Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 13
FJARÐARPÓSTURINN 13 HAGVIRKIS-SUNDMÓTIÐ Stórmót á íslandsmælikvarða Um miðjan janúar síðastliðinn var haldið í Sundhöll Hafnarfjarð- ar Hagvirkis-sundmótið sem er stærsta sundmót sem haldið hefur verið hér á íslandi á þessum vetri. Má rekja nafnið á mótinu til verktakafyrirtækisins Hagvirki, sem hélt mótið og stóð straum af ýmsum kostnaði svo sem verð- launagripum. Hins vegar var Sund- félag Hafnarfjarðar framkvæmd- araðili fyrir mótið, eins konar und- irverktaki. Gamla Sundhöllin okkar breytti mikið um svip þessa helgi enda voru margar hendur sem hjálpuðust að við undirbúning og framkvæmt mótsins. Reistir voru vinnupallar frá Hagvirki gluggamegin í Sund- höllinni til að hægt væri að koma þeim 300 manns, sem á mótið komu, fyrir án þess að til alvarlegra árekstra, í orðsins fyllstu merkingu, kæmi. En það var ekki bara sund- laugarsalurinn sjálfur sem breytti um svip heldur var það gufubað og hvíldarklefi karla sem varð að fín- asta kaffihúsi þar sem foreldrar fé- Iaga í sundfélaginu sáu um að allir sem störfuðu við rnótið væru ekki hungraðir á meðan á mótinu stæði. Höfðu menn á orði að það væri sem fermingarveislutíðin væri byrjuð, nema þarna þurfti enginn að gefa gjafir. En það var fleira sem var innan um kökurnar því að þarna fór fram öll vinnsla á mótinu því að það var allt keyrt í tölvu. Enda varla annað hægt þar sem skráningar á mótið voru 954!!! Það þýðir að þessa helgi var 954 sinnum stungið sér til sunds á þessu Hagvirkis-sundmóti. Mótið hófst með því að Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis, setti mótið og gat hann þess meðal annars í ræðu sinni að það væri skemmtileg tilviljun að sama dag og þetta eitt stærsta, ef ekki það stærsta, sundmót sem haldið hefur verið í Hafnarfirði færi fram, og það haldið af stóru hafnfirsku verktakafyrirtæki, þá voru opnuð tilboð í annan áfanga nýju sund- laugarinnar í Suðurbænum. Er vonandi að einhver hreyfing sé að komast á þau mál. En síðan hófst mótið og er skemmst frá því að segja að það gekk eins og í lygasögu. Nauðsyn- legt var að keyra mótið mjög stíft áfram vegna mikils fjölda þátttak- enda og voru til dæmis 30 riðlar í 50m skriðsundi. Voru þannig iðu- lega næstu menn sendir af stað yfir hausamótin á þeim sem voru að ösla í mark og þótti stundum nóg um lætin og buslugangin. Það sem var mjög sérstakt við þetta mót var formið sem var á því. Keppt var í opnum flokki en síðan voru veitt verðlaun fyrir fjögur fyrstu sætin í hverjum aldursflokki sem voru fimm. Þannig voru fjöru- tíu verðlaun fyrir stráka og stelpur í hverri grein og heildarfjöldi verð- launagripa var 280 stykki. Þessir verðlaunagripir, sem voru kostaðir af Hagvirki, voru úr leir og í þá fóru hvorki meira né minna en 280 kíló LÉTTUR LEIKUR! Enn er 1. deildarlið FH á sigur- braut. Á sunnudagskvöldið voru ÍR-ingar fórnarlömb FH-inga. Leikurinn varð aldrei spennandi enda of mikill getumunur á liðun- um. FH leiddi á hálfleik 16-11 og hélt sama hraða í seinni hálfleik og eina spennan var, hvort FH sigraði með 10 mprka mun eða ekki. Það tókst og einu marki betur. Lokatöl- ur urðu FH 34 og ÍR 23. Þrátt fyrir að ÍR-liðið dragi að öllu jöfnu, ekki marga áhorfendur að handbolta- leikjum ef undanskildir eru heima- leikir þeirra í Breiðholti, voru áhorfendur í íþróttahúsinu við Strandgötu fjölmargir og er það vel. Markaskorun dreifðist nokkuð jafnt á leikmenn en Þorgils Óttar var samt markahæstur, rétt eina ferðina enn, með 9 mörk. Þegar leikið er gegn slökum liðum og sig- ur ekki í hættu er varamönnum gjarnan gefið tækifæri á að spreyta sig og í leiknum gegn ÍR hefðu vara- menn FH, gjarnan mátt koma meira við sögu. GRS ÁRSHÁTÍÐ Kórs og Systrafélags Víðistaðasóknar verður í Skútunni 6. febrúar n.k. og hefst kl. 19.00. Velunnarar okkar eru hjartanlega velkomnir. Miðar fást hjá Óskari s. 52504, Svövu s. 53352 og Erlu s. 52703. af leir. Þóttu þeir mjög vel lukkaðir og sérstaklega skemmtilegir þar sem þetta er alveg nýtt í sundinu að veita ekki verðlaunapeninga heldur annarskonar gripi. Hafnfirskt sundfólk fékk auðvit- að sinn skerf af þessum verðlauna- gripum og of langt mál yrði að telja það upp hér en þeir voru nokkrir tugir. Fyrir utan verðlaunin fengu allir sem tóku þátt í mótinu viðurkenn- ingarskjal um að hafa tekið þátt í Hagvirkis-sundmótinu og var það undirritað af Jóhanni Bergþórssyni forstjóra Hagvirkis og hins vegar af fulltrúa frá Sundfélagi Hafnar- fjarðar. Þannig er óhætt að segja að allir hafi farið ánægðir heim enda var þetta erfið helgi fyrir sundfólkið jafnt sem aðra sem í þessu stóðu. Þar sem það er nú eiginlega í tísku að setja alla hluti í samband við eitthvað áþreifanlegt þá má reikna út að þarna um helgina hafi verið syntir um 1000 kílómetrar, já til Akureyrar og til baka, í Sund- höllinni og er það líklega meira en um venjulega helgi. Þannig er hægt með réttu að segja að mikið fjör og læti hafi ver- ið í Sundhöll Hafnarfjarðar þessa helgi fyrir hálfum mánuði. Er það ánægjulegt að hægt skuli vera að halda svona stórt og vel heppnað sundmót hér í Hafnarfirði. En það hefði eki verið hægt án þess mikla stuðnings sem Hagvirki lagði svo rausnarlega fram, og svo líka þeirrar miklu vinnu sem for- eldrar í Sundfélaginu unnu þessa helgi og mættu Hafnfirðingar allir vera þessu fólki þakklátir fyrir þeirra framlag til þess að færa líf í bæinn. KYNNING Á MONTEIL SNYRTIVÖRUM föstudaginn 5. febrúar Förðum á staðnum 20% afsláttur SANDRA á litalínunni Fjarðartorgi

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.