Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Qupperneq 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Vígsla Víðistaðakirkju sunnudaginn 28. febrúar. Kirkja síðast vígð í Hafnarfirði 1914. Merkum og langþráðum kirkju- legum áfanga verður náð nk. sunnudag kl. 14. Þá mun biskup ís- lands, Herra Pétur Sigurgeirsson, vígja Víðistaðakirkju. Víðistaðasöfnuður getur ekki talist kominn til ára sinna, því hann var stofnaður 1977. Frá upphafi hefur sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson verið þjónandi prestur í Víðistaðasókn. Sigurður lauk guð- fræðiprófi 1970 og var veitt Reyk- hólaprestakall um haustið sama ár. Árið 1972 vígðist Sigurður til Eski- fjarðarprestakalls og var þar til vors 1977 er hann vígðist til Hafnar- fjarðar, nánar tiltekið til Víðistaða- sóknar. Öll árin sem Sigurður hefur þjónað í Hafnarfirði hefur messu- hald farið fram að Hrafnistu. Hann hefur því mjög tengst öldrunarmál- um og starfað mikið á þeim vett- vangi. Frá 1978 hefur Sigurður ver- ið í stjórn Ellimálasambands Norð- urlanda. Hann hefur verið formað- ur Öldrunarráðs íslands frá stofn- un þess, setið í samstarfsnefnd um málefni aldraðra frá 1982 og var formaður þingkjörinnar nefndar sem skipulagði „ár aldraðra“ 1982. Af hálfu kirkjunnar tók Sigurður síðan þátt í undirbúningi og bygg- ingu Umönnunar- og hjúkrunar- heirnilisins Skjóls við Kleppsveg í Reykjavík, sem nýlega er tekið til starfa.“ Við spyrjum Sigurð fyrst hvenœr farið varað huga að byggingu Víði- staðakirkju. „Það var að sjálfsögðu frá upp- hafi Ijóst að byggja þyrfti kirkju í Víðistaðasókn. Sóknin var stofnuð 1. janúar 1977 og þá þegar var farið að ræða byggingu kirkjunnar. Sótt var fljótlega um lóð fyrir kirkju og það tók alllangan tíma að fá hana. Ýmsir staðir komu sjálfsagt til greina en niðurstaðan varð sú að okkur var veitt lóð í landi Víði- staða. Fyrsta skólfustungan var síðan tekin sumardaginn fyrsta 1981 en framkvæmdir hófust ekki fyrir al- vöru fyrr en undir áramót það ár. Það má því segja að það sem nú er komið hefur tekið rösk sex ár. Hins vegar þætti það ekki gott til af- spurnar ef fjölmennt skólahverfi hefði ekki í neinn skóla að venda í tíu ár. En miðað við kirkjubygging- ar almennt hlýtur sá tími sem kirkjubyggingin hefur tekið að telj- ast vel viðunandií* Nú telst Víðistaðasöfnuður all stór. Hefur ekki verið erfitt að vera án kirkju þennan tíma? „Alls eru um 6000 manns í Víði- staðasöfnuði og við höfum víða þurft að leita með aðstöðu. Það er því ljóst að þetta aðstöðuleysi hefur verið mjög erfitt fyrir jafn fjöl- mennan söfnuð" Telst Víðistaðakirkja stór bygging? „Þetta er ekki stór kirkja og frek- ar í minna lagi ef eitthvað er. Hún gerir ekki meira en að rúma nauð- synlegt safnaðarstarf. Hins vegar er hún þannig hönnuð að hægt er að samnýta rými mjög vel. Vel sést til altaris frá nær öllum stöðum í kirkjunni. Hægt er að stækka kirkjuskipið með því að opna hlið- arsali. Kirkjuskipið rúmar um 350 sæti og með því að opna hliðarsal- ina má koma fyrir rúmlega 200 í viðbót. Þá er einnig rými á svölum. í hugum margra er kirkja fyrst og fremst salarkynni, þar sem guðs- þjóiiusta fer fram. En safnaðarstarf nær til margra þátta. Má þar nefna barna og unglingastarf, trúnema- fræðslu, þjónusta við aldraða, al- mennt félagsstarf í söfnuði og tón- leikahald af ýmsum toga. Við höf- um því einnig lagt á það mikla áherslu að hljómburður verði þarna eins og best gerist og okkur virðist hafa tekist að ná því markmiði. Þeir sem vel þekkja til hljómburðar hafa lokið upp einum rómi um hljóm- gæðin. Það má því búast við að kirkjan verði mjög eftirsótt til tón- listarhalds af ýmsum toga. Það hef- ur því tekist að byggja hús með framúrskarandi góðum hljómburði og slík hús eru ekki mörg hérlendis" Ef við snúum okkur þá að vígsl- unni. Þetta