Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Unglingar með leiksýningar í Bæjarbíó. Dagana 10. og 11. febrúar héldu nem- endur úr Lækjarskóla, Víðistaðaskóla og Öldutúnsskóla leiksýningar í Bæjarbió í samvinnu við Æskulýðsráð Hafnar- íjarðar. Sýningar þessar byggðust upp á stuttum leikatriðum þar sem höfðað var til heims unglinga. Atburðir í leikþáttunum áttu að túlka atburði úr lifl unglinga, áhugamál þeirra og þann heim sem hver og einn gegnur i gegn um á æskuskeiði þótt með mismunandi móti sé. Flest atriðin snertu á einhvern hátt þau timamót í lífi unglinga þegar strákar og stelpur fara að gefa hvort öðru gaum. Það er ekki í sjálfu sér óeðlilegt viðfangsefni krakka sem eru á þessum aldri. Atriðin báru það með sér að vera unnin af krökkunum sjálfum og þótt mörg þeirra reyndu að gera sitt besta hefði leikstjóm mátt vera í fastari skorðum. Einnig hefðu flest atriðin mátt vera markvissari. Það var eins og botninn dytti úr sumum þeirra þrátt fyrir nokkuð góðar byrjanir á köflum. Sem dæmi um slikt má nefna annað atriðið á sýningunni, “partý" atriðið frá Viðistaðaskóla. Það byijaði vel, sýndi þær aðstæður þegar unglingamir em að flnna sér samastað til að hittast, koma saman og skemmta sér kvöldstund. Undirbúningur “partýsins" var nokkuð góður en þegar koma að því sem ætla mætti að átt hefði að vera meginhluti leikþáttarinns nánast hvarf hann af sviðinu. Það var ekkert eftir. Það var ekkert sýnt hvemig unglingar skemmta sér í slikum samkvæmum ekkert sýnt inn í hugarheim þeirra, hvað þá vandamál. Þetta hefði verið hægt að laga ef leikstjóri hefði unnið meira með þeim og handritinu lokið. Það var eins og vantaði einhverjar blaðsíður aftan á það. Látbrasgðsleikur krakka úr Lista og menningarfélagi sama skóla við ljóðið um Bleika fílinn var hins vegar mikið betur heppnað atriði. Mörg krakkanna sjmdu nokkur tilþrif á sviðinu og búningar féllu vel að því efni sem verið var að flytja. Þótt vissulega hefði mátt vanda þessa dagskrá betur, er undirbúningur og uppfærsla skemmtunar sem þessarar gott framtak hjá hafnflrskum unglingum og ekki síður Æskulýðsráði bæjarins að koma þessu til framkvæmda. Nokkuð skyggði á þessa sýningu að erfltt var að fá sýningargesti, sem flestir voru af sömu kynslóð og leikendur, til að hafa hljóð í salnum á meðan sýningu stóð. Það verður þó að segja þeim til málsbóta að mikil stemming ríkti og áhugi fyrir því sem fram fór þótt andrúmsloftið minnti stundum meira á iþróttakappleik en leikhússýningu. + VIÐISTAÐAKIRKJA Barnaguðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11.00 Guðsþjónusta að Hrafnistu kl. 14.00 Sigurður Helgi Guðmundsson HAFNARFJARÐARKIRKJA Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Fjarðarseli. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.00 GunnþórIngason FRIKIRKJAN Barna og fjölskyldusamkoma kl. 11.00' Biblíulestur í kirkjunni miðvikudagskvöld kl. 20.00 Einar Eyjólfsson Hjúkrunarheimiliö Sólvangur Hafnarfiröi auglýsir eftir starfsfólki í eftirtaldar stööur nú þegar eöa eftir samkomulagi k Stööur starfsfólks viö ræstingu — hlutastörf k Stööur sjúkraliöa — fullt starf — hlutastarf k Stööur starfsfólks viö aðhlynningu — fullt starf — hlutastarf Nánari upplýsingar gefur hjúkrunar- forstjóri í síma 50281 HJÚKRUNARHEIMIUÐ SÓLVANCUR HAFNARFIRÐI

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.