Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN UtgefaYidi: Fjaröarfréttir st. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Rúnar Brynjólfsson Útgáfuráð: Ellert Borgar Þorvaldsson Guðmundur Sveinsson Rúnar Brynjóltsson Ljósmyndun: Ellert Borgar Þorvaldsson Heimilisfang: Pósthólf 57, Hafnarfirði Simar: 651745 51261, 51298. 53454 Utlit og setning. Fjarðarpósturinn Filmuvinna og prentun: Prisma: slmi 65 16 14 ÖNNUR ÚTGANGAN Fyrr á þessum vetri gengu forystumenn verkalýöshreyfingarinnar út úr húsakynn- um Vinnuveitendasambandsins við Garða- strætið ( Reykjavík. Þá töldu þeir engan grundvöll til samningaviðræðna. Á þeim tlmavoru samningarekki útrunnirog menn höfðu ekki verulegaráhyggjur. Sigurður T. Sigurðsson, formaður verkamannafólags- ins Hllfar í Hafnarfirði sagði I viötali við Fjarðarpóstinn nú I ársbyrjun að útgangan hafi sagt slna sögu en hún segði heldur ekki alla söguna. Veður skipuöust oft mjög skjótt I lofti á þessu vettvangi og menn gætu verið tilbúnir að ræða saman á nýja árinu. Hann taldi þó ýmis teikn á lofti um aö einhverjum þrýstiaðgerðum þyrfti að beita til að ná samningum. Nú hafa samningsaðilar vinnumark- aðarins aftur tyllt sér niður við funda- boröið í Garðastrætinu, rætt eitthvað saman og forystumenn verkalýðshreyf- ingarinnar gengið út I annað sinn eftir að atvinnurekendur höfðu hafnað til- boði um skammtíma samning. Þegar þetta er ritað er allt óvlst um framvindu mála í kjarasamninaunum. Trúlega verður deilunni vísað tiT Sátta- semjara ríkisins ef aðilar taka ekki upp á þvl að hittast aftur mjög bráðlega því samningar hafa verið lausir slðan um £ramót. Það er Ijost að almenningur á Islandi hefur engan áhuga á að leggja út I harðar aðgerðir eins og verkfall. Reynsla liðinna ára hefur kennt okkur að með verkföll að vopni hafa oftast náöst samningar sem hafa verið þess eðlis að öll launahækkun hefur runnið út I almennt verðlag strax oa stundum áður en fyrsta launagreiðsla sam- kvæmt nýgerðum kjarasamningum hef- urverið greidd út. Kjarasamningargerð- ir undir pressu verkfalla hafa veriö einn af stærstu þ^ttunum sem skapað hafa verðbólgu á Islandi. Eftir að síðustu kjarasamningar, sem stundum hafaverið kenndirvið þjóðarsátt, voru gerðir hefur orðið mikið launaskrið. Það hefur einkum stafaö af tvennu. í fyrra lagi vegna stóraukinnar eftirspurnar eftir vinnuafli á slðasta ári. í slðara lagi vegna þess að reynt var eftir megni að bæta mest kjör þeirra sem minnst höfðu. Launaskriö hefur slðan komiö þeim betur settu til góða. Þær aöstæður sem nú eru fyrir hendi I þjóðfélaginu segja að ekki megi spenna bogann of hátt varöandi launahækkanir. Þaö er einnig jafnljóst að laun þeirra starfs- hópa sem verst eru settir verða að hækka. Nú reynir meira á en nokkru sinni fyrr að takist að leysa vanda hinna lægst launuöu án þess aö launahækkanir fari stighækk- andi upp allan launaskalann. Það er ekki lltil ósk að sllk geti tekist nú. Forráðamenn beggja aðila á vinnu- markaðnum virðast skynja þetta oa skilja. En þeir hafa aldrei getað ráðið atburðum. Því miöur er fátt eitt sem bendir til bess að það verði fremur hægt nú. Ef til vill er önnur útgangan úr Garðastrætinu vottur um vilja af þessu tagi. Því ber ekki að túlka hana á þann veg aö aðilar vinnumarkaðarins vilji ekki tala saman. Fremur ber aö líta á hana sem leit að einhverjum raunhæf- um grunni til að byggja viðræður á. Hann hefur ekki fundist. Leiðir til að tryagjaþeim lægst launuöu kjarabætur án pess að þær renni stiórnlaust út um allt og auki verulega á þa dýrtíð sem fyr- irer I landinu hafa ekki fundist. Ekki nú fremur en fyrr. Við verðum að vona að önnur útgangan sé skref að því marki. Þl. Fjarðarpósturinn á tímamótum Útgáfustarfsemi Fjarðarfrétta sf.stendur nú á nokkrum tímamót- um. Fjarðarpósturinn mun 1. mars næstkomandi færast í hendur nýrra rekstraraðila sem