er mjög hátíðleg at- höfn. „Já, hún er það. Nú eru liðin um 74 ár'siðan síðast var vigð kirkja i Hafnarfirði. Fríkirkjan var líklega vígð 1913 og Hafnarfjarðarkirkja 1914. Hins vegar tók þá mun skemmri tíma en nú að byggja kirkju! Þess ber að geta að kapellur hafa verið vígðar, bæði við St. Jósefsspítala og að Hrafnistu og einnig greftrunarkapellan í kirkju- garðinum og að sjálfsögðu Karmel- klaustrið. Það sem fram fer á sunnudaginn er venjubundin kirkjuvígsla, þar sem biskup íslands, Herra Pétur Sigurgeirsson, vígir Víðistaða- kirkju og prédikar. Prófastur ásamt öðrum prestum aðstoða við athöfn- ina. Þarna verður mikill fjöldi sam- an kominn og má gera ráð fyrir að um 800 til lOOOmanns verði í kirkj- unni. Við gerum ráð fyrir að um 700 manns komist í sæti. Ég vona að sem allra flestir taki þátt í þessari hátíðarstund með okkur. Þetta verður einnig í fyrsta sinn sem menn geta litið kirkjuna augum eins og hún kemur til með að verða næstu árin. Þó freskumyndverk Baltasar hafi verið til sýnis um tíma sl. vor, eru aðstæður allt aðrar núna þegar innréttingu kirkjunnar er lokið. Að lokinni messu er boðið í kirkjukaffi sem gera má ráð fyrir að hefjist kl. 16. Verður það í íþrótta- húsi Víðistaðaskóla" Hefur ekki verið erfitt að fjár- magna kirkjubygginguna? „Jú, það hefur verið erfitt. Sókn- argjöldin hafa verið það lág, að þau hafa ekki skipt neinum sköpum. Þess vegna hefur verið reynt með alls konar ráðum öðrum að safna fé til byggingarinnar. Hins vegar stóð kirkjan þannig að þegar lokaátakið hófst á sl. ári, þá var hún skuldlaus. Það er fyrst þegar lokaátakið hófst að tekin hafa verið lán. Þess ber einnig að geta að nú þegar vígsla á sér stað er kirkjan nánast tilbúin. Það eru aðeins eftir loftsalir, sem ætlaðir eru fyrir unglingastarf, og það er ekki mikið mál að ljúka við þá einnig. Einnig vantar viðeigandi efni á gólfið, en öðru að heita má lokið. Þó bíður turninn seinni tíma!‘ Freskumyndverk Baltasar hefur tekist mjög vel. Er þetta ekki ein- stakt listaverk hérlendis? „Kirkjan er mjög fögur bygging og segja má að á ýmsan hátt sé hún mótuð að myndverkinu. Ég tel að sambærilegt listaverk eins og freska Baltasar sé ekki að finna nema suð- ur á Ítalíu og Spáni. Það er því ljóst að kirkjan hefur mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, sem gagngert koma til þess að líta listaverkið augum. Hvað er þér ofarlega í huga á þess- um tímamótum? „Méf er að sjálfsögðu ofarlega í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu er aðstoðað hafa okkur á alla lund. Má þar fyrst telja Hrafnistu í Hafn- arfirði, en þar hefur aðalmessu- staður safnaðarins verið hingað til. Hafnarfjarðarkirkja hefur veitt okkur ómetanlega aðstoð á einn og annan veg. Við höfum notið gest- risni í Víðistaðaskóla, Slysavarnar- húsinu og Fríkirkjan, Garðakirkja og Bessastaðakirkja hafa ósjaldan hlaupið undir bagga með húsnæði varðandi athafnir. Við sjáum á þessari upptalningu að starfið hef- ur verið afar dreift og hefur í raun farið fram á enn fleiri stöðum og oft erfitt að koma þessu heim og sam- an. Raunar hefur einnig orðið að fella sumt starf niður eða draga úr vegna húsnæðisleysis. Má þar nefna starf meðal þroskaheftra og unglingastarf. Þá eru þeir fjölmargir, bæði ein- staklingar og fyrirtæki sem lagt hafa kirkjubyggingunni lið með sjálfboðastarfi og stuðningi öðr- um. Eins hafa margir gefið kirkj- unni stórgjafirr í tilefni vígslunnar. Ógerningur er að telja hér upp alla þá sem komið hafa við sögu. Mjög mikið hefur mætt á sóknarnefnd og byggingarnefnd að hrinda þessu í framkvæmd. Ekki verður þó hjá því komist að nefna nöfn þeirra Einars S. M. Sveinssonar, formanns sóknarnefndar og Skúla Þórssonar, formanns byggingarnefndar. Þeirra starf er ærið að vöxtum.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.