Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Qupperneq 14

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Qupperneq 14
14 FJARÐARPÓSTURINN Nýr eigandi að Kökubankanum. Þorsteinn Stígsson, bakarameistari tók við rekstri hans 1. febrúar. Eigendaskipti hafa orðið að Kökubankanum. Þorsteinn Stígsson, bakarameistari tók við rekstri hans fyrsta febrúar s.l. Kökubankinn hefur aðal aðsetur sitt í verslunar- miðstöðinni Miðvangi í Norðurbæ Hafnarfjarðar en rekur einnig verslun í Fjarðarkaupum við Reykjanesbraut og á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorsteinn rak áður Grensásbakarí í Garðabæ en kvaðst þegar þetta tækifæri hafi boðist viljað reyna það. Þetta væri bakan sem ræki sínar eigin brauðbúðir en hið fyrra hefði einungis verið heildsölubakarí sem seldi brauð í verslanir. Ffyrstu nýjungamar sem Þorsteinn hyggst bjóða upp á er að þegar stækkun Fjarðarkaupa kemur til framkvæmda verður opnuð ný verslun Kökubankanns þar og verður hún búin bakarofni og öðmm nauðsynlegum tækjum til þess að geta bakað á staðnum. Mjög mikið hefur verið að gera þá daga sem Þorsteinn hefur starfrækt Kökubankann og kvaðst hann vera bjartsýnn um framtíðina. Brauðmenning okkar hefði tekið svo miklum breytingum á undanfömum ámm að nú værí rúm fyrir mikið fleira fólk í þessari grein en verið hefði þegar hann var að byrja fyrir um það bil tuttugu árum. Bæði hefðu margar nýjungar boríst hingað frá útlöndum og það hefði ekki siður haft áhrif á aukna brauðneyslu þegar fólk almennt hætti að borða tvær heitar máltíðir á dag. Þá hefði öll umræða um heilsu orðið til þess að auka áhuga fólks ábrauðum ogbakarar hefðu náð að fylgjast vel með þeim hlutum og aðlaga framleiðslu sína því sem talið væri hollt að borða. Þorsteinn nefndi í því sambandi að þegar hann hafl verið að hefja störf sem bakari hefði einna helst verið bökuð franskbrauð, rúgbrauð og normalbrauð en síðan hefðu grófu brauðin komið til sem tengdust umræðunni um hollnustu í mataræði. Þegar blm. Fjarðarpóstsins átti leið í Kökubankann var bolluhelgin að færast nær og fyrstu bollumar voru komnar í búðina. Á meðan blm. gæddi sér á nýbakaðrí bollu ræddu þeir Þorsteinn um að líklega væri kökumenning íslendinga nokkuð sérstök. Við borðuðum meira af svonefndu kafflbrauði en flestar þjóðir. Bakarar hafa einnig fylgst vel með á því sviði ekki síður en varðandi matarbrauðin. Nú styttist í fermingarnar og nefndi Þorsteinn að nú væri farið að fá bakarameistarann til að sjá um veislur þar sem kaffiboð væru haldin alveg á sama hátt ogþegar matreiðslumeistari væri fenginn til þess að útbúa kalt borð fyrír matarveislur. Gvendur Gaflari: REYKJAVÍK — HAFNARFJÖRÐUR. STÓRBÝLIÐ OG HJÁLEIGAN? Nábýlið við Reykjavík hefur haft mikil áhrif á þróun Hafnarfjarðar. Þetta nána sambýli hefur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif. Mörgum finnst að of marga þjónustu verði til Reykjavíkur að sækja og á menningarsviðinu er það áberandi að Hafnfirðingar leita til Reykja- víkur til að göfga andann þar eð fjölbreytnin er að sjálfsögðu meiri á stórum markaði í fjölmenninu. Leiklist og veitingahús hafa löng- um átt erfitt uppdráttar og það er athyglisvert að nú er ekki lengur starfandi neitt kvikmyndahús í bænum en þau voru um árabil tvö og höfðu þá oft til sýnis athyglis- verðar kvikmyndir sem ekki höfðu verið á framfæri í Reykjavík. Um árabil var mikill hluti versl- unar sóttur til Reykjavíkur en það hefur sem betur fer breyst með til- komu þriggja stórmarkaða sem hafa reynst vel í samkeppninni við aðra stórmarkaði