Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 25.02.1988, Blaðsíða 16
EIMSKIP-UPPBYGGING I SUÐURHÖFN Gengið hefur verið fram samn- ingi milli hafnarsjóðs Hafnarfjarð- ar og Hf. Eimskipafélags íslands um framtíðaraðstöðu fyrir félagið í Hafnarfjarðarhöfn og uppbygg- ingu hennar á næstu árum. Með þessum samningi fær Eim- skipafélagið aukið athafnarými í Suðurhöfn, jafnframt því sem kveðið er á um mannvirkjagerð og uppbyggingu á svæðinu. Er þessi samningur í framhaldi af þeim samningi aðila, sem gerður var í desember 1983. Samkvæmt samningnum verður heildarathafnasvæði Hf. Eim- skipafélags íslands í Suðurhöfn Hafnarfjarðar alls 54.000m2. Á fyrri hluta árs 1988 verður byggð á athafnasvæðinu aðstaða og saltgeymsla fyrir EimSalt. Aðstaða þessi hefur fram til þessa verið í Ieiguhúsnæði í Hafn- arfirði, fjarri hafnarbakka. Þá eru og áform um að hefja byggingu þjónustumiðstöðvar árið 1988, er rúmi 400-600 tonna frysti- geymslu og þar verði jafnframt að- staða fyrir aðra þjónustu við frysti- togara. Önnur vöruafgreiðsla Eimskips verður áfram á næstu árum starf- rækt í Norðurhöfninni, með sama hætti og verið hefur. Á undanförnum árum hafa flutningar Hf. Eimskipafélags ís- lands um Hafnarfjarðarhöfn auk- ist verulega. Heildarflutningsmagn félagsins um Hafnarfjarðarhöfn var árið 1987 alls 86.524 tn. og er það 22% aukning frá árinu 1986 og er það von aðila að áðurgreindur samningur styrki enn frekar sí- vaxandi viðskipti Eimskips og Hafnarfjarðarhafnar. -Q^J Sendfoílastöó Hafnarfjaróar OPIÐ kl. 8 - 18 Símsvari á kvöldin og um helgar BÆJARMÁLA PUNKTAR Sigurður Aðalsteinsson, Hnotubergi 5, og nokkrir íbúar í hverfinu, hafa ítrekað mót- mæli sín vegna íbúðarbyggingar á lóðinni nr. 11 við Greniberg; Þau æskja þess að framkvæmd- ir verði stöðvaðar og leyfi til byggingar afturkallað. Lögð voru fram gögn máls- ins, þ.á.m. af greiðslur bygginga- nef ndar og bæjarstjórnar á mál- inu. Með vísan til fyrri umfjöllun- ar bygginganefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar á máli þessu, sér bæjarráð ekki forsendur til að taka það upp að nýju. Erindi Sigurðar verður sent bygginganefnd til kynningar. Haraldur S. Magnússon hef- ur ritað bæjarráði og vakið at- hygli á nuuðsyn þess að veita hið fyrsta styrki úr afrekssjóði til þeirra Eggerts Bogasonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur. Þar sem afreksmannasjóður hefur ekki tekið til starfa, samþ. bæjarráð að veita þeim Eggerti og Ragnheiði 75.000 kr. styrk til þátttöku í Olympíuleikunum, m.a. vegna þess að Olympíu- nefnd íslands hefur enn sem komið er ekki virt afrek þeirra að verðleikum. Fulltrúaráð verkalýðsfélag- anna í Hafnarfirði hefur óskað eftir viðræðum við bæjaryfir- völd um lóðamál og byggingu sameiginlegs húss fyrir verka- lýðsfélögin. Vísað er til þess að fyrrver- andi bæjarstjórn skipaði við- ræðunefnd um þessi mál og komu þá upp hugmyndir um lóðina við Hafnarborg. Við- ræðum var skotið á frest og öngvar verið í hartnær tvö ár. Forstöðumenn dagvistunar- stofnana hafa farið þess á leit við bæjarráð að framvegis verði þeim greitt fyrir afnot einka- bílasíma í formi fasts bílastyrks. Bæjarráð samþ. að greiðslur vegna umræddra afnota af bif- reiðum verði áfram samkvæmt framlögðum reikningum. Borist hefur til bæjarráðs beiðni frá Fauna, þar sem þess er farið á leit að samþykkt verði að Fauna yfirtaki skuld þrota- bús Sædýrasafnsins við bæjar- sjóð Hafnarfjarðar. Lánið verði tryggt með veði í eignum Sæ- dýrasafnsins. EMIL I KATTHOLTI Eflaust kannast flestir krakkar við prakkarann og ærslabelginn Emil í Kattholti. Án efa er mörgum börnum minnisstætt þegar Emil greyið festi súpuskálina á höfðinu og náði henni alls ekki aftur af. Um þessar mundir er verið að æfa leikrit hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar sem fjallar um fjölskylduna í Kattholti og vini þeirra í sveitinni. Uppátæki Emils í Kattholti sem sett eru á svið í Bæjarbíó Hafnarfirði eiga án efa eftir að kæta bæði unga og gamla og ekki sakar að heimilisfólkið í Kattholti er söngglatt fólk svo oft er fjörugt á bænum. Aðalpersónur verksins eru systkinin Emil og Ida. Þau leika tveir hafn- firskir krakkar: Haraldur Freyr Gíslason og Katrín Sigurgeirsdóttir. Leikritið Emil í Kattholti er eftir hinn þekkta barnabókahöfund Astrid Lindgren. Þýðandi er Vilborg Dagbjartsdóttir en hún þýddi einmitt bæk- urnar um Emil í Kattholti á íslensku. Fimm manna hljómsveit tekur þátt í sýningunni og er Jón Björgvinsson hljómsveitarstjóri. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Frumsýnt verður um miðjan marz og verða sýningar i Bæjarbió Haf nar- firði um helgar. ASTEIGNASALA Reykjavikurvegi 72 Halnarluði ¦ Simi 545U Ntu uwm OPID Vuka daga kl 9 18 sunnudaga kl 1316 Hpimn<.imi Qnliimrmn* Mnrmusm Fmiksnnm S3274 GUDM. KRISTJÁNSSON HDL. HLÖDVER KJARTANSSON HDL. ? BREKKUBYGGD: Glœsilegi ca. 95m2 endaraðhús á einnl hœð dsamt 24m2 bílsk. Áhv. ca. 1.4 miUj. írá Veödeild. Verö 5.5 mfflj. ? VALLARBARD: ca 180m2 einbhús á 2 hceöum, íb. hceít en ekki íullb. Eingöngu skipti á 4-5 herb. íb. Verð 7.3 millj. AÁLFASKEIÐ f BYGG., Glœsi- legt 187m2 einb.hús auk 32m2 bilsk. Aíh. íokh. innan, fullb. ut- an í júlí-dg. Verð tilboö. ? ERLUHRAUN, Glœsilegt 255m2 einbýlish. á 2 hceðum á góöum stað. Innb. bílsk. og gott vinnupláss í kj. Einkasala. Skipti mögul. á 3)a herb. í Norðurb. ? ÖLDUGATA, ca. 90m2 3ja herb. eíri hceð, í góöu standi. Verð 4 millj. ? KROSSEYRARVEGUR: 55m2 3ja herb. risíb. Góðar geymslur. Verð 2.3 millj. ? ÁSBÚDARTRÖD: Mjög skemmtileg 3ja - 4ia herb. risíb. AUt sér. Ekkert dhv. Laus íljótl. Einkasala. A FAGRAKINN, 75m2 2]a herb. jarðh. Verð 2.650 pús. ? STAPAHRAUN, Nýtt iðn. húsn. 144m2 á jaröhœð og 72m2 á eíri hceð. ? KELDUHVAMMUR, 85m2 3)a herb risíb. í skiptum fyrir ód. Verð 3.5 mfflj. A ÖLDUGATA, 62m2 2]a herb. efri hceð í góðu standi. Verð 2.9 mfflj.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.