Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 11.02.1988, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN Ófremdar ástand á gæsluvellinum við Grænukinn. Eins og drullupollur með hænsnaneti, -segir móðir sem sendir barn sitt í gæslu þangað. Frásögnin sem hér birtist er höfð eftir móöur í Kinnunum sem þurft hefur að nota gæsluvöllinn. Einn fjölmennasti gæslu- völlur í Hafnarflrði er við Grænukinn. Milli þrjátíu og fjörutíu börn eru í gæslu á þessum velli á degi hverjum. Nokkrar konur sem starfa sem dagmæður búa í Kinnahverflnu og þurfa að notfæra sér gæsluvöllinn til að börnin geti notið nauðsyn- legrar útiveru. Tvær gæslu- konur starfa við völlinn og hafa rækt starf sitt af mikilli prýði miðað við þá starfs- aðstöðu sem þeim er boðið upp á. Ekki verður með sanni sagt að sú starfsaðstaða, útivistar og leikaðstaða sem bömum er nauðsynleg sé fyrir hendi á jessum gæsluvelli. Útivistar- svæðið er mjög lítið og þegar flest böm em þar í gæslu má líkja ástandinu við hænsna- byrgi. Bömin hafa enga aðstöðu til að leika sér, leiktæki á vellinum em yflr tuttugu ára gömul og mjög úr sér gengin. Þegar rignir er völlurinn eitt dmllusvað og þegar snjór er á jörð, eins og verið hefur síðustu daga em tröppur eini staðurinn sem bömin geta leikið sér með snjóþoturnar sínar. Húsakynni á gæslu- vellinum yrðu ekki viður- kennd sem nokkur manna- bústaður, hvað þá skýli fyrir böm þegar þau þurfa inn af leikvellinum t.d. íyrir sakir kulda eða rigninga. Skúrs- kríflið sem stendur þama er aðeins nokkrir fermetrar og salernisaðstaða er slík að gæslukonumar þurfa að girða upp um lítil börn í dyrunum eða jafnvel úti undir berum himni. Á síðasta ári var fyrirhugað að gerðar yrðu verulegar endur-bætur á gæslu- vellinum, meðal annars yrði húsnæðisaðstaðan endur- bætt. Nú hefur verið ákveðið að hætta við allar endur- bætur. Foreldrar bama, sem em í gæslu á vellinum hafa nú haflð söfnun undirskrífta til þess að knýja á um að þær umbætur sem fyrirhugaðar voru verði framkvæmdar. “Þetta er eins og drullupollur með hænsnaneti," var lýsing móður sem sendir bam sitt í gæslu þangað og ræddi hún um að drengurinn vildi ekki fara lengur í þessa kös. Það er nauðsynlegt að bæjaryflrvöld taki foreldrum þessara bama vel og sýni skilning á málaleitan þeirra. Á sama tíma og umdeildum mil- jónum er varið til byggingar aðstöðu fyrir unglinga má ekki gleyma yngstu aldurs- hópunum. Þeir mega ekki biða í áratug, þar til þeir kom- ast á fermingaraldurinn, með að búa við mannsæmandi aðstöðu. Eftir ferð á gæsluvöllinn við Grænukinn var blm. Fjarðar- póstsins sannfærður um að umbætur á þessari mjög svo nauðsynlegu aðstöðu mega ekki dragast og fáránlegt sé að ætla að hætta við áður fyrirhugaðar framkvæmdir. (Rétt er að benda á að í síðasta tbl. kom fram að 900.000 eru ætlaðar í fjárhagsáætlun til húss á Grænu- kinnarvöllinn). VÍÐISTAÐASÓKN Starf kirkjuvarðar í Víðistaðakirkju cr laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar. Upplýsingar gefur sóknarprestur. v_____________________________/ Penslaverksmiðjan hf. vill ráða starfsfólk. Hálfsdagsstörf koma til greina. Upplýsingar í verksmiðjunni Trönuhrauni 9. ÍBÚÐ ÓSKAST Þrjú ungmenni óska eftir 2ja til 3ja herbergja íbúö. Öll bindindisfólk meö þaö markmið aö koma sér áfram í lífinu. Öruggum greiðslum heitið. Uppl. í síma 652367 eftir kl. 19 - Barbara.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.