Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Side 1

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Side 1
FfflRDflR ^ÉMpósturinn FIMMTUDAGUR 11. FEBRÚAR Framhaldsmenntun í Hafnarfirði: Samruni, samvinna skóla eða óbreytt ástand var rætt ýtarlega á ráðstefnu um framhaldsmenntun í Flensborg Síðastliðinn laugardag var haldin ráðstefna í Flensborgarskóla um framtíðarstefnu framhaldsmennt- unar í Hafnarfirði. Á ráðstefnuna var sérstaklega boðið bæjarfulltrú- um í Hafnarfirði, skólanefnd Hafnarfjarðar, skólanefnd Iðn- skóla Hafnarfjarðar og fulltrúum frá menntamálaráðuneytinu. Þá var fulltrúum þeirra framhalds- skóla sem starfa i Hafnarfriði boð- ið og einnig var fulltrúum frá íðn- fræðsluráði og nágrannasveitar- félögum boðið að sitja ráðstefn- una. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri setti ráðstefnuna og framsöguerindi fluttu Birgir ísleif- ur Gunnarsson, menntamálaráð- herra, Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari í Flensborg, Steinar Steinsson, skólastjóri Iðnskóla Hafnarfjarðar, Sveinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Vinnuveit- endasambandi Islands og Hjálmar Árnason, skólameistari á Suður- nesjum. Námsframboð og skólar Á ráðstefnunni var fjallað um hvernig ætti að tryggja sem fjöl- breyttast námsframboð í Hafnar- firði. Einnig var rætt um hvernig því yrði dreift á skóla. Með hvaða hætti best yrði komið til móts við óskir og þarfir hafnfirskra framhaldsskóla- nemenda og þeim veitt ákjósanleg aðstaða og umhverfi til félagslegra starfa. Hvaða fyrirkomulag hent- aði best fjárhagslega til framhalds- menntunar miðað við þá framtíðar- sýn sem nú blasir við í þessum efn- legar deildir og svið, bóklegrar og verklegrar menntunar. Hin leiðin að þreyfa sig eftir er að taka upp stóraukna samvinnu milli þeirra menntastofnana á framhaldsskóla- stigi sem nú eru starfandi í bænum. Það er að segja Flensborgarskóla, Iðnskóla hafnarfjarðar og Fisk- vinnsluskólans. Stefna bæri að því um og hvernig stuðla mætti að auknu samstarfi við nágrannasveit- arfélögin um framhaldsskóla- menntun í Hafnarfirði. Tvær leiðir í framsöguerindum og einnig í máli manna í almennum umræðum kom greinilega fram að breytinga og endurskipulagningar væri þörf. Óbreytt ástand væri til að bjóða stöðnuninni heim og að Hafnar- fjörður yrði ekki samkeppnisfær á sviði framhaldsmenntunar sem þýddi að nemendur sæktu í auknu mæli til framhaldsnáms á öðrum stöðum og þá einkum í Reykjavik. Bent var á tvær leiðir í þessum mál- um. Annars vegar að öll menntun á framhaldsskólastigi yrði færð til einnar og sömu stofnunarinnar, sem síðan yrði skipt upp i margvís- að gera námsskipulag samvirkara þannig að nemendur ættu auðvelt með að stunda nám í fleiri en einum skóla á sama tíma. Það yrði m.a. gert með bættri stundaskrá skól- anna. Einnig yrði þessi leið hag- stæðari því ef ætti að setja alla framhaldsmenntun undir eina stofnun yrði að leggja í miklar byggingaframkvæmdir. Þá er einn- ig ljóst að móta yrði alla yfirstjórn slíkrar skólastofnunar frá grunni. Ýmsar breytingar Ráðstefnan um framtíðarstefnu framhaldsmenntunar í Hafnarfirði sýnir að ráða- og skólamenn viður- kenna að skórinn kreppir að og nauðsynlegt er að ráða til úrbóta. Orð er til alls fyrst og Fjarðarpóst- urinn væntir að þessi umræða sé aðeins upphaf að því að ráðist verði til úrbóta og Hafnarfjörður geti staðið undir því merki að vera skólabær ásamt fjölbreyttu at- vinnulífi. Með öflugu skólastarfi er einni stoðinni bætt undir þann grunn sem Hafnarfjörður stendur á sem sjálfstæður bær. FJflRDflR posturmn Tímamót í útgáfunni í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins var skýrt frá því að nýir aðilar taki við rekstri blaðsins 1. mars nk. Samningur þeirra við Fjarðarfréttir sf. hljóðar upp á leigu á blaðinu í eitt ár, en að þeim tíma liðnum eignast hinir nýju rekstraraðilar Fjarðarpóstinn, að því tilskyldu að ákvæði samningsins verði haldin. Þótt Fjarðarfréttir sf. sjái nú væntanlega á bak Fjarðarpóstinum, er útgáfustarfsemi fyrirtækisins alls ekki þar með úr sögunni. Fjarðar- fréttir verða áfram gefnar út af sömu alilum og áður og e.t.v. verður reynt fyrir sér á nýjum brautum útgáfustarfsemi. FASTEIGNASALA REYKJAVÍKURVEGI 62 Svainn Sigurjónuon, söluitj. Valgelr Kriatlnason, hrl. ▲ BJARNASTAÐAVÖR: 17óm2 e- inbýli auk 41m2 bilsk. Aíh. frág. utan — fokh. innan. Verd 5.1 millj. ▲ FAGRABERG: ca. 130m2 eldra einbýli á tv. haeóum. Bílskúrsr. Verð 5 millj. ▲ SUÐURHVAMMUR - RAÐHÚS: Glœsil. raðhús á tv. hœðum, auk bílsk. Afh. frág. að utan, fokh. innan. Teikn. og upplýs- ingar á skrifstoíu. ▲ GRENIBERG - PARHÚS: Um 170m2 pallbyggt parhús. auk. bílsk. Aíh. frág. utan, tilb. fokh. að innan. Uppl. á skrifstofu. ▲ MIÐVANGUR: 65m2 2ja herb. íbúð í lyltuhúsi, s-svalir, falleg íbúð. A ÁSBÚÐARTRÖÐ: Nýl. góð sér- hœð auk rými í kj. Verð 8.4 millj. ▲ VALLARB ARÐ — i bygg- ingu, Glœsilegt einbýlishús á tv. hœðum, ca. 175m2 auk bílsk. Afh. fokh. að innan. frág. utan. Uppl. og teikn. á skrifst. Verð 5,7 millj. ▲ HRINGBRAUT: 90m2 4ra herb. miðhœö í þríb. Bílskúrsr. EINKASALA. Verö 42 millj. ▲ ÖLDUSLÓÐ: Góð 78m2 íbúð á neðri hœð í tvíb. Allt sér. ▲ KELDUHVAMMUR - SÉRHÆÐ: 4-5 herb. U7m2 sérhœð í þríbýli, allt sér, bílskúrsréttur. Verð 5-52 millj. A KLAUSTURHVAMMUR - RAÐ- HÚS: Stórglœsilegrt raöhús á tv. hœðum alls um 250m2. Arinn í stoíu. EINKASALA. Verð 8,8 millj. A ÁLFASKEIÐ - SKIPTI: 5 herb. 127m2 endaíbúð á þriðju haeð. bílskúr. Æskileg skipti á 3-4 herb. íbúð á 1. hœð. A VOGAR VATNSLEYSUSTR.: U5m2 efri sérhœö í tvíb. LAUS STRAX. Verð 2 millj.

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.