á höfuðborgar- svæðinu. Verðkannanir hafa sýnt að hafnfirskir stórmarkaðir eru vel samkeppnisfærir og hafa jafnvel dregið að sér verslun til bæjarins. Hvort opnun Kringlunnar hefur breytt þarna nokkru um virðist enn ekki ljóst og engar tölulegar upplýs- ingar liggja fyrir um sókn fólks til verslunar á milli þæjar. En sam- keppnin er hörð. Hið eina sem er ljóst er að umferðin á milli bæjanna á föstudögum er gífurleg, en föstu- dagarnir hafa þróast í það að verða helstu verslunardagar fjölskyld- unnar. Það má flétta þeirri spurningu inn í þessa umræðu hvort það sé æskilegt eða nauðsynlegt fyrir hvert stéttarfélag að vera sem mest sjálfu sér nægt um félagslega þjón- ustu og menningu, eða hvort æski- legt sé að hvert samfélag hafi ekki upp á minna að bjóða en það þigg- ur frá öðrum. Allavega má fullyrða að kjarni hvers sveitarfélags og samfélags sé atvinnulífið. Ef það er sterkt veitir það skilyrði til félagslegrar þjón- ustu og menningarstarfs af mörgu tagi. Fjölbreytt og sterkt atvinnulíf er allavega uppspretta allra þeirra verðmæta sem til þarf til að skapa þjónustuna og menninguna. Hins vegar má lengi deila um í hverjum mæli Hafnfirðingum er nauðsyn að vera skapandi og miðla jafnframt öðrum. Ekki má heldur gleyma að í þjónustu og menningu eru fólgin atvinnutækifæri sem einnig koma samfélaginu til góða og styrkja það. I framhaldi af vangaveltum um atvinnulíf, þjónustu og menningu og harðnandi samkeppni um að njóta og veita, og í ljósi þess að sú samkeppni fer vaxandi, þá má kannski varpa þeirri spurningu fram hvort Hafnfirðingar geti haft áhrif á þróun mála í harðnandi samkeppninni. Fyrir liggur stór-merkileg hug- mynd um nýtt miðbæjarskipulag þar sem gert er ráð fyrir verslunar- og menningarmiðstöð til að lífga upp á gamla miðbæinn í Hafnar- firði sem virðist nánast vera að deyja. í miðbæjarskipulaginu er gert ráð fyrir fjölþættri þjónustu. Lengi hefur ekki heyrst um áform og í fjárhagsáætlun fyrir árið 1988 er ekki gert ráð fyrir fjárútlátum vegna þessarar merkilegu uppbygg- ingaráætlunar, að því undanskyldu að gert er ráð fyrir að festa kaup á Thors-plani af Landsbankanum. Að öðru leyti virðist hægt um stórar yfirlýsingar og góð áform. Bágt á Gvendur gaflari með að trúa að stóru tröppurnar við Iðnað- arbankann verði einu framkvæmd- irnar í heldur daufum og stöðnuð- um miðbæ á næstunni. Að vísu skulum við ekki gleyma trjánum og gangstéttarbreytingunni á Strand- götunni á síðasta ári. En sú breyting breytir ekki verulega neikvæðri þróun. Uppbygging miðbæjarins til auk- innar verslunar og menningarstarf- semi kynni að breyta afgerandi stöðnun sem því miður blasir við í okkar gamla, góða bæjarfélagi. Athafnir og aðgerðir virðast nauð- syn á næstunni. Fjarðarpósturinn stendur nú á tímamótum þar eð eigendaskipti verða að blaðinu. Það hefur orðið að samkomulagi að Gvendur gafl- ari láti enn í sér heyra í framtíðinni með nýju fólki. Fjarðarpósturinn á sér þegar merka sögu. Það er snar menningarlegur þáttur í bæjarlífi að gefið sé út málgagn og fréttablað sem hlýtur að vera í nánari tengsl- um við bæjarlífið og athafnasemi þess í blíðu og stríðu en landsmála- blöð og blöð sem einhliða eru rekin af pólitískum flokkum. Þeir sem af útsjónarsemi og dugnaði hafa gefið út þetta blað í mörg ár ásamt öðrum annasömum störfum eiga aðdáun og þakklæti skilið. Þeim skal á tímamótum þökkuð góð samskipti og umburð- arlyndi. Nýju fólki er ámað heilla á nýjum starfsvettvangi og óskað góðs gengis. Gvendur gaflari

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.