Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN „SJÁVARRÉTTADAGUR" ELDBORGAR Kiwanisklúbburinn ELDBORG í Hafnarfirði heldur sinn 9. „Sjávar- réttadag" í veitingahúsinu GLÆSI- BÆ í Reykjavík laugardaginn 27. febrúar n.k., og hefst hann kl. 12.00 á hádegi. Klúbburinn hefur unnið að ýms- um líknar- og menningarmálum í þau 19 ár sem hann hefur starfað. Það hafa einkum verið velferðar- mál barna og unglinga en þó sér- staklega aldraðra sem klúbburinn hefur beitt sér fyrir. Styrktarnefnd ELDBORGAR mun að þessu sinni bjóða fulltrúum styrkþega að vera viðstaddir „Sjáv- arréttadag" og verður þeim afhent fjárupphæð við það tækifæri. Þessir aðilar eru: MS-félagið, Félag Krabbameinssjúklinga, íþróttafé- lag fatlaðra og Endurhæfingarstöð Sjúkrahússins Sólvangs. Aðal fjáröflun klúbbsins er „Sjávarréttadagurinn" og hefur hann notið vaxandi vinsælda meðal Kiwanismanna og gesta þeirra á undanförnum árum. Þarna eru á boðstólum réttir búnir til úr svo til óllu sem ætt er og finnst í sjónum við íslandsstrendur. Það verður soðið, steikt, grillað, saltað, reykt, grafið og hrátt. Málverkauppboð er fastur liður í „Sjávarréttadegi" og meðal þeirra listamanna sem eiga verk á uppboð- inu nú eru t.d., Atli Már, Eiríkur Smith, Gísli Sigurðsson, Hreinn SJAVARRETTA- DAGUR EWBORGAR 27. FEBRÚAR1988 JÁRNRÚM Bœöi hjónarúm og einstaklings. Elíasson, Jón Gunnarsson, Ómar Svavarsson og Pétur Friðrik. Einnig verður í boði happdrætti með fjölda góðra vinninga, m.a. ferðavinningar. Til skemmtunar verður, tónlist, grín, söngur og leynigestur ELD- BORGAR. Heiðursgestur ELDBORGAR verður að þessu sinni Halldór Ásgrímsson og mun hann ávarpa veislugesti. Verð aðgöngumiða er kr. 2.500r NYFORM REYKJAVlKURVEGI 66 ¦ 220 HAFNARFIRDI _______SÍMI 54100_________ Vinsamlega greiöiö rafmagnsreikninga fyrir eindaga. GREIDD SKULD ER 6ULLI BETRI Framkðllum á klukkustund! .^ RRDI0RÖST X mVRDRHUSIÐ HF

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.