Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTASÍÐA FJARÐARPOSTSINS: Brynjar var al- veg ostöðvandi Brynjar Gcstsson var hreinlega óstöðvandi í viðureign Hauka og Skagamanna í íslandsmóti 5. flokks í körfuknattleik um fyrri helgi. Hann skoraði 35 af 38 stig- um Hauka í leiknum og það var miklu meira en Akurnesingarnir réðu við. Lokatölur urðu 38 : 26 Haukum í vil. Strákarnir í 5. flokki héldu upp- teknum hætti og unnu alla sína leiki þessa umræddu helgi. Þeir lögðu B-lið ÍR að velli 44 : 17, B- lið Vals65 :19, Skagamenn38 : 26 og Skallagrím 35 : 21. Með þess- um árangri tryggðu þeir sér sæti í úrslitakeppninni. Eins og nærri má geta varð Brynjar Gestsson stigahæstur Haukanna í þessum leikjum, skoraði samtals 79 stig. Næstur í röðinni varð Brynjar Ólafsson með 28 stig. B-lið 5. flokksins var einnig í Bikarslagur ásunnudag Haukar taka á móti B-liði Njarðvíkinga í bikarkeppni KKÍ í íþróttahúsinu við Strand- götu kl. 14 á sunnudaginn. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ættu Haukarnir að eiga léttan leik framundan en þess ber þó að gæta að B-lið Njarð- víkinganna er með marga kunna kappa innanborðs og hefur komið skemmtilega á óvart í bikarkeppninni. Fjöl- mennið í íþróttahúsið á sunnu- dag og hvetjið Haukana til sigurs. eldlínunni fyrir stuttu en átti erfitt uppdráttar. Strákarnirtöpuðuöll- um leikjunum sínum en þess ber að geta að þeir eru allir ári yngri en andstæðingarnir. Óþarfi er að hugfallast þrátt fyrir töpin því framtíðin bíður þessara stráka. Stelpumar lágu ekki á liði sínu Þær létu ekki sitt eftir liggja í velgcngi Haukanna um helgina stelpurnar í 2. flokki kvenna. Þær áttu í keppni við stöllur sínar úr mörgum liðum á Akranesi um helgina og unnu alla leikina sína en lentu í hörkubaráttu með stelp- urnar úr Keflavík. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn og þurfti því að fram- lengja. Eftir framlengingu var enn jafnt og það var ekki fyrr en eftir viðbótarframlengingu, að Hauka- stelpunum tókst að knýja fram sigur. Munurinn var þó ekki nema eitt stig. Hinir leikirnir unnust all- ir með miklum yfirburðum. Þessi naumi sigur var afar dýr- mætur því hann gerir það að verk- um að 2. flokks stelpurnar eiga enn möguleika á íslandsmeistar- atign. Til þess að hún náist þurfa þær að vinna alla leiki sína í loka- umferðinni, þ.m.t. Keflavík. „Við leggjum allt í sölurnar," sagði ívar Ásgrímsson, þjálfari stelpnanna, er Fjarðarpósturinn spjallaði stuttlega við hann. Ekki drögum við orð hans í efa og send- um stelpunum baráttukveðjur. Úrval af vörum fyrir íþróttafólk KÆLIPOKAR - HITAKREM Kryddvörur í fallegum apóteksumbúöum Opiö alla virka daga frá 9-19. Laugardaga frá kl. 10-14. Vaktþjónusta annan hvern sunnudag frá kl. 10-14. Upplýsingar í síma 51600 t HAFNARFJARÐAR APOTFK STRANDGÖTU 34, SÍMAR 51600 - 50090 Þrír efstu menn í Stofumótinu um helgina. Frá vinstri Vilhjálmur Húnfjörð, Sveinbjörn Hansson og Ásgeir Guðbjartsson. Sveinbjöm sigraði í Stofumótinu i ballskák Sveinbjörn Hansson sigraði um helgina í svokölluðu Stofumóti í ballskák (billjard) á Billjardstof- unni Hjallahrauni 13. Annar í keppninni varð Vilhjálmur Húnljörð, Ásgeir Guðbjartsson varð þriðji og Hafþór Hafdal fjórði. Keppendur á mótinu voru alls 33 og var keppt í 4 riðlum. Kom- ust tveir efstu menn úr