Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 9
FJARÐARPÓSTURINN 9 fæ ég ákveðinn fjölda af verkefnum sem ég þarf að leysa og til þess tiltekinn tíma. Þegar ég hef lokið verkefninu er það hengt upp og kennarinn gefur sína krítík og loks einkunn. Verkefnin eru vita- skuld misjafnlega erflð en engu að síður er ég mjög sáttur við þetta fyrirkomuiag ákennslunni. Þaðerflðastaviðverkefnið hverju sinni og það sem í raun allt byggist á, er að fá sniðugar hugmyndir og útfæra þær. Stundum getur tekið heila viku að fá góða hugdettu og oft er hrein- lega best að fá sér nokkra bjóra og setjast síðan íyrir framan teikniborðið. „Allt svo stórt í Amerlku" Nemendur í skólanum eru u.þ.b. 26 þúsund og skólalóðin sjálf er eins og lítið þorp og það kemur fáum á óvart, enda er allt svo stórt í Ameríku. Skólinn er rekinn af fylkinu og ég held að það sé hægt að læra þama allt sem mönnum dettur í hug t.d. Dýragarðsfræði ef þvi er aðskipta. BaraListadeildinerí húsnæði á við Flensborgarskóla og húsnæði Viðskiptadeildarinnar er á við allt kennslurými háskólans hér heima. Þessar deildir, ásamt Fjölmiðladeildinni em vel viðurkenndar enda hefur skólinn mjög gott orð á sér. Einnig vil ég aðeins minnast á Eðlis- og Efnafræðideildimar en þær njóta örugglega góðs af stað- setningu skólans, þvi eins og við vitum er hátækni tölvuiðnaðarins í heiminum staðsett í Silikon-dalnum. Hér em líka höfuðstöðvar NASA geimvarnarpró- grammsins og Lookheed verksmiðjanna. „Það er allt I lagl að láta sig dreyma" San Jose er kannski ekki beint fyrir augað og borgin var I raun búin að fá dálítið slæmt orð á sig, enda skar Reagan forseti niður fjárframlög til félagslegrar starfsemi og mikið af fólkl sem minna má sin í þjóðfélaginu, var hreint og beint ráfandi um stræti og torg. Háskólinn er í miðbænum og í kringum hann er mjög snyrtilegt en annars staðar í umhverfinu er víða pottur brotinn. Núna er reyndar verið að vinna að miklu átaki í fegmnar- málum. Tré em gróðursett og fleira í þeim dúr og er ráðgert að þessi an- dlitslyfting kosti fleiri miljónir dollara en að henni lokinni ætti að verða ðrlítið fallegra um að litast. San Jose er ekki eins og flestar amerískar stórborgir, því þaremengirskýjakljúfaraðráði. Land- slagið er hálfgerð flatneskja enda er allt byggt útá við ef svo má segja. Nokkurs konar breiða af tveggja og þriggja hæða húsum. Borgin, sem er flmmtánda stærsta borgin í Bandaríkjunum, er ekki láglaunasvæði, heldur þvert á móti. Tölvuiðnaður er mjög mikill og mikið um bíla- og þotuverksmiðjur. Svo er líka stutt á ströndina og ekki spillir það fyrir. Maður er u.þ.b. 20 mínútur að keyra á ströndina og ef þú vilt fara á skíði, er 3- 4 tíma keyrsla í Klettafjöllin en það er ekkl þar með sagt að fátækir námsmenn geti leyft sér það. En það er allt í lagi að láta sig dreyma" „Is it fúrther away than Ohio ?" íslendingurinn er ferlega lokaður, þungur en samt er hann einlægari en Kaninn sem virkar ferlega yfirborðs- kenndur og talar mikið um ekki neitt og segir aö aldrei sé neitt mál að gera manni greiða en þegar maður þarf á því að halda, þá er Kaninn upptekinn. En Kaninn er ekki bara yfirborðskenndur, heldur lika ferlega illa upplýstur um það sem er að ske í heiminum. Þeir eru í Ameriku og hún er númer 1, 2 og 3 og þeir sjá ekki einu sinni yfir sjón- deildarhringinn. Og ég get sagt þér mörg dæmi um fáfræði þeirra. T.d. var einn skólafélagi minn sem spurði mig eftirfar- andi spumingar, þegar ég sagði honum aðégværi frá íslandi. ,,Is itfurtheraway than Ohio ?!" Og annar sem var ekki hótinu betri, spurði mig þessarar spum- ingar. „How long time does it take to drive there ?!" Og þegar leiðtoga-fun- durinn var heima hélt ég að þeir fylgdust nú örlítið með en það var öðm nær. Meira að segja kennaramir minir höfðu ekki hugmynd um það sem var að ske í heimsmálunum. Þetta kemur kannski ekki á óvart þegar haft er í huga að meirihluti bandarísku þjóðarinnar veit ekki hver Gorbachev