að öllu forfalla- lausu munu eignast blaðið að ári liðnu. Útgáfa Fjarðarfrétta óbreytt Með þessari breytingu mun stærsti liðurinn í núverandi útgáfu- starfsemi fyrirtækisins hverfa úr höndum þess, en það þýðir engan veginn að starfseminni verði hætt. Fjarðarfréttir munu áfram verða gefnar út af sömu aðilum og staðið hafa að útgáfu blaðsins samfleytt frá árinu 1979, og verður það með svipuðu sniði og verið hefur undan- farin ár, eftir að Fjarðarfréttir urðu alfarið eins konar tímarit. Búast má við því að Fjarðarfréttir komi út 3-4 sinnum á ári og verður vandað sér- staklega til útgáfunnar sem fyrr. Ýmsar hugmyndir aðrar varðandi útgáfustarfsemi hafa skotið upp kollinum hjá okkur sem stöndum að Fjarðarfréttum sf., og verða þær kynntar síðar. Breyttur Fjarðarpóstur Hinir nýju rekstraraðilar Fjarð- arpóstsins hafa kynnt ýmsar breyt- ingar sem fyrirhugaðar eru varð- andi útgáfu blaðsins. Þar ber hæst stækkun á broti blaðsins svo og það að blaðinu verður ekki lengur dreift ókeypis heldur selt á vægu verði. í kjölfar þessara breytinga boða hinir nýju aðstandendur Fjarðarpóstsins skarpari fréttamennsku og ítreka það sem Fjarðarpósturinn hefur alltaf haft að leiðarljósi, þ.e.a.s. pólitískt hlutleysi og að vera bæjar- Frá Sálar- rannsóknar- félaginu í Hafnarfirði Fundur I kvöld kl. 8.30 í Gúttó. Á fundinn kemur ungur miðill, Leifur Leópoldsson, en athyglis- vert viðtal við hann birtist I nýj- asta hefti tfmaritsins Þjóðlíf. Tónlist: Guðni Guðmundsson. Upplestur: Sveinn Guðbjartsson. Fjölmennið. Öllurn er heimiil aðgangur. búum vettvangur til skoðanaskipta. Sú ákvörðun að bjóða nú bæjar- búm Fjarðarpóstinn til kaups í stað þess að dreifa blaðinu ókeypis er að sjálfsögðu nokkuð áhættusöm og byggist alfarið á viðtökum bæjar- búa. Eins og fram hefur komið er þessi Ieið valin í því skyni að styrkja fjárhagslega afkomu blaðsins og gera öflugri fréttamennsku mögu- lega. Aukin áhersla á fréttir Hingað til hefur almenn frétta- öflun og auglýsingasöfnun verið á herðum eins starfsmanns í fullu starfi auk útgefenda sjálfra, en nú á að bæta við fullu starfi frétta- manns. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að fréttir fá meira rúm í blað- inu en áður. Við sem höfum haft út- gáfu Fjarðarpóstsins með höndum til þessa höfum reynt að sinna hlut- verki blaðsins sem fréttamiðils eftir bestu getu, og þykjumst hafa gert því þokkaleg skil, þótt við höfum vísvitandi horft fram hjá viðkvæm- um persónulegum málum og æsi- fréttum. En þegar möguleikar á aukinni áherslu á vinnslu fréttaefn- is verða til, er auðvitað hægt að gera enn betur, og er það vel. Fullt samráð um breytingarnar Að lokum er rétt að taka það fram að eigendur Fjarðarfrétta sf. sem innan skamms láta Fjarðar- póstinn af hendi til nýrra rekstrar- aðila, hafa í samningi við þá sam- þykkt allar þær breytingar sem fyr- irhugaðar eru á blaðinu. Okkar vonir eru því að sjálfsögðu þær að Fjarðarpósturinn fái ekki síðri við- tökur meðal bæjarbúa í sinni breyttu mynd en verið hefur hingað til. Guðmundur Sveinsson. Hagvirki ræður aðstoðar- forstjóra Nýlega var Ragnar Atli Guð- mundsson ráðinn aðstoðarforstjóri Hagvirkis. Ragnar Atli, sem er 32 ára viðskiptafræðingur, var síðast framkvæmdstjóri Kringlunnar, en sem kunnugt er mun fyrrverandi bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Einar I. Halldórsson, taka við starfi hans þar. Hjá Hagvirki mun Ragnar Atli annast áætlana og hagsvið, auk daglegs reksturs fyrirtækisins. Næstkomandi sunnudag kl. 14-17 verður opið hús hjá Hagvirki vegna norræna tækniársins. Þá verður kynnt starfsemi fyrirtækis- ins og væntanlega sýnd stórvirk tæki við vinnu. o o NÝ SENDING — NÝ MUNSTUR Grófir ámálaðir púðar, Smyrnapúðar, áteiknaðir kaffidúkar, áteiknaðir páskadúkar, klemmusvuntur, og fleira fyrir málningu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.