Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 1
>ILIS FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 FJflRÐflR pósturinn 8.TBL 1988-6.ARG. FIMMTUDAGUR 3. MARS VERÐ KRÓNUR 50,- VILIS FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 Samningamir kotf elldir á átakafundi hjá Framtíðinni í gær „Eruö þið að semja fyrir okk ur eða atvinnurekendur?" „í næstu samningum gef ið þið þeim jólin líka," sögðu bálreiðar fundarkonur m.a. Yfirskriftirnar eru sýnishorn af þeirri harðorðu gagnrýni sem Guð- ríður Elíasdóttir, formaður Framtíðarinnar, og Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands Islands, fengu framan í sig á hörðum fundi hjá Verkakvennafélaginu Framtíðinni í gær. Samning- arnir voru síðan kolfelldir af rúmlega hundrað fundarmönnum, þar sem 94 sögðu nei, en aðeins 8 já, tveir seðlar voru ógildir, einn auður. Úrslitum var tekið með dynjandi lófataki. Áður hafði farið fram atkvæðagreiðsla um hvort kjósa ætti sérstaklega um þann hluta samn- ingsins sem fjallar um breyttan vinnutíma. Tillaga formanns þess efnis var felld með 41 atkvæði gegn 38. Verkfallsheimild var í lokin sam- þykkt og sögðu þá 100 já en nei aðeins þrjár, einn seðill var auður, ann- ar ógildur. Aðeins konur úr fiskvinnslunni greiddu atkvæði, en fimm félagskonur af Sólvangi sátu fundinn. í upphafsræðu formanns, sérstaklega með það að hafa ekki Guðríðar Elíasdóttur, skýrði hún ástæðu þess að hún undirritaði heildarsamninginn á þá lund, að hann hefði gengið verulega til móts við ræstingarkonur í Reykja- vík, sem lengi hefðu setið eftir. Ennfremur sagði hún, að náðst hefði samkomulag um desember- uppbót og 80% álag á alla vinnu í fiskvinnslu utan dagvinnu. Ann- ars sagðist hún alls ekki ánægð og fengið allar starfsaldurshækkan- irnar í gegn. Hún kvaðst þó ekki hafa séð, að meira næðist án mikilla átaka og sagði í lokin, að ef samningarnir yrðu felldir myndi hún bera fram tillögu um heimild til verkfallsboðunar. Betri er einn fugl í hendi Þórir Daníelsson fram- kvæmdastjóri Verkamannasam- Fjarðarpósturinn í nýjum búningi Fjarðarpósturinn kemur í dag út í fyrsta sinn undir stjórn nýrra eigenda og jafnframt í mjög breyttri mynd frá því sem verið hefur. Brotið hefur verið stækkað, dálkamir eru orðnir Ðmm í stað fjögurra áður, blár litur er í haus blaðsins og efnis- uppsetning er öll önnur svo fátt eitt sé nefnt. Þá verður sú grundvallar- breyting á Fjarðarpóstinum frá og með deginum í dag, að blaðið verður selt en hefur verið dreift ókeypis fram til þessa. Ástæður þessa hafa verið raktar áður í blaðinu en megintilgangurinn með þessari breytingu er að styrkja rekstrargrundvöll Fjarð- arpóstsins. bandsins skýrði síðan samningana og sagðist eins óánægður og Guðríður með starfsaldurshækk- anatillögurnar sem hann líkti við heimsku að ekki skyldu hafa verið samþykktar. Hann sagði einnig, að hann hefði skrifað undir þar sem ekki hefði verið hægt að ná lengra án átaka og að „betri væri einn fugl í hendi en margir á flugi". A þeim punkti í ræðu Þóris var eins og þolinmæði fundarkvenna þryti og fyrsta konan af mórgum sem gripu fram í fyrir honum það sem eftir var fundar, spurði ákveðnum rómi: „Af hverjugetur fólk hér ekki farið í verkföll eins og fólkið úti á landi?" Þórir útskýrði síðan kafla samninganna um breytingar á vinnutíma, sem heimilar vinnu- veitenda m.a. að hefja dagvinnu kl. 7 að morgni, en í staðinn ber þeim að greiða næturvinnu eftir hefðbundinn vinnutíma. Það kom þá í ljós, að þessi kafli samning- anna virtist ergja fundarkonur hvað mest og var fátt um svör við fjölmörgum spurningum þeirra, t.d. hvernigfærimeðtímasetning- ar vinnu hlutafólks o.fl. Færa jólin fram á vor . . . Ákvæðið um, að vinnuveitandi megi láta fiskvinnslufólk vinna sumardaginn fyrsta og uppstign- ingardag gegn því að gefa frí næsta mánudag varð fundarkon- um tíðrætt um. Komu fram í því sambandi yfirlýsingar eins og sú, hvort atvinnurekendur hefðu ekki farið fram á að færa jólin fram á vor og hvort þau Þórir og Guðríð- ur myndu ekki gefa þeim jólin líka í næstu samningum. Var m.a. Fráfundi Framtíðarinnar ígcer. bent á, að þessa daga ættu börn frí í skólum og dagheimili og leik- skólar væru lokaðir. Af máli fundarkvenna mátti ráða, að þær töldu forustumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa samið illilega af sér fyrir þeirra hönd. Þær sögðust m.a. telja, að fækkun kaffitíma og óljós vinnu- tímatilhögun yrði til enn frekari þrælkunar. Fullorðin kona stóð upp og sagði, að þessi hluti samn- inganna minnti sig helst á þá tíma, þegar móðir hennar hefði unnið út í gamla daga. Gífurlegur hiti var í fundar- mönnum um tíma og minnti for- maður oft á fundarsköp og h'kti fundinum tvívegis í áminningum sínum við vitlausraspítala. Ekki ein einasta fundarkona spurði eða kom með athugasemd við starfs- 'aldurhækkanirnar. Guðríður sagði eftir fundinn í viðtali við Fjarðarpóstinn, að hún hefði aldrei fyrr setið svo harðan fundífélagisínu. Aðspurð sagðist hún kalla saman samninganefnd félagsins strax í dag og hafa sam- band við atvinnurekendur til að skýra þeim frá niðurstöðunni og æskja samningaviðræðna. Viku- frestur er frá verkfallsboðun til vinnustöðvunar. Verkamannafélagið Hlíf fund- ar í kvöld um samningana. Bæjarstjóri er „Gaflari vikunnai" •sjaiopnu Víiistaoa- kirkja vígð sl.sunnudag sjábls. 10 Páfinní heimsókní • sjá bls. 15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.