Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 18.02.1988, Blaðsíða 14
14 FJARÐARPÓSTURINN Gvendur gaflari skrifar: Á ÖNGSTRÆTUM ÞRENGSLA Umferðarþungi milli Hafnarfjarðarog Reykjavíkurhefuraukist gífurlega. Hafnfirðingar þurfa að sækja margskonar þjónustu til höfuðborgarinnar. Bilaeignin hefur aukist og flestir kjósa að fara á sinum eigin bil meðan strætisvagnarnir aka hálf-tómir á milli bæja. Þó að það hafi verið mikill léttir á umferðinni þegar nýja braut- in við Vifilsstaði og í Breiðholt varopnuð, þáer Ijóst að stækkun bílaflotans er það mikil að það virðist ekki veita af báðum þess- um brautum. Sérstaklega er örtröðin mikil á föstudögum en þá eru oftast samfelldar bílaraðir á báðum brautum. Þó að gera verði ráð fyrir að bílaeignin vaxi hægar i nánustu framtíð þá vaknar sú spurn- ing hvort ekki þurfi þegar að fara að gera ráð fyrir að bæta sam- göngurnar enn frekar. Annaðhvort verður að fjölga akreinum á þeim brautum sem fyrir eru eða fjölga um eina samgönguæð. Það er Ijóst að tímanlega verður að hefja undirbúning að lagn- ingu nýrrar brautar eða breikkunar á þeim eldri. Líklega hefur umferðin á milli bæjanna aukist miklu meira en fróðirmenn reiknuðu meðog því brýnnaað hefja undirbúning að lagfæringum en ella. Það er ekki hægt að ræða svo um samgöngur á milli bæjanna að ekki sé minnst á umferðina sjálfa. Hún er óþarflega glæfra- leg. Það er of oft að einhverjir þurfa að „troðast" áfram i umferð- inni. Það skortir þolinmæði og margir virðast vera á síðasta snúningi eins og það er nefnt. Þegar umferðin virðist hvað erf- iðust eru alltaf einhverjir sem eru i tfmaþröng og aka í þvögunni eins og skíðamenn í stórsvigi. Þeir aka á milli akreina og á milli bílaeins og Iffið eigi að leysa. Það virðast margirteflaá tæpasta vað f umferðinni. Okkar daglega Iff er orðið háð bílunum og við hreyfum okkur helst ekki spönn frá rassi nema á bfl. Margir tala um þetta af vandlætingu. Áðurfyrrvarsagt að hesturinn væri þarfasti þjónn- inn en nú hefur bíllinn tekið við. Margirtala um bflinn af vandlæt- ingu, þennan hest nútlmamannsins, og kalla hann jafnvel blikk- belju og þáauðvitað f niðrandi merkingu. En bíllinn erokkuralla- vega þarfur f daglegu amstri hvort sem við líkjum honum við hestinn eða beljuna. En það er vandi að hemja þennan grip og meðhöndla hann af hófsemi og það er nauðsynlegt að flýta sér hægt í vaxandi umferð. Ég erekki frá þvf að sfðari hlutasíðastaárs, þegar hrað-akstur varmjögtil umræðuog rættvarum þaðað ökugikkirværu gjarn- an haldnir kynferðislegri ófullnægju eða ættu við vandamál að stríða af þvf tagi, þá held ég að umferðin hafi lagast á tímabiii, samfara áróðri fyrir bættri umferð. Enginn vildi láta svoleiðis vandamál á sér sannast. Nú virðast þessi vandamál og kynferðislegt ástand ökuþóra gleymt og umferðin er aftur komin á hástig glannaskapar og ákafa. Ökuleiðir á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur eru varasamar og þröngarog ærin ástæðatil að hvetjatil þolinmæði og sáttvísi þeirra sem ekki eiga við nein vandamál að stríða í félagslegu umhverfi, sáttir við streitu og kynferðisleg vandamál og baráttu við klukkuna. Einu sinni var sagt í umferðar-áróðri að fólk skyldi aka meö bros á vör. Það er enn f fullu gildi. Gvendur gaflari íþróttasvæðið í Kaplakrika: Búningsaðstaða í stúku byggingunni tilbúin í vor! Allt bendir nú til þess að hin nýja búningsaðstaða í stúkubyggingunni við knattspyrnuvöllinn í Kapla- krika verði tilbúin til notkunar fyrir vorið. Fyrir áramót var fundarher- bergi i byggingunni tekið í notkun og framundan er að reka smiðs- höggið á hluta búningsaðstöðunn- ar, aðstöðu vallarstarfsfólks og þjálfara. Þá má segja að um 2/3 hlutar hæðarinnar undir stúkunni séu tilbúnir til notkunar, en hún er samtals um 450 fermetrar. Stærstur hluti hæðarinnar fullfrágenginnar fer í búningsaðstöðu, enda er gert ráð fyrir að hún þjóni einnig vænt- anlegu íþróttahúsi á svæðinu. Þarna verða 5 rúmgóð búningsher- bergi með góðri baðaðstöðu, þar af eitt sem kemur til með að henta sér- staklega fötluðum. Á hæðinni fyrir ofan, bak við stúkuþrepin, er einnig allgott hús- rými. Þar er gert ráð fyrir setustofu, geymslum, hreinlætisaðstöðu fyrir áhorfendur og aðstöðu til veitinga- sölu. í þessum hluta byggingarinn- ar er fyrirhugað að koma litlum fundasal f notkun strax í vor. í framtíðinni er reiknað með við- byggingu við stúkuna, þar sem komið verður upp myndarlegri fé- lagsaðstöðu, litlum æfingasal o.fl. Að sögn Bergþórs Jónssonar, formanns FH, hefur verið unnið við þessar framkvæmdir í skorpum síðustu misserin, og tiltækt fjár- magn að mestu látið ráða fram- kvæmdahraðanum. „Við forðumst það í lengstu lög að safna skuldum. Um þessar mundir erum við með hreint borð hvað skuldir varðar, eigum meira að segja stóra fjárupphæð inni hjá rík- inu. Við ætlum ekki að láta standa á okkur þegar kemur að fjármögn- un nýja íþróttahússins, en í þvi dæmi verður okkar hlutur 20%, en bærinn og ríkið sjá um 40% hvor aðiliþ sagði Bergþór. Það má því með sanni segja að það ríkir framkvæmdagleði í her- búðum FH-inga, enda er í Kapla- krikanum smátt og smátt að verða til eitt skemmtilegasta íþróttasvæði landsins. ierai

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.