Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 4
FfflRÐM ptítWM Ritstjóri og ábm.: Fríða Proppé Auglýsingastjóri: Þórður Ingimarsson Blaoamaour: Gunnar Sveinbjörnsson Framkvæmdastjóri: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Fjarðarpósturinn og Róbert Ágústsson Setning, umbrot, filmuvinnaog prentun: Borgarprent Útlit: Fjarðarpósturinn Útgefandi: Árangur hf. -almannatengsl og útgáfustarfsemi Skrifstofa Fjarðarpóstsins er að Reykjavíkurvegi 72 (2. hæð) og eropin allavikadagafrá kl. 10-17. Símar651745 og 651945 Hrepparígur og þjóðarhagsmunir Þaö kæmi víst fáum á óvart, aö í kjölfar tilkynning- ar um aö álver verði aö veruleika viö Straumsvík hefji einhver landsbyggðarþingmaðurinn upp raust sína, helst utan dagskrár á Alþingi. Sá sem fyrstur geisist upp í ræðustólinn veröur væntanlega úr Noröur- landskjördæmi eystra eöa Austfjarðakjördæmi. Ábúöarfullur og meö vandlætingarsvip, - ef sjón- varpsupptökumenn fást á staöinn, - mun hann krefja iðnaðarráðherra svars um þaö, hvort virkilega sé ætl- unin að byggja nýtt álver við Straumsvík. - Af hverju ekki við Eyjafjörð? - eða: Af hverju ekki fremur kísil málmvinnslu við Reyðarfjörð? Hrepparígur og kjördæmapot virðast orðið eitt af stærstu vandamálum á háttvirtu Alþingi, - svo stórt, að þingflokkar leysast upp í frumeindir; hugsjónir jafnvel þjóðarhagur hverfa eins og dögg fyrir sólu í hvert sinn sem taka þarf ákvarðanir um þjóðþrifar- mál. Blómleg og ört vaxandi byggð í Hafnarfirði á vissu- lega að hluta rætur að rekja til staðsetningar (SAL, en menn mega ekki gleyma því í ofsjónum yfir vel- gengni bæjarins, að atvinnu og afkomu í tengslum við álverið njóta íbúar þessa lands langt út fyrir mörk Hafnarfjarðar og Reykjaneskjördæmis. - Hið sama gildir um tilkomu nýs álvers. Virkjanaframkvæmdir og þjónustufyrirtæki tengd þeim verða að veruleika, án bæja- og hreppamarka. Stjórnendur þeirra erlendu stórfyrirtækja sem vilja reisa hið nýja álver eru áreiðanlega lítið að hugleiða íslenska byggðapólitk. Þeir spyrja sérfræðinga ein- faldlega um hagkvæmni. Staðreynd er, að nýtt álver verður hvergi sett niður á landinu á eins hagkvæmum stað og við Straumsvík. Kemur þar margt til. Ef við færum að reyna að „skikka'1 erlenda stóriðjumenn til annars staðarvals myndu þeir einfaldlega byggja sín álver annars staðar, t.d. í Kanada, Venesúela, Ástralíu og jafnvel við Persaflóa. Ef hrepparígsjarmið hefst á ný, þannig að þessu hagsmunamáli allra landsmanna verði hætta búin, þá skorar Fjarðarpósturinn á þingmenn kjördæmis- ins, alla sem einn, að vinna bráðan bug að því að koma landinu undir einn hatt - í eitt kjördæmi, ÍSLAND. Væntum góðrar samvinnu Blaðið hefur verið gefið út af mikilli ósérhlífni og dugnaði forvera okkar, sem bætt hafa vinnunni við blaðið ofan á fulla vinnu annars staðar. Kunnum við þeim bestu þakkir fyrir góða leiðsögn og það traust sem þeir sýna með að fela okkur Fjarðarpóstinn til áframhaldandi rekstrar. Ágæti lesandi. Við væntum góðrar samvinnu og munum leggja allt okkar af mörkum til að árangur geti orðið sem bestur. ORÐABELGUR:__________________ Léleg þjónusta Landleiöa Leiður Landleiðafarþegi skrifar: Hvað á fyrirtækið Landleiðir lengi að komast upp með að segja, að áætlunum og akstursleiðum í Hafnarfirði verði ekki breytt, hversu svo sem bærinn þenst út og hversu svo sem notendum þjón- ustu þeirra henta illa tímaáætlanir vagnanna? Dæmi:Af hverju geta fyrstu vagnanir á morgnanna ekki verið tíu mínútum fyrr á