- um áfram sama stuðning áhorf- enda ef það á að takast. Er handboltinn í ár, betri eða verri miðað við undanfarin ár? Handboltinn er miklu jafnari núna, það er fleiri góð lið. Ég veit ekki hvort bestu liðin núna eru betri en toppliðin fyrir fáeinum árum en breiddin er almennt miklu meiri núna. Sérstaklega er mikið af ung- um liðum og framtíðin er því björt og næsti vetur verður meiriháttar, þegar atvinnumennirnir koma heim frá Vestur-Þýskalandi. En á heildina litið tel ég handboltann í vetur mun betri en undanfarin 5-6 ár. Á að styðja við bakið á þeim leik- mönnum sem koma heim úr at- vinnumennsku? Mér finnst það bara allt i lagi. Þetta tíðkast um allan heim og af hverju ekki hérna líka. Ef einhver félög geta borgað leikmönnum og sjá fram á að aðsókn eykst fyrir bragðið, þá finnst mér það alveg sjálfsagt. Snúum okkur að landsliðinu. Ertu ánægður með árangur landsliðsins á mótinu í Svíþjóð? Já, ég held að annað sé ekki hægt. En þegar maður sér hversu litlu munar á að komast hærra að þá verður maður kannski dálítið svekktur. Fjórða sæti í móti þar sem átta bestu þjóðirnar eru að spila er engu að síður stórkostlegur árangur. Getur landsliðið aldrei átt tvo góða leiki í röð? Það er bara bull. Það skeður að vísu oft í vináttuleikjum en t.d. í „VIÐ STEFNUM AÐ SIGRI“ — segir Þorgils Óttar, fyrirliði FH og landsliðsins. Blm. Fjarðarpóstsins náði tali af Þorgils Óttari Mathiesen, fyrirliða FH og landsliðsins eftir sigurleik FH-inga gegn ÍR í 1. deild karla (34- 23) síðastliðið sunnudagskvöld og lagði fyrir hann nokkrar spurning- ar. Þorgils Óttar, sem nýlega var valinn í heimsliðið í handknattleik, varð fúsiega við þeirri beiðni að svara nokkrum spurningum og fara svör hans hér á eftir. Ertu ánægður með byrjun FH-inga á seinni hluta íslandsmótsins? Já, já. Þetta er að vísu rétt komið í gang en ég held að við séum ágæt- lega undirbúnir. Reyndar var Óskar Helgason meiddur og ég fjarver- andi með landsliðinu en við erum búnir að ná vel saman á æfingum að undanförnu og erum á réttu róli. Er nægileg breidd í liðinu? Hún er þokkaleg. Við erum með ungt lið og keyrum mikið á sama mannskapnum en það má ekki mikið út af bera t.d. ef leikmenn meiðast. Hvernig er FH-liðið ’88 í saman- burði við íslandsmeistara FH 1985? Liðið í dag er ekki orðið eins sterkt og það var þá. FH-liðið ’85 lék fyrst og fremst mun betri varn- arleik, heldur en við gerum í dag. FH-liðið ’88 spilar ekki síður vel saman eins og það gerði ’85 en í lið- inu þá voru kannski fleiri afgerandi einstaklingar. Áttirðu von á góðu gengi FH-inga á þessu móti? Nei, ég átti svo sem ekkert von á því. Maður gerir sér aldrei grein fyr- ir því í byrjun tímabils hvernig þjálfunin tekst til en hún hefur greinilega tekist mjög vel til og það er fyrst og fremst að þakka mjög góðum þjálfara. Okkar sterkasta vopn er sóknarleikurinn, þar sem liðið nær mjög vel saman, sérstak- lega hraðaupphlaupin. Aftur á móti er varnarleikurinn ekki nægi- lega góður ennþá og hann þarf að laga. í lok fyrri umferðar var varn- arleikurinn kominn í þokkalegt lag, t.d. gegn Víking og Val en menn hafa aðeins slakað á og þurfa nú að bæta við sig í vörninni. Verður íslandsmótið einvígi FH og Vals? Það er gefið mál að FH og Valur verða að berjast um titilinn en það getur verið að Víkingur og jafnvel Breiðablik komi inn í dæmið en þá þarf annaðhvort FH eða Valur að fara að tapa stigum. Ertu ánægður með frammistöðu stuðningsmanna ykkar í vetur? Já, ég er mjög ánægður með stuðninginn frá fólkinu. Fólkið tek- ur mjög fljótt við sér þegar það er spilaður góður bolti sem það kann að meta og þá skiptir ekki máli við hverja er spilað, eins og t.d. i kvöld á móti ÍR. Það er góð aðsókn þrátt fyrir að IR sé í botnbaráttunni og við reynum líka að spila fyrir áhorf- endur enda erum við sóknarlið. Er aðstaðan nógu góð? Nei. Húsnæðisvandamálið er al- gjör skandall og af þeim sökum þurfum við að æfa einu sinni í viku Heimsliðið í handknattleik 1988. Þorgils Óttar fyrir miðju í fremri röð — í góðum félagsskap.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.