Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 12
12 FJ ARÐARPÓSTURINN Ýmsar nýjungar í starfsemi Iönskóla Hafnarfjarðar Jóhannes Einarsson settur yfirkennari Að undanförnu hefur verið unnið að ýmsum nýjungum í starfsemi Iðnskóla Hafnarfjarðar. Vegna aukinna stjórn- unarstarfa sem ný starfsemi leiðir af sér fór skólanefnd Iðnskólanna fram á við Mennlamálaráðuneytið að heimiluð yrði slaða yfirkennara við skólann en hún hefur aldrei verið til. Að fenginni heimild var yfirkennarastaðan auglýst og var Jóhannes Einarsson, tæknifræðingur sellur yfirkennari frá síðustu áramótum. Jóhannes hefur starfað sem kennari við Iðnskóla Hafnarfjarðar um ára bil og átt mikinn þátt í undirbúningi þeirra nýmæla sem verið er að taka upp. Kennsla í þýðingarmiklum námsgreinum í spjalli sem blm. Fjarðarpóstsins átti við Steinar Steinsson, skólastjóra og Jóhannes Einarsson, nýráðinn yfirkennara Iðnskóla Hafnarfjarðar kom m.a. fram að sú stefna hefur verið mótuð varðandi starfsemi skólanns að auka verulega þjónustu við atvinnulífið og hefja í því sambandi kennslu í j)ýðingarmiklum námsgreinum er miða að framleiðniaukningu í iðnaði þó svo að þær séu ekki skipulagðar sem löggiltar iðngreinar. Framhaldsnám í rafeindavirkjun Nú er hafin kennsla á 3. og 4. önn í rafeindavirkjun. bað opnar nemendum nýjar námsleiðir þar sem þetta nám er viðurkennt af Tækniskóla íslands sem fullgildurverklegur undirbúningur undir nám í tæknifræði. Þá er einnig unnið að því að unnt verði að heíja kennslu á 5. og 6. önn í rafeinda- virkjun innan tíðar. Stóraukin áhersla lögð á tölvunotkun Að undanfömu hefur verið lögð áhersla á notkun tölva og að kenna nemendum þátækni. S.l. vorfékklðnskólinnheimild til að undirbúa kennslu í tölvuteikningu. í framhaldi af því hóf skólinn kennslu á því sviði fyrir tæknimenn og tækniteiknara og hefur einnig gefið eldri tækniteiknurum tækifæri til þess að setjast á skólabekk og tileinka sér þennan nýja námsáfanga. Þá hafa nemendur lært að forrita fyrir tölvustýrðar vinnsluvélar. Iðnskólinn heldur námskeið fyrir kennara annara skóla Eins og sagt var frá í Fjarðarpóstinum nýlega færði Iðnaðarbankinn Iðnskóla Hafnaríjarðar 150 þúsund krónurí styrk til kaupa á tölvubúnaði sem tengir saman tölvutækni við hönnun og fram- leiðslu. Á fræðimáli er það kallað CAD/ CAM tækni. í framhaldi í þvi að Iðnskóli Hafnarfjarðar hefur fengið þennan búnað hafa farið fram viðræður milli Iðnskólanns og menntamála- ráðuneytisins um að skólinn haldi námskeið fyrir kennara annara verk- og tæknimenntaskóla um þessa tækni. Nám i bíla og iðnmálningu Unnið er að undirbúningi að stofnun náms í bíla og iðnmálningu við Iðnskóla Hafnarijarðar. Þessi undirbúningur fer fram í samvinnu við menntamála- ráðuneytið og félög starfsmanna og atvinnurekenda í bílamálun. Þegar þessu starfsemi kemst á laggirnar mun fylgja henni mikið námskeiðsstarfsemi og fræðsla í iðnaðarlökkun og yfirborðstækni í sambandi við endurmenntum í greininni. Víxlmenntun skóla og atvinnulífs Miklar umræður hafa orðið að undanfömu um að iðmenntun sé að færast enn meira inn fyrir veggi skólahúsa og tengsl hennar við hið virka atvinnulíf minnki að sama skapi. Innan Iðnskóla Hafnaríjaröar hefur verið fylgst náið með þessum málum og nú hafa verið lagðar fram hugmyndir um nýtt námsform, sem byggist á víxlmenntun skóla og atvinnulífs. Þær hugmyndir eru nú til umfjöllunar hjá menntamála- ráðuneyti, fræðsluráði málmiðna svo og stjórnarmönnum starfsmanna og atvinnurekenda og er þess vænst að unnt verði að vinna úr þeim og hiynda í framkvæmd á næstunni. Eftirmenntunin að verða mikið stærri þáttur. Iðnskóli Hafnarljarðar verður 60 ára á yfirstandandi ári. Forráðamenn skólans hafa kosið að kalla það tækniár vegna þeirra nýjunga sem nú eru á döflnni varðandi starfsemi hans. Með aukinni tækni verður þörf fyrir iðnaðamenn, sem hafa vald á nýjungum meiri. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að þeir eigi þess kost að endurmennta sig og af þeim sökum er endurmenntun að verða sífellt umsvifameiri þáttur í skólastarflnu. Jóhannes Einarsson, nýráðinn yflrkennari segist vonast til að Iðnskólinn í Hafnarflrði geti á komandi misserum stigið mörg framfaraspor til gagns fyrir iðnaðinn í landinu og bætt framleiðni atvinnuveganna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.