Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Síða 8
8 FJARÐARPÓSTURINN Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar 1988 Rabbað við fjóra bæjarfulltrúa um nýsamþykkta fjárhagsáætlun Þriðjudaginn 16. febrúar sl. fór fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar lokaafgreiðsla fjárhagsáætlunar fyrir árið 1988. Að loknum löngum umræðum um hana, sem vöktu þó nokkra athygli meðal bæjarbúa þar sem útvarp Hafjarfjörður annaðist beina útsendingu úr fundasal bæj- arstjórnar, var áætlunin samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum, en 4 sátu hjá. Auk fulltrúa meirihlutaflokkanna, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags, greiddi fulltrúi Frjáls framboðs áætlunni atkvæði, en full- trúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. (Rétt er að geta þess að í umfjöllun Fjarðarpóstsins fyrir viku síðan var rangt farið með úrslit atkvæða- greiðslunnar, og leiðréttist það hér með). Fjarðarpósturinn bauð í morgunkaffi sl. laugardag fulltrúum frá þeim flokkum sem eiga aðild að bæjarstjórn, í þeim tilgangi að ræða helstu niðurstöður fjárhagsáætlunarinnar, og þekktust þeir allir boðið. Þeir sem sátu þennan morgunfund voru Jóna Ósk Guðjónsdóttir (Alþýðuflokki), Árni Grétar Finnsson (Sjálfstæðisflokki), Ólafur Proppé (Frjálsu framboði) og Magnús Jón Árnason (Alþýðu- bandalagi). Umræðurnar fóru fram í Gistiheimilinu Berg, og eftir að hafa gætt sér á veitingunum, svöruðu bæjarfulltrúarnir spurningum Fjarðarpóstsmanna. Sterk fjárhagsstaða Hvað finnst þér athyglisverðast í fjárhagsáætluninni? ÁRNI: Það sem mér finnst bera hvað hæst er hve miklir peningar eru til umráða, og hve mikil tekju- aukning er áætluð milli ára. Þessi tekjuaukning er einkum vegna hækkunar á fasteignagjöldum, sem við töldum raunar óþarfa, vegna þess að aðrar tekjur bæjarins eru að okkar mati vantaldar. ÓLAFUR: Fjárhagsáætlunin ber í heild sinni merki þess hve Hafnar- fjarðarbær stendur vel fjárhags- lega. Hér er hægt að leggja miklar fjárhæðir í stórar framkvæmdir, á sama tíma og sambærileg bæjarfé- lög eins og Akureyri og Kópavogur eiga ekki krónu til slíkra hluta. Það er örugglega leitun á jafn vel stæðu bæjarfélagi á landinu. Persónulega finnst mér hvað ánægjulegast að geta lagt þetta mikið til skólamálanna og þar hefði verið gaman að ganga jafnvel enn lengra, en e.t.v. er ekki raunhæft að gera ráð fyrir fleiri framkvæmdum, tímans vegna. JÓNA ÓSK: Mér finnst athyglis- verðast hve mörgum málaflokkum hefur tekist að gera viðunandi skil. Persónulega er ég mjög ánægð yfir því hve skólamálin bera mikið úr býtum, þótt lengi megi þar bæta úr, því ástand þeirra var orðið óviðun- andi. Þá er einnig myndarlega tekið á framkvæmdum við nýju sund- laugina og heilsugæsluna. Svo ég nefni fleiri einstaka þætti sem ég fagna persónulega, má benda á skipulegt átak sem nú verð- ur gert varðandi tannhirðu barna. Þar verður áhersla lögð á yngstu skólabörnin og þeim síðan fylgt eft- ir. Skýrslur segja okkur að ástandið sé afar slæmt, og þarna verður haf- ið fyrirbyggjandi starf. í byrjun verða veittar 345 þúsund krónur i þennan þátt. Matarþjónusta fyrir aldraða hefur mælst vel fyrir á síð- asta ári, og henni verður haldið áfram. Mér er einnig kært að sam- þykkt var að taka við Siggubænum svonefnda, sem Sigríður heitin Er- lendsdóttir ánafnaði bænum á sín- um tíma, og ráðstafað nokkru fé til endurbóta á honum. MAGNÚS: Mér finnst athyglis- verðast hve framkvæmdageta bæj- arins er mikil. Það er hægt að sinna mörgum verkefnum og okkur tekst að grípa á flestum þeim þáttum sem við vitum að mest brennur á í dag. Má þar nefna skólamálin, sund- laugina, heilsugæsluna og marga aðra málaflokka. Það hlýtur að vekja mikla athygli að í þessari áætlun er unnt að nýta um 30% til- tæks fjármagns til nýbygginga og eignabreytinga. Hvaða mál voru á óskalistanum? Hvaða málefni lagði þinn flokk- ur mesta áherslu á við gerð fjár- hagsáætlunarinnar? L r Isvý , i & ÓLAFUR: Okkur fannst mikil- verðast að skoða hlutina í því póli- tíska samhengi sem nú ríkir og ég bar því upp tillögur sem líklegt var að meirihlutinn tæki til greina. Reyndar tel ég allan tillöguflutning bæjarfulltrúanna hafa tekið mið af þessu sjónarmiði og tillögurnar því ábyrgar, en ekki settar fram til að karpa um fyrirfram vonlausa hluti. Meðal þess sem ég lagði til var aukinn stuðningur við ýmis frjáls félagasamtök í bænum og meiri áhersla á málefni framhaldsskól- anna, sem nú þarfnast brýnnar end- urskoðunar við. Framan af fannst mér sem tillög- ur mínar fengju lítinn hljómgrunn, en í lokin tókst að ýmsu leyti að fá þær samþykktar. Rétt er að geta þess að mínar til- Iögur voru allar miðaðar við að þær gætu staðist og gerðu ekki ráð fyrir verulegri breytingu á niðurstöðutöl- um áætlunarinnar. ÁRNI: Við lögðum á það áherslu í okkar málflutningi að hækkun álagningar fasteignagjald yrði mið- uð við sömu forsendur og áður. Á móti bentum við á vantaldar tekjur af útsvörum, gatnagerðargjöldum, aðstöðugjöldum o.fl. í breytingartillögum okkar lögð- um við áherslu á skólabyggingar. Út af fyrir sig vorum við ánægð með það sem náðist, en vildum að farið yrði eftir þeim tillögum sem við lögðum fram í fræðsluráði í haust og voru samþykktar þá. Við vildum að hafist yrði handa við byggingu nýs skóla á Hvaleyrarholti, þar sem þörfin fyrir skóla hefur aukist meira en gert var ráð fyrir. Þá vild- um við auknar fjárveitingar til sundlaugarbyggingarinnar, svo að raunhæft væri að ljúka þeim haust- ið 1989. Einnig lögðum við til að byggt yrði nýtt dagheimili í Setbergi og bentum á leiðir til að byggja það á tiltölulega ódýran máta. Inni í þessari fjárhagsáætlun var samt ýmislegt sem samstaða var um og í því sambandi get ég nefnt mikl- ar vatnsveituframkvæmdir, sem “ fengu framlag upp á 20 milljónir að þessu sinni. JÓNA: Ég hef þegar nefnt } nokkra einstaka málaflokka, sem lögð var áhersla á, en í heild ber áætlunin merki þess sem við viljum hrinda í framkvæmd. Að sjálf- sögðu segir hún ekki alla söguna, og við hefðum viljað gera enn betur í sumum tilfellum, m.a. í þeim málaflokkum sem Árni nefndi hér áðan, en í því sambandi varð að taka mið af framkvæmdagetu, svo og þeirri staðreynd að fjármagnið er ekki takmarkalaust, þótt bærinn standi vel. Varðandi framlög til hinna frjálsu félaga er ég sammála að þau mættu oft vera meiri, en meðalvegurinn er vandrataður og ekki var unnt að gera meira að þessu sinni. Um hækkun viðmiðunar við álagningu fasteignagjaldanna vil ég einungis ítreka það að við töldum okkur þurfa að hafa fast land undir fótum og þorðum ekki að taka neina áhættu vegna hinnar nýju útsvarsálagningar sem stað- greiðslukerfið hefur í för með sér. Var nauðsynlegt að hækka fasteigna- gjöldin? Álagning fasteingafjalda hefur verið aðal þrætueplið í fjármála- umræðunni að undanförnu. Hvert er viðhorf ykkar til þeirrar hækk- unar sem ákveðin var í þeim efn- nm? j V : jlT* MAGNÚS: Þessi breyting á álagningu fasteignagjalda kemur

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.