Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 12
12 FJARÐARPÓSTURINN Hafnarfjarðardeild Rauða krossins færir St. Jósefsspítala öryggisbúnað að gjöf. Námskeið til varnar streitu Einn af fylgifiskum nútíma þjóðfélags er streita. Þessi kvilli getur orðið til af ýmsum ástæðum og oft gerir sá sem þjáist af streitu sér litla grein fyrir orsökum og því síður gefur hann sér tíma til að íhuga á hvaða hátt hann getur tekist á við vandamálið. Fullvíst má telja að sá mikli erill og áhyggjur sem menn búa við í daglegu lífi sé þó meginvaldur þess að streita gerir vart við sig. Því er oft full þörf á að fólk gefi sér tíma til að slaka á frá þeim þáttum daglegs lífs sem veldur því áhyggjum og öðrum óþægindum. Til að hjálpa fólki til að ná betri tökum á daglegri líðan hafa námskeið verið sett upp, þar sem fólki er leiðbeint um hvernig það eigi að skilja streituvanda- mál og vinna síðan af því að ná tökum á vandanum og losa sig undan óþæg- indum sem streitan veldur. Slíkt námskeið er að hefjast í Hafnarfirði á næstu dögum. Það verður haldið í Gaflinum og hefst fyrsta mars n.k. Námskeiðið verður á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum til tuttugasta og fjórða mars og stendur frá kl. 20.00 til 22.00 hvert kvöld. Aðal leiðbeinandi á námskeiðinu verður Erik Guðmundsson og stendur innritun yfir í símum 76750 og 673626 næstu daga. Hafnarfjarðardeild Rauðakross íslands hefur fært St. Jósefsspítala að gjöf tæki til þess að líta eftir mannaferðum um spítalann. Tækjasamstæða þessi er sjónvarps- upptökuvél sem sett verður upp við útidyr sjúkrahússins og tveir skjáir sem verða staðsettir í vaktherbergj- um á hvorri deild. Hjörleifur Gunnarsson frá Rauðakrossdeildinni afhenti Árna Sverrissyni, framkvæmdastjóra St. Jósefsspítala, þennan búnað og gat þess í stuttu ávarpi sem hann flutti við það tækifæri að leitað hefði ver- ið eftir íslensku nafni. í samvinnu við Árna Böðvarsson, cand. mag. og Orðabók Háskólans hafi nafnið „köguður“ fundist en það merkir sá sem lítur eftir. Hann afhenti því tækin með heitinu köguður og ósk- aði þess að þau kæmu spítalanum til gagns. Þau væru örlítill þakk- lætisvottur fyrir allt samstarf deild- arinnar við spítalann frá stofnun hennar. Árni Sverrisson þakkaði gjöfina og ræddi nokkuð um samstarf St. Jósefsspítala og Rauðakrossdeild- arinnar í Hafnarfirði sem hann kvað alla tíð hafa verið mjög gott. Þótt spítalinn væri stór stofnun sem velti miklum fjármunum þá væri aldrei hægt að sinna öllu sem þyrfti og hlutir sem þessir væru því mót- teknir með þakklæti. TROMPREIKNINGUR SPARISJÓÐANNA »ÖRUGGUR og verðtryggður reikningur með raunvöxtum »VEXTIR trompreiknings og verðtrygging er borin saman við sérstaka trompvexti á 3ja mánaða fresti og þú færð þau kjör sem hærri eru i

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.