er, a.m.k. var Inga og Jóni Erling skýrt frá því í Stjómmálaáfanga, sem þeir tóku en þessi vitneskja varð kunnug eftir elnhveija skoðanakönnun í Banda- ríkjunum. „Mætti stundum krökkum að reykja hass" Glæpatíðni í San Jose er ekkert meiri heldur en gengur og gerist, miðað við aðrar borgir í Bandaríkjunum. Það er ekkert hættulegt að labba úti á kvöldin ef þú ert karlmaður en ef þú ert kvenmaður er svo sem ekkert mælt með því heldur. Á síðasta ári bjuggum við i miðbænum og allt í kringum okkur vom svokölluð „halfway" hús en þau em ætluð afbro- taunglingum og þessir krakkar em settir þar á meðan þau em að aðlagast þjóðfélaginu á nýjan leik. Og af þessum ástæðum var lögreglan töluvert mikið á ferli í nágrenninu en þetta gekk nú allt samt mjög vel. Það var í mesta lagi að maður mætti stundum krökkum að reykja hass úti mslatunna. „Ekkert verið ryksugað eða skúrað" Við emm áskrifendur að þriðju- dagsblaði Moggans og fáum það í hendur 5-7 dögum eftir útgáfudag og þá er blaðið lesið upp til agna, sérstaklega íþróttasíðan. EinnlgkemurFjarðarpóst- urinn annan hvem mánuð og að auki fáum við sendan mat að heiman annað slagið, harðflsk og þess háttar, þannig að við emm ágætlega I sveit settir. Það er einna helst að við söknum fallegra stúlkna, en ekki orð um það meir. Sambúðin hjá okkur hefur gengið alveg þokkalega og engir meiriháttar árekstrar orðið, það er einna helst þegar þarf að vaska upp en við emm búnir að leysa það vandamál. Við skiptumst einfaldlega á aðvaska upp ogþað ergertþegarvaskur- inn er orðinn stútfullur, a.m.k. vill það brenna við að ekkert er gert í uppvaskinu fyrr en allt leirtau í húsinu er orðið óhreint. Þannigaðþaðmákannskisegja að við séum ekkert alltof duglegir við heimilsstörfln en við vomm reyndar svo heppnir að erfa borðbúnaö frá íslendin- gum sem luku námi síðastliðið vor, þannig að nú er hægt að komast hjá uppvaski í heila viku. Ég veit nú ekki hversu lengi þetta ástand mun vara en það hlýtur að koma að því að við fáum okkur plastborðbúnað, fyrr en seinna. Hvað varðar önnur þrif er nú sennilega best að segja sem minnst um það. Ef ég man rétt hefur ekkert verið ryksugað eða skúrað í íbúðinni síðan í ágúst en þú mátt alveg segja að við göngum snyrtilega um! „Geymslustaður fyrir imgt fólk" Ég ætlaði alltaf að verða liffræðingur, alveg frá því ég man eftir mér. Ég var á Náttúrufræðibraut í Flensborg enda hefur líffræðin alltaf blundað í mér og gerir enn. Strákamir em alveg að verða vitlausir á mér á köflum, því ég vil alltaf horfa á fræðslu- eða dýralífsmyndir þegar þeir vilja horfa á einhverjar sápuópemr. En áhuginn á teikningu hefur líka alltaf verið fyrir hendi en mér datt aldrei í hug að leggja hana fyrir mig, hér á ámm áður. En svo ég minnist nú aðeins á Flensborg aftur, þá hefur námið mitt þar komið mér að frekar litlu haldi í San Jose, það er einna helst að stærðfræðiáfangamir séu metnir enda er ég á þeirri skoðun að Flensborg sé að vissu leyti geymslustaður fyrir ungt fólk sem hefur ekki gert upp við sjálft sig sína eigin framtíð. Þ.e.a.s. fjöldi fólks lýkur stúdentsprófl en fer síðan útí allt aðra sálma og alls óskylda sinni grunnmenntun. .Áðalatriðið er að hafa gaman af liflnu" Þegar náml minu lýkur í San Jose sný ég heim aftur enda gæti ég aldrei hugsað mér að setjast að úti til frambúðar. Ég væri kannski til í að prófa að vinna úti í 2-3 ár en ég kæmi alltaf heim, fyrr eða seinna. Þegar ég kem heim ætla ég að vinna i minu fagl og ég veit að það verður ekkert mál að fá vinnu og þetta er vel borguðvinnaheima. Enaðalatriðiðerað hafa gaman af líflnu á meðan maður er ungur og ólofaður og eftir nám væri gaman að geta farið og ferðast um heim- inn. Óskastaðurinn í þeim efnum er Grikkland og þá væri gaman að geta dvalist á einhverri óspjallaðri eyju undan ströndum þess lands. En í framtíðinni stefnir maður auðvitað á sjálfstæðan rekstur. VIÐTAL; GUNNAR R. SVEINBJÖRNSSON

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.