Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 04.02.1988, Blaðsíða 16
FJflRDnR pösturmn VERÐLAUNAGÁTUR FJARÐARFRÉTTA í kvöld fara fram verðlauna- afhendingar í jólagátum og get- raunum Fjarðarfrétta. Góð þátttaka var og mikið um réttar lausnir. Myndagátan Lausn: Hafnfirðingur, hátíð er hækkar bráðum sólin. Fjarðarfréttir færa (fytja) þér friðarkveðju um jólin. 62 lausnir bárust. Dregið hef- ur verið úr réttum lausnum: Halla Þórðardóttir Guðný G. Gunnarsdóttir Kristrún Einarsdóttir Krossgátan Lausnarorð: Gott er að vera Gaflari. 86 lausnir bárust. Dregið hef- ur verið úr réttum lausnum: Ásthildur Ragnarsdóttir Elísabet R. Jóhannesdóttir Gunnlaugur Grétarsson Getraun: Lausnin fólst í að tengja 16 einstaklinga ákveðinni atvinnu- grein. Fast að 100 lausnir bárust — mismunandi réttar. Dregið hefur verið úr réttum lausnum. Ásgeir Bjarnason Elísabet Karlsdóttir Guðmundur Rúnar Ólafsson Verðlaunahafar hafa verið beðnir að heiðra blaðið með því að mæta til verðlaunaafhend- ingar í Gaflinum kl. 20.30 í kvöld, fimmtudaginn 4. febrúar. ARNÞÓRÁ Nú um miðjan febrúar mun Arn- þór Ragnarsson í Sundfélaginu halda til Svíþjóðar þar sem hann mun keppa á tveimur sterkum mót- um. Mun hann fyrst fara út með A- landsliðshóp íslands í sundi og keppa á móti í Helsinborg. Þaðan mun hann halda til Gautaborgar þar sem hann mun hitta nokkra aðra sundmenn og munu þau síðan keppa á móti í Gautaborg. Þessi hópur sem keppir á mótinu í Gautaborg eru svokallaðir Ólympíukandídatar íslands í sundi, en þeir eiga það sameiginlegt að vera búnir að ná eða vera að reyna að ná lágmörkum fyrir Ólympíu- leikana í Seoul í haust. Verður frólegt að fylgjast með LEIÐ UT árangri íslensku sundmannanna í þessari ferð og hvort þeir nái til- skildum lágmörkum. Munum við á Fjarðarpóstinum að sjálfsögðu bera fregnir af því um leið og hóp- urinn hefur snúið heim. tbæjarmála- JLpunktar Fjáreigendafélag Hafnarfjarðar hefur farið þess á leit við bæjar- yfirvöld að það fái afnot af beitilandi í fjárgirðingunni í Krísuvík á sumri komanda með sömu skilmálum og undanfarin ár. Nefnd sú er kosin var af bæj- arráði á síðasta hausti til að fjalla um landnýtingu í Krísuvík hefur nú þetta mál til meðferð- ar. Hestamannafélagið Sörli hefur farið fram á það við bæjaryfir- völd að þau heimili að hlið verði sett á búfjárgirðingu suðvestur af Hvaleyrarvatni. Félagar í Sörla hafa bent á að við það opnist ný og skemmtileg leið til að fara um á hestum. Bæjarráð hefur samþykkt að fela bæjar- verkfræðingi að láta gera um- rætt hlið og að staðsening þess verði í samræmi við væntanlegt skipulag leiða fyrir ríðandi fólk, akvega og annarra útivistar- stíga, sem eiga að verða á aðal- skipulagi. Ingólfur Flygenring hefur ritað bæjaryfirvöldum og leitað eftir því að fá að nýta þann hluta úr landi Áss, sem hann hefur haft afnot af undanfarin ár. Vegna ráðstefnu sem Bandalag kvenna í Hafnarfirði gekkst fyr- ir um umferðaröryggismál í íþróttahúsinu við Strandgötu 30. janúar s.l. sótti það um að leiga yrði felld niður fyrir íþróttahúsið