hverjum riðli áfram og kepptu til úrslita. Léku þar allir gegn öllum og varð röð efstu manna sú sem greindi frá hér að ofan. Besta skor átti Svein- björn, 49. Að sögn Hans Kristjánssonar, eiganda Billjardstofunnar, er mikill áhugi á ballskák í Firðin- um. Sagði hann aldurshópinn sem stundaði þessa skemmtilegu íþrótt vera mjög breiðan og dá- góður hópur keppnismanna á svæðinu. Næsta mót á dagskrá er svokall- að Páskamót og er það forgjafar- mót rétt eins og stofumótið. Fer það fram á föstudaginn langa og páskadag. Þegar er farið að taka á móti skáningum. Með A- og B-lið í úr- slitum annað árið í röð Fjórði flokkur Haukanna í körfuknattleik er dæmigerður fyrir þanna frábæra árangur sem yngri flokkar félagsins hafa náð í vetur - og þó kannski ekki. í raun er afrek 4. flokks enn meira en annarra því hann er með tvö lið í úrslitum íslandsmótsins sem fram fara á næstunni. Þetta er annað árið í röð sem Haukarnir ná þessum áfanga. A-lið 4. flokks, með Jón Arnar Ingvarsson í broddi fylkingar, var gersamlega óstöðvandi um helg- ina. Strákarnir léku fimm leiki og unnu þá alla án teljandi erfið- leika. Þeir unnu Grindavík 68 : 56, Keflavík, sem átti þó að vera helsti keppinauturinn, 74 : 56, Akranes 68 : 36, Njarðvík 75 : 41 og Val 73 : 38. Eins og sjá má af tölunum fóru strákarnir lét með andstæðingana í öllum leikjun- um. Jón Arnar Ingvarsson varð langsamlega stigahæstur í þessum fimm leikjum, skoraði alls 185 stig eða að meðaltali 37 stig í leik. Heiðar Guðjónsson skoraði 43 stig og Kjartan Bjarnason 42 stig. B-lið 4. flokks stóð sig einnig með mikilli prýði um helgina. Það vann alla leiki sína í 2. deild að einum undanskildum - óvænt tap fyrir Tindastóli - og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni á kostnað Skagamanna, sem féllu niður úr 1. deildinni. B-liðið vann ÍR 65 : 51, USAH 48 : 27 og KR 49 : 44 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 19 : 29. Síð- ari hálfleikurinn gekk hins vegar alveg upp og öruggur sigur var í höfn. Sem fyrr segir var eini tap- leikurinn gegn Tindastóli, 39 : 43. Sauðkrækingarnir töpuðu öllum öðrum leikjum sínum í deildinni. Það vekur athygli að stórveldi í körfunni á borð við KR og ÍR þurfa að breygja sig í duftið fyrir B-liði Haukanna! Stigahæstur strákanna í B-lið- inu í þessum leikjum var Björgvin Viðarsson með 50 stig. Steinar Hafberg skoraði 46 og Róbert Sverrisson 31. Þjálfari 4. flokks er hinn ódrep- andi Ingvar Jónsson. Þess má til gamans geta, að Jón Arnar, stiga- kóngur A-liðsins, er sonur hans. Þriðji flokkur Hauk- anna líka í úrslitin Þriðji flokkur Haukanna í körfubolta er einnig kominn í úrslit í sínum flokki eftir góðan árangur í síöasta „fjölliðamóti“. Strákarn- ir unnu alla sína leiki mjög sannfærandi og eiga góða möguleika á íslandsmeist ara t ign. Það voru helst Keflvíkingar sem voru Haukunum erfiður Ijár í þúfu. Lokatölur urðu 66 : 63 Haukum í vil en sigurinn var þó mun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Strákarnir unnu einnig Val, 73 : 46, Njarðvík, 64 : 56, og ÍR, 83 : 55. Jón Arnar Ingvarsson, sá hinn sami og skorar nær helming stig- anna í 4. flokki, var atkvæðamestur Haukanna með alls 98 stig. Hörður Pétursson skoraði 51 stig og Þorsteinn Ragnarsson 36. 12

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.