Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 9
FJARÐARPOSTURINN fyrst og fremst til af því að við treystum ekki því sem okkur er sagt að komi út úr staðgreiðslukerfinu, og við fáum ekki rétta mynd af því fyrr en í júní. Þessi tekjuliður er því sýnd veiði en ekki gefin. Um þá fullyrðingu Árna að tekjurnar séu vantmetnar af okkar hálfu segi ég aðeins: Betur að satt væri. í þessari umræðu vil ég líka að það komi fram að álógur á Hafn- firðinga eru ekki hærri en í sam- bærilegum sveitarfélögum. Við gerð fjárhagsáætlunarinnar urðum við að hafa trausta tekjuliði til að geta framkvæmt allt það sem hún gerir ráð fyrir. Hún sýnir að fólk fær mikla og góða þjónustu í staðinn fyrir það fé sem það leggur af mörkum með gjöldum til bæjar- ins. Tillögur Sjálfstæðismanna um minni tekjur af fasteignagjöldum og lántökur í staðinn, voru því að okkar dómi ekki vænlegur kostur, enda kæmi endurgreiðsla þeirra lána einnig úr pyngjum skattborg- aranna. ÁRNI: Mig langar fyrst að benda á það að það sýndi sig í fyrra að tekjur fóru um 100 milljónir fram úr áætlun. Sú reynsla bendir til þess að enn sé um verulega vanáætlun að ræða og því ekki nauðsynlegt að hækka fasteignagjöldin. Varðandi tillögur okkar um lántökur vil ég benda á tvennt. í fyrsta lagi standa til boða mjög hagstæð lán hjá hús- næðismálakerfinu, sem hægt er að nýta til kaupa félagslegra íbúða, og raunar má allt eins búast við því að þeir móguleikar verði nýttir ef svo ber undir. Þess vegna vildum við að gert yrði ráð fyrir því í fjárhags- áætlun. í öðru lagi töldum við fylli- lega réttlætanlegt að taka lán til sundlaugarbyggingarinnar, sem er sérstaklega stór framkvæmd, og ætti að fjármagna á lengri tíma þótt framkvæmdum sé hraðað. Ég vil minna á að það gafst vel á sínum tíma að taka lán til hitaveiturfram- kvæmdanna. Þá vil ég ítreka það sem ég sagði áðan að við teljum að þegar séu til staðar tekjur til að mæta hækkun- inni sem gerð var á fasteignagjald- inu, þar sem ýmsir tekuliðir eru greinilega vanmetnir. JÓNA: Við stóðum frammi fyrir því að sú hlutfallstala af staðgreidd- um sköttum sem ríkisvaldið ætlaði sveitarfélögunum var mun lægri en þau höfðu reiknað út að þyrfti til að sömu tekjur fengjust af þessum lið og áður. Þess vegna þurftum við annaðhvort að auka tekjurnar ann- ars staðar eða reikna með lántök- um, ef fjárhagsáætlunin ætti að standast. Niðurstaðan varð sú að draga úr afslætti af fasteignagjöld- um. Sá afsláttur var 25%, en er nú 15%. ÓLAFUR: Ég get að mörgu leyti fallist á þau rök að fasteignagjaldið sé eins konar tvísköttun og þar af leiðandi vandræðaskattur. En með- an við búum við hann óbreyttan verðum við að nýta hann sem tekju- lið eins og önnur sveitarfélög. Mitt mat var því að sú staða sem bæjar- félagið er í kallaði raunverulega á þessa hækkun, sem er í samræmi við það sem ónnur sveitarfélög gerðu með einum og öðrum hætti í stöðunni. Hins vegar mætti hugsa sér ein- hverjar breytingar á þessari skatt- heimtu, t.d. þá að af lágmarkshús- næði yrði ekki krafist gjalda, held- ur yrði það lagt á þá sem kalla yfir sig þennan skatt með stórum hús- byggingum. Loks vil ég benda þeim sem eru hvað óhressastir með fasteigna- gjöldin á þá staðreynd að hluti af hækkuninni er víða til kominn vegna þess að samhliða hækkun bæjarins hefur almennt orðið hækkun á fasteignamati. Þá er rétt að minna á það að fasteignagjóldin eru að miklu leyti gjöld fyrir beina þjónustu sem bærinn veitir íbúun- um. MAGNÚS: Ég er þeirrar skoðun- ar að þessi gjöld verði áfram við lýði, þótt hugsanlega megi draga úr þeim eftir svipuðum leiðum og Ólafur bendir á. Nú þegar er þeim létt af eldra fólki, og í framhaldi af því er spurning hvort þeir sem eru að byggja í fyrsta sinn ættu ef til vill líka að njóta niðurfellingar. Stenst þessi áætlun? Minnihlutinn hefur nokkuð gagnrýnt það að ekki tókst að halda sig innan ramma fjárhagsáætlunar síðasta ár. Er þess að vænta að bet- ur takist til núna? JÓNA: Já, það held ég að hljóti að vera. Það er búið að breyta upp- setningu fjárhagsáætlunar frá því sem verið hefur og því verður mun auðveldara að fylgjast með hlutun- um en áður. Áður þurfti að fara á marga staði til þess að sjá hvað ein- hver framkvæmd kostaði. Til dæm- is var kostnaðurinn við eitt dagvist- arheimili að f inna á þremur stöðum í áætluninni. Nú er hægt að sjá það á einum stað hvað „pakkinn" kost- ar. Laun og önnur rekstrargjöld eru aðgreind svo og gjaldfærð fjárfest- ing. Þetta finnst mér mjög til bóta og auðveldar allt eftirlit, sem var erfitt að koma í kring með eldra fyr- irkomulaginu. ÓLAFUR: Ég er ánægður yfir því að þetta skyldi koma upp. Ég gæti vel trúað því að seinna meir verði vitnað til þeirra tímamóta sem átt hafa sér stað með uppsetningu þessarar fjárhagsáætlunar. Þetta er mjög til bóta og ætti nú m.a. að verða til þess að embættismenn bæjarins geta fyrirhafnarlítið fylgst með því sem er að gerast, og sjáf- sagt ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir bæjarfulltrúa að fá mánaðar- lega upplýsingar um það hvernig ýmsum málaflokkum miðar fram í samræmi við fjárhagsáætlun, því að allt bókhald verður aðgengi- legra. I tengslum við þetta held ég að önnur breyting fylgi í kjölfarið. Það er að tengja saman bæjarsjóð og aðrar sjálfstæðar einingar innan bæjarkerfisins. Þar á ég t.d. við Rafveituna og Hafnarsjóð og hugs- anlega fleiri einingar. Það segir sig sjálft að það segir aldrei nema hálfa söguna um afkomu bæjarsjóðs ef jafn stóra aðila og Rafveituna og Hafnarsjóð vantar inn í myndina. Með breyttu fyrirkomulagi væri því hægt að milli færa fé frá einum aðila til annars og stuðla þannig að hagkvæmari afkomu þeirra. Ég tek fram að þessi ágæta breyt- ing held ég að hef ði átt sér stað, þótt aðrir hefðu setið við meirihluta- völd. Þetta er eðlileg afleiðing tölvuvæðingar og aukinnar tækni og hagræðingar í uppsetningu bók- halds. ÁRNI: Fjárhagsáætlun er stefnuyfirlýsing varðandi það sem gera skal á árinu. En framkvæmdin ræður þó öllu. Það er því sama hvað bæjarstjórn samþykkir ef ekki tekst síðan að framkvæma hlutina. Frá því að núverandi meirihluti komst til valda hefur mjög verið brugðið út af fjárhagsáætlun. Þrátt fyrir að tekur sl. árs hækkuðu um rúmar 100 milljónir var ekki ráðist í framkvæmdir fyrir nema um 50 milljónir sem samþykktar höfðu verið. T.d. var búið að samþykkja að vinna fyrir 10 milljónir við sund- laugina, en ekkert var gert. Veittar voru 9 milljónir í vatnsveituna, en ekki unnið nema fyrir 2 milljónir. Ýmsum framkvæmdum sem fyrri meirihluti var búinn að ýta úr vör, og gert hafði verið ráð fyrir fjárveit- ingu til, var ekki sinnt. Þetta hefur út af fyrir sig ekkert með bókhald að gera. Þetta er spurning um að fylgja eftir þeim framkvæmdum sem búið er að samþykkja. Það er ljóst að Hafnarfjarðar- bær stendur vel, vegna þess að í tíð fyrri meirihluta hafði tekist að gera bæinn nánast skuldlausan, en því miður hefur lausafjárstaðan verið ákaflega slæm síðan núverandi meirihluti tók við. Fjármagns- kostnaður og vextir hafa því stór- hækkað á síðasta ári. Þessi liður var áætlaður um 15 milljónir, en fór í um 30 milljónir. Fjárhagsáætlun er stefnuyfirlýs- ing, en síðan reynir á framkvæmd- ina, sem því miður reyndist fara úr bóndunum í fyrra. En ég Iæt í ljós þá von að betur takist til í ár, og að mörg ágæt mál sem búið er að sam- þykkja verði framkvæmd. MAGNÚS: Ég er sammála Árna Grétari um það að fjárhagsáætlun er stefnuyfirlýsing. En fjárhags- áætlun hlýtur ávallt að taka ein- hverjum breytingum á því ári sem hún nær til. Ástæðan fyrir því að ekki tókst að framkvæma allt það sem við hófðum viljað á sl. ári er m.a. sú, að undirbúningur verkefn- anna var skemmra á veg kominn en menn hugðu. Nægir þar að nefna sundlaugina í Suðurbænum, sem einn bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins sagði „að drollað hefði verið við", og ég vil bæta við: „ . . . frá 1980". Hvað varðar fjárhagsáætlunina 1988 verður að spyrja að leikslok- um. Hvernig stöndum við í árslok? Eins og áætlunin liggur fyrir í dag er uppsetningin mikið breytt, og um það tókst full samstaða í bæjar- stjórn. Hins vegar eru ekki komnar til framkvæmda allar þær breyting- ar sem þyrftu að koma og um hefur verið rætt meðal bæjarfulltrúa. Lokamarkmiðið er að koma upp samstöðureikningi fyrir bæjarsjóð og fyrirtæki hans. Hér hefur verið rakinn kjarni umræðunnar sem fór f ram á vegum Fjarðarpóstsins sl. laugardag og vonandi haf a lesendur sótt einhvern fróðleik í þetta spjall. Gestum okk- ar þökkum við fyrir þátttökuna og gestgjöfunum góðan viðurgjörn- ing.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.