vegna ráðstefn- unnar. Ennfremur fór banda- lagið þess á leit við bæjaryfir- völd að þau veittu styrk að upp- hæð kr. 25 þúsund vegna kostn- aðar við auglýsingar og útgáfu- sttarfsemi í tengslum við ráð- stefnuna. Bæjarráð samþykkti þetta erindi að því tilskyldu að styrkupphæðinni yrði ráðstafað i samráði við umferðarnefnd. - Víkurhús hefur farið fram á að Hafnarfjarðarbær greiði bætur vegna skerðingu á lóðinni Hraunholtsvegi 1 í Garðabæ, sem Víkurhús keypti af Hafnar- fjarðarbæ þann 27. apríl 1987. í ljós hefur komið að lóðin var minni en skipulagsuppdráttur sagði til um vegna sölu sömu lóðar á árinu 1977. Bæjarlög- maður telur rétt að hafna bóta- kröfu Víkurhúss og hefur bæj- arráð fallist á þá tillögu hans. Útvarpsréttarnefnd hefur sam- þykkt á fundi sínum 11. janúar að veita Hafnarfjarðarbæ leyfi til hljóðvarpssendinga í sam- ræmi við umsókn þar að lút- andi. Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur lagt fram eindregna ósk þess efnis að áheyrnarfulltrúi bæjar- ins fái nú þegar sæti í undirbún- ings- og viðræðunefnd iðnaðar- ráðuneytisins um nýtt álver í Straumsvík. Verði það gert í samræmi við fyrirheit ráðuneyt- isins um gagnkvæmt upplýs- ingastreymi og skoðanaskipti Hafnarfjarðarbæjar og ríkis- valdsins. Bæjarlögmaður hefur nú til um- fjöllunar erindi Hvaleyrar hf. þar sem útgerðarfyrirtækið fer þess á leit við bæjaryfirvöld að það samþykki kaupsamning vegna sölu á skipi fyrirtækisins m/b Eini til Mumma hf. í Sand- gerði. Hvaleyri hf. hefur selt skipið með áhvílandi lánum þar á meðal skuld við Bæjarsjóð Hafnarfjarðar, upphaflega að upphæð kr. 10.132.209. sem tryggð er með öðrum veðrétti í Eini. Samkvæmt framangreind- um kaupsamningi verður sú veðsetning færð af Hvaleyri yfir á Mumma í Sandgerði. FASTEIGNASALA. Reykjavikurvegi 72 ■ Hainartuöi • Sími 54511 rnu on wi OPID Viika daga kl 918 sunnudaga kl 1316 Heimasími solumanns Magnúsai Emilssonai 53274 GUÐM. KRISTJÁNSSON HDL. HLÖÐVER KJARTANSSON HDL. ▲ REYKJAVÍKURVEGUR: Mikid endurnýjað 120m2 einb.hús, m.a. nýjar innr., lagnir, þak, o.fl. Skipti œskileg d 4-5 herb. íbúð. Einkasala. Verð 5.3 millj. ▲ SUÐURHVAMMUR: 4 mjög skemmtileg raðhús á 2 hœð- um. 4 svefnh., sjónv. herb., sól- stoía og innbyggður bílsk., sam- tals um 220m2. Afhent fullbúin að utan og fokheld inna, eftir 4-6 mán. Verð 5-5.4 millj. Fást einnig afhent tilb. undir trév. AMIDVANGUR: Mjög fallegt 150m2 raðhús auk 30m2 bílsk. Nýjar innr. Skipti mögul. á minni eign í Norðurbœ. Verö 7.7 millj. A GRÆNAKINN: 3ja herb. jarð- hœö í góðu standi. Sérinng. Einkasala. Verð 3.5 millj. A ÖLDUSLÓÐ: Mjög falleg 80m2 3ja herb. neöri hœö. Nýl. eldh.innr. Parket. Verð 4 millj. A KELDUHVAMMUR: 5 herb. 120m2 eíri hœð í góðu standi. Stórar stofur og 3 sveính. Gott út- sýni. Verð 5-5.2 millj. A SLÉTTAHRAUN LAUS, Mjög falleg 65m2 2ja herb. íb. á 1. hœö. Bílsk.réttur. Verð 3.1 millj. A ÁSBÚÐARTRÖD: Mjög falleg 83m2 3ja-4ra herb. risíb. Allt sér. Ekkert áhv. Laus fljótl. Verð 3.8 millj.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.