Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 4
4 FJAROARPÓSTURINN EIRÍKUR SKRIFAÐI STEFÁNI BRÉF. Hið umtalaða og hispurslausa viðtal sem birtist við Eirík Pálsson fyrrverandi bœjarstjóra, í jólablaði Fjarðarfrétta erenn á vettvangi um- rœðunnar meðal fólks í bœnum. Stefáni Júlíussyni rithöfundi finnst að sér vegið í viðtali þessu. I síðasta tbl. Fjarðarpóstsins birtist athuga- semd frá Stefáni í formi tveggja bréfa, annað til ritstjórans en hitt tileinkað „þeim kumpánum Eiríki og Snorra”, þeirra „ágœtu brœðra í Kristi“ eins og hann nefnir þá og ávarpar. Telur Stefán að í einu at- riði viðtalsins sé sagt frá „vísvitandi ósatt “ og finnst eðlilegt að œtla að svo muni um fleira. Af þessu tilefni hefur Eiríkur Pálsson óskað eftir því við Fjarðar- póstinn að hann birti eftirfarandi bréf sem hann skrifaði Stefáni Júlíussyni 3. jan. sl. Hafnarfirði 3. janúar 1988. Bróðir í breyskleikanum. Herra skáld Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði: Út af bréfi, ódagsettu mótteknu 30.12. 1987, varðandi viðtal við mig birt í Fjarðarfréttum nú fyrir nýlið- in jól, skal þetta tekið fram. Magnús Kjartansson hringdi til mín á Sólvang á björtum vordegi 1981 og var það mikil nýlunda. Erindi hans var að ræða um mögu- leika á vistrými að Sólvangi fyrir tengdamóður sína. Ég gaf honum upplýsingar um hvernig standa skyldi að þeim mál- um svo að bestur árangur gæti náðst. Að því atriði afgreiddu þá spyr Magnús mig um, hvort ég hafi lesið siðustu skáldverk Stefáns Júlíussonar. Ég kvað nei við þeirri spurningu en kvaðst mundi gera það þegar betra tóm gæfist til lestrar. Þá greinir Magnús mér frá því, að hann hafi nýlesið skáldverk eftir nefndan Stefán, er líta mætti svo á að fjallaði meðal annars um föður sinn, Kjartan Ólafsson. Féllu orð Magnúsar á þá lund, að ljóst var að hann var lítt hrifinn af skáldverki þessu og færði rök fyrir máli sínu og gaf því sérstaka einkunn. Þar sem ég hafði ekki lesið skáld- verk þetta gat ég ekki lagt neitt til málanna. Vanþóknun Magnúsar mun, því að fengnum upplýsingum frá þér, hafa átt rót að rekja til I. bindis í þessu sérstaka ritverki Stefáns og er ekkert við því að segja frá minni hálfu. Bækurnar allar þrjár las ég svo um áramótin 1985-1986. Á útgáfu- tíma þeirra einblíndi ég ekki. Svo segir mér hugur um eftir þá yfir- ferð, að hefði Magnúsi enst aldur til að lesa þessi bindi öll hefði honum sennilega lítt létt í skapi við þann lestur. Á það skal fallist að réttara kynni að hafa verið og sýnt meiri vísinda- mennsku að taka það fram, að um- mæli Magnúsar hefðu átt rót að rekja til lesturs hans á I. bindi skáldverksins, en það hefði aðeins orðið til að lengja viðtalið í Fjarðar- fréttum. Mjög skömmu eftir viðtal mitt við Magnús barst mér fregnin um andlát hans. Við það grópaðist sím- tal þetta glöggt í minni og varir þar enn. Jafnvel leit ég svo til að Magnús hefði ekki verið því and- snúinn að neikvætt viðhorf hans gagnvart þessu skáldverki kæmist á framfæri. En í leiðinni: Má ekki með réttu segja að of lítið fari fyrir skráðum frásögnum af þeim fjóru stóru, er réðu ríkjum í Alþýðu- flokknum í Hafnarfirði og málum þar í bæ hér á árum áður. Liggja þeir ekki að vissu leyti óbættir hjá garði á þeim vettvangi. Væri nú ekki athugandi að fara þess á leit við fræðimanninn og frásegjandann, Stefán Júlíusson í Hafnarfirði að hann skrifaði fræðilega frásögn um persónuleika þeirra, líf, starf og áhrif. Hann hefur alla burðina til þess ef hann mætti vera að því. Með bestu nýjársóskum. Þær drepa engan. Virðingarfyllst Eiríkur Pálsson. AFGREIÐSLCISTARF Bóka- og ritfangaverslun óskar eftir starfskrafti frá kl. 13 til 18. Verslunin er staðsett á Laugavegi 178. Einhver enskukunnátta æskileg. Leitum að hressum og röskum starfskrafti. Umsóknir sendist í pósthólf 125, Garðabæ. Æfingar standa yfir á barnaleikritinu Emil í Kattholti. Fimm ár liðin frá því að Leikfélag Hafnarfjarðar var endurvakið. Um þessar mundir eru fimm ár liðin frá því að Leikfélag Hafnar- fjarðar var endurvakið eftir langt hlé. Á þessum tíma hafa ellefu verk verið sviðsett, nú síðast gamanleik- urinn Spanskflugan sem var sýnd í október sl. Sýningar á Spanskflug- unni urðu fjórtán og verkið hlaut ágætar viðtökur. Um miðjan janúar hófst að full- um krafti undirbúningur fyrir næstu leiksýningu Leikfélags Hafn- arfjarðar. Það er uppfærsla á barnaleikritinu Emil í Kattholti eftir sænska barnabókahöfundinn Astrid Lindgren. Vilborg Dag- bjartsdóttir hefur þýtt leikritið sér- staklega fyrir Leikfélag Hafnar- fjarðar en hún hefur einnig þýtt þær bækur sem gefnar hafa verið út hér um Emil í Kattholti. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur ráðið Viðar Eggertsson, leikstjóra að verkinu en hann leikstýrði einnig leikritinu Fúsa froskagleypi sem leikfélagið sýndi 1985. Sýningin á Emil i Kattholti verður nokkuð viðamikil. Um 15 til 20 leikarar taka þátt í henni auk lítillar hljómsveit- ar. Frumsýning er áætluð í byrjun mars og verða sýningar um helgar. Þeir sem áhuga hafa á að ganga í Leikfélag Hafnarfjarðar ættu að notfæra sér tækifærið nú því enn má bæta við í aukahlutverk í sýn- ingunni og alltaf eru nægileg verk- efni við undirbúning. Að lokum má geta þess að sími leikfélagsins er 50184 og áhugasamir geta slegið á þráðinn. Ofsaakstur á nýju Reykjanes- brautinni. Hafnfirðingur ók á 189 km hraða. Það er ekki auðvelt að gera sér í hugarlund hvað hann var að hugsa Hafnfirðingurinn ungi sem brá sér í bíltúr sunnudaginn 31. janúar eða fyrir hálfri annarri viku. Vera má að hann hafi horft á of margar bíó- myndir þar sem kvikmyndatækni er beitt til að framkalla mikinn hrað- akstur og hafi viljað sýna félögum sínum, sem sátu i bílnum hjá hon- um, að þetta væri auðvelt að gera á venjulegum umferðagötum hér í nágrenninu. Þeir voru þó svo heppnir að verða á vegi Hafnar- fjarðarlögreglunnar á nýju Reykja- nesbrautinni, sem mældi hraða bíls unga mannsins. Talan 189 kom á radar lögreglunnar og mun þetta vera mesti hraði sem mælst hefur hjá íslenskum bifreiðastjóra frá upphafi bílaaldar. Á þessum hraða tókst ökumanninum að flýja undan lögreglunni sem vissulega átti brýnt erindi við hann. Skráningarnúmer bílsins náðist og var ökumaðurinn heimsóttur þar sem hann varð að viðurkenna verknað sinn og af- henda ökuskírteini sitt til langrar geymslu. Bifreið mannsins er af gerðinni Datsun ZXT túrbó og mjög kraftmikil en var á lélegum hjólbörðum og var annar framhjól- barði hennar svo til uppslitinn. Það þarf ekki mörgum blöðum að fletta um afleiðingarnar hefði hann sprungið á þeim hraða sem bíllinn mældist á. Að sögn lögreglunnar eru alltaf töluverð brögð að þvi að ökumenn fái einhverja ofurmennis- tilfinningu þegar þeir eru sestir undir stýri og verði þá bæði sjálfum sér og ekki síður öðrum vegfarend- um stórhættulegir. Þessi ökuferð hefði þó verið það svæsnasta sem þeir hefðu frétt af. Lögreglumaðurinn sem blm. Fjarðarpóstsins ræddi við taldi að burtséð frá atvikum á borð við þetta, þar sem engin vitglóra væri á ferðinni, væri alltaf mikið um að ökumenn gleymdu allri tillitssemi. Það væri ruðst áfram með frekju og ekki hugsað um annað en komast sem fyrst á áætlaðan stað. Það væri ekki hugsað út í að oftast spöruðu þessi læti engan tíma en sköpuðu jafnan mikla slysahættu í umferð- inni.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.