Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN „Mér finnst rosalega gaman að syngja“ - segir ívar Helgason, sem fer með titilhlutverkið í „Litla sótaranum“ Fyrir skömmu hóf íslenska óper- an sýningar á barnaóperunni „Litli sótarinn" eftir Benjamin Britten. í aðalhlutverkunum eru bæði börn og fullorðnir, en í titilhlutverkinu er 11 ára gamall hafnfirskur drengur, ívar Helgason. ívar brást vel við þegar hann var beðinn um viðtal í Fjarðarpóstinn, og einn góðan veð- urdag í síðustu viku var hann kró- aður af í frímínútum í Öldutúns- skóla, þar sem hann stundar nám i 5. bekk. Hvað réði því að þú varst valinrt í þetta hlutverk, ívar? Söngstjórinn minn í Öldutúns- skólakórnum, Egill Friðleifsson, benti á mig, og eftir margar prufur var ég vaiinn í hlutverk litla sótar- ans ásamt Þorleifi Arnarssyni, en við skiptumst á um að syngja hlut- verkið. I fyrstu prufunni voru margir reyndir, en smátt og smátt minnkaði hópurinn, og loks vorum við Þorleifur einir eftir. Hvað koma margir söngvarar þarna fram? Við krakkarnir erum 12 samtals, en skiptumst á, þannig að í hverri sýningu eru 6 krakkar. Hlutverk fullorðinna eru 5, og í þeim eru þekktir óperusöngvarar, m.a. Hrönn Hafliðadóttir, Elísabet Erlingsdóttir og John Speight. Jón Stefánsson er söngstjóri og Þór- hildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Er ekki hlutverkið feiknalega erfitt? Jú, það er mjög erfitt, enda er ég mestallan tímann á sviðinu. Við æfðum i marga mánuði og þurftum strax að læra lögin og textana til að geta einbeitt okkur við leikinn. En þetta er svo skemmtilegt að erfiðið gleymist. Um hvað fjallar „Litli sótarinn“? Sýningin skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn er nokkurs konar kennsla í sviðsetningu á óperu og þá fá áhorfendur að læra nokkur lög sem þeir syngja með í sýning- unni. Síðari hlutinn er svo óperan sjálf, um litla sótarann Bjart, sem er neyddur til að fara að vinna fyrir sér og pabba sínum, sem er bláfá- tækur og hefur auk þess orðið fyrir slysi. Sótararnir sem ráða yfir hon- um eru vondir við hann og láta hann vinna erfiðustu verkin. Einu sinni festist hann í strompi, en krakkarnir á heimilinu og barn- fóstran þeirra hjálpa honum og halda honum svo leyndum fyrir vondu sóturunum. Þetta fer svo allt vel að lokum. Hefur þátttakan í óperunni ekk- ert truflað þig við skólanámið? Ég heid að þetta hafi ekkert trufl- að námið. Söngurinn er mitt áhuga- mál og ég eyði í hann tómstundun- um í staðinn fyrir íþróttir eða eitt- hvað annað. Hvað finnst þér skemmtilegast að syngja? Mér finnst rosalega gaman að syngja, og mér er næstum alveg __________ •' jt.. Félagarnir Þorleifur Arnarson og ívar Helgason skiptast á í hlutverki Litla sótarans. sama hvað ég syng ef lögin eru fall- eg og skemmtileg. Lögin í „Litla sótaranum“ eru t.d. mjög skemmti- leg og líka þau sem við syngjum í Öldutúnsskólakórnum. Mest er gaman þegar margir syngja saman og ólíkar raddir blandast í söngn- um. Stundum raula ég líka popplög, þótt ég hlusti ekki mikið á svoleiðis tónlist. Ætlarðu að verða óperusöngvari þegar þú verður stór? Ég gæti vel hugsað mér það, en ég veit að það kostar mjög mikla vinnu og vilja, auk hæfileikanna. Það var mjög gaman að vara valinn í svona stórt hlutverk núna og kannski fæ ég fleiri tækifæri eftir þetta. Ég ætla að minnsta kosti að halda áfram að syngja og læra meira.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.