ferðinni? Þeir sem hafa séð kapphlaup farþeg- anna nokkrum sekúndum fyrir klukkan átta og níu á morgnanna í skólana og fyrirtæki í miðbæ Reykjavíkur, skilja hvað ég er að fara. Ef vagnarnir færu tíu mínút- um fyrr af stað fengju hafnfirskir MR-skælingar og starfsmenn í miðbæ Reykjavíkur ekki bágt á hverjum morgni vikunnar. Hafa Landleiðamenn ekki hug- mynd um, hversu byggðin í Hafn- arfirði hefur þanist út? Gætu þeir ekki skoðað nýtt kort af bænum? Þá sæju þeir t.d. að íbúum, sem kannski vildu verða viðskiptavinir þeirra, fjölgar dag frá degi í Set- bergshverfi. I Hvömmunum búa einnig margir sem þeir gætu þjón- ustað, ef þeir hafa þá nokkurn áhuga á því. Ég skora á Hafnfirðinga að láta heyra í sér um þessi mál. Mér finnst fyllilega tímabært að fara að gera eitthvað róttækt, t.d. mynda þrýstihóp eða halda borgarafund. Þá skora ég að Fjarðarpóstinn að gera eitthvað í málinu. Fjarðarpósturinn tekur áskoruninni. Hann mun kanna þetta mál og birta niðurstöður síðar. Hundalaus bær? Bæjarbúi skrifar: Hvernig er það. Er Hafnar- fjörður ekki hundlaus bær? Þá meina ég, hvort hundahald sé ekki bannað í bænum? Ég er ekki frá þvf, að nokkrir hundar eigi hér heimili. Ekki að ég sé að finna neitt að því. Mér þykja hundar hinir skemmtileg- ustu skepnur og efast ekki um uppeldisgildi þess fyrir börnin að fá að alast upp meö þann góða vin á heimilinu. Spurningin er einfaldlega til- komin vegna þess, að mér finnst þessi afstaða, að vilja ekki hafa sams konar eftirlit með hund- ahaldinu og er í nágrannabyggð- arlögum okkar, þ.e. Garðabæ og Bessastaðahreppi, fáránleg. Hvernig er heilbrigðiseftirliti háttað? Eru þessir hundar hreins- aðir og hver á að líta eftir því að þeir gangi ekki lausir? í nágranna- byggðarlögunum eru sérstakir hundaeftirlitsmenn sem sjá um þetta og árlega fara fram hunda- hreinsanir. Þar greiða hundeig- endur ennfremur gjald til sveitar- félagsins, sem ég tel að verði til þess að fólk fær sér ekki hund, nema það hafi virkilega áhuga á því og þar af leiðandi hugsi það betur um hundana sína. Mér datt þetta svona í hug, þeg- ar ég mætti stórum fallegum hundi, sem spókaði sig aleinn í umferðartraffíkinni á Reykjavík- urveginum í morgun. Hvað finnst þér Fjarðarpóstur góður? Fjaröarpósturinn varpar bolt- anum til lescnda. Hvað fínnst ykkur? Orðabelgur ■ vettvangur les- enda á síöum Fjarðaipóstsins Orðabelgur er þáttur þar sem lesendum gefst tækifæri á að tjá sig um allt það sem þeir vilja. Orðabelg- ur „Velvakandi" Fjarðarpóstsins. Við birtum bréf undir dulnefnum, ef fólk kýs, en fullt nafn og heimilisfang verður að fylgja bréfunum, sem við geymum fyrir okkur. Að sjálfsögðu gilda þær reglur, að Orðabelgur lætur ekki frá sér fara níð eða háðung um nafngreinda menn. Hér að ofan fara fyrstu tvö lesendabréfin í þessum dálki, en við skorum á ykkur, lesendur góðir, að láta ekki þcnnan gullvæga vettvang ónotaðan. • • SOLUBORN Fjarðarpóstinn vantar enn nokkur börn til þess að annast sölu blaðsins í tilteknum hverfum á fimmtudögum. Einkum er um að ræða hverfí í Suðurbænum en einnig ann- ars staðar. Þau börn sem áhuga hafa á að veita okkur lið og næla sér um leið í aukapening vinsamlegast hafi samband við skrifstofu Fjarðarp- óstsinsað Reykjavíkurvegi 12, 2. hæð, símar 651745 og 651945 sem allra fyrst. Skrifstofan er opin frá kl. 10-17 alla virka daga. Hægt er að koma skilaboðum í símsvara í síma 651945 utan skrifstofutíma. FJARÐARPÓSTURim 4

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.