Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 03.03.1988, Blaðsíða 16
FLUTNINGUfí Efí OKKAR FAG EIMSKIP VÖRUAFGREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN SÍMAR 51710 - 52166 - 52876 Viöræiur í gangi eriendis um nýtt álver. Ljóst ai staisetning yrii vii Straumsvík Fjögur erlend stórfyrirtæki, að minnsta kosti, hafa sýnt mikinn áhuga á að reisa nýtt álver gegnt Alverinu í Straumsvík. Mikil leynd hvflir yfir því hvaða fyrirtæki þetta eru, en samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins eru þau öll evrópsk. Nefnd ríkisstjórnarflokkanna, sem skipuð var til að annast undirbúning að samningum um hið nýja stóriðjuver, hélt utan í gær, miðvikudag, til viðræðna við þessa aðila. Nefndin mun lialda samráðsfund með fulltrúum Hafnarfjarð- arbæjar 8. mars n.k. Að sögn iðnaðarráðherra, Friðriks Sophusson- ar, verður Ijóst um mitt ár, hvort að stofnun undirbúningsfélags verður með þeim aðilum, sem nú er verið að ræða við. Stofnun félagsins mun samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins vera aðalum- ræðuefnið nú í viðræðum undirbúningsnefndarinnar við erlendu fyrirtækin. milljónum í framkvæmdir Teikningar að 1.600 fer- metra saltgeynislu Eimskipa- félags íslands á nýja athafna- svæði félagsins við Suðurhöfn- ina hafa verið samþykktar. Jóhann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Eimskips í Hafnarfirði sagði, að fram- kvæmdir við bygginguna hæf- ust í næsta mánuði. Þá verður fljótlega hafist handa við frysti- og kæligeymslu, sem rúma mun 500-600 tonn. Sagði Jóhann, að Eimskipafélagið hygðist verja 80-90 millj. kr. í framkvæmdir á hafnarsvæð- inu á þessu ári. Saltgeymsla Eimsalts verður braggalaga og hljóðar kostnaðar- áætlun upp á 35-40 millj. kr. Framkvæmdir hefjast innan mán- aðar eins og fyrr greinir og ætlunin að taka hana í notkun að ári lið- inu. Eimsalt hefur verið starfrækt í fjögur ár, en saltsalan fer öll í gegnum Hafnarfjarðarhöfn. Seldi fyrirtækið40þúsund tonnásl. ári, kaupendur eru um 300 alls staðar á landinu. Nýja geymslan mun rúma um 6.000 tonn. Iðnaðarráðherra var spurður, hvort endanlega væri ljóst, að nýtt álver muni rísa við Straums- vík, en ekki annars staðar á land- inu. Hann svaraði: „Slagurinn stendur ekki um staðarval á ís- landi, heldur um það hvort þessir aðilar byggja álver hérlendis eða annars staðar í heiminum. Ef nýtt álver verður að veruleika, þá verður það reist við Straums- vík.“ Álverið sem um ræðir er 180 þúsund tonn að stærð eða rúm- lega helmingi stærra en ÍSAL. Reiknað er með í þeim umræðu- punktum sem nú liggjafyrirsam- kvæmt heimildum Fjarðarpósts- ins, að fyrsti áfangi geti komist í gagnið á árunum 1991 til 1992 og hinn síðari 1993 til 1994. 440 starfsmenn yrðu við verksmiðj- una fullfrágengna og um 80 til viðbótar, ef rafskautaverk- smiðja verður einnig byggð, en það mál erenn í athugun. Kostn- aður er áætlaður 500 milljónir dollara eða um 18 milljarðar ísl. kr. Rafmagnsþörf hins nýja álvers verður 300 megavött, en Blanda ein rneð fullum afköstum gefur af sér um 150 megavött. Helstu kostir til viðbótar hafa verið nefndir Kvíslárveitur, Fljótsdals- virkjun og stækkun Búrfells- virkjunar. Þá eru nýir kostir svo sem jarðgufuveitur, t.d. áNesja- völlum. Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hefur ritað iðnaðarráð- herra bréf og farið þess á leit að fá áheyrnarfulltrúa í undirbún- ingsnefnd ríkisstjórnarflokk- anna, en því hefur verið hafnað. Aftur á móti mun nefndin halda formlega samráðsfundi með full- trúum bæjaryfirvalda og verður fyrsti fundurinn n.k. þriðjudag, eins og áður segir. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri, sagði aðspurður, að væntanlega sæti einn fulltrúi frá hverjum bæjarstjórnarflokki í þeirra hópi. Grænlenski rækjuskipaflotinn vill til Hafnarfjarian Þúsund férmetra vörugeymsla rís fyrir haustið undir starfsemina Grænlenskum gestum kemur til með að fjölga verulega í Hafnar- Firði á næstunni því hafnarstjórn hefur veitt Þorvaldi Jónssyni umboðsmanni 22 grænlenskra skipa, sem gera út á rækju, heimild til að reisa 1.000 fermetra vörugeymslu við höfnina. Með tilkomu vöru- geymslunnar mun sá hluti grænlenska flotans, sem landað hcfur og leitað þjónustu á ísafirði hingað til, koma til Hafnarfjarðar. Viðbúið er því, að stærstur hluti grænlenska flotans leiti til Hafnarfjarðar hér eftir. Samkvæmt upplýsingum Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu njóta nú 34 grænlensk skip undanþágu til löndunar hérlendis, en undanþágan, sem gefin hefur verið til hálfs árs í senn, rennur út 1. júlí n.k. Þorvaldur Jónsson sagði að ætlunin væri að taka nýju vöru- skemmuna í notkun næsta haust, en hún verður staðsett til hliðar við gömlu olíumalartankana nið- ur af Hvaleyrarholtinu að sögn hafnarstjóra. Grænlensku skipin hafa landað hér, í Reykjavík og á ísafirði. Ástæða þess að þau leita hingað í auknum mæli sagði Þorvaldur vera, að oft væri erfitt með aðföng og útflutning frá Isa- firði vegna slæmra samgangna. I Hafnarfirði hefði hins vegar gef- ist best að fá landanir og útflutn- ing. Grænlenska rækjan er flutt héðan að stærstum hluta með skipum Eimskips til Þýskalands fyrir Japansmarkað og til Dan- merkur á Evrópumarkað. Grænlendingarnir veiða rækju sína á Dornbanka-miðum, en rækjan heldur sig oftast Græn- landsmeginn við miðlínuna miili Grænlands og íslands. Engar nothæfar hafnir eru á austur- strönd Grænlands og höfum við því veitt þeim undanþágur til að landa hérlendis, sækja vistir og aðra þjónustu. Landsstjórnin grænlenska sækir um það leyfi hverju sinni og sagði Jón B. Jón- asson skrifstofustjóri aðspurður um það mál, að íslendingar hefðu frá því í tíð Steingríms Hermannssonar sem sjávarút- vegsráðherra veitt leyfið tíma- bundið hverju sinni. Grænlend- ingar eru einu erlendu aðilarnir sem notið hafa þessara undan- þága. Skip Grænlendinga eru yfir- leitt stór og þeir vinna og frysta rækjuna um borð. Ástæðu undanþáganna sagði Jón fyrst og fremst vera þá, að við ættum ýmislegt óafgreitt við Grænlend- inga um skiptingu veiða og veiði- svæða. Við veitinguna væri því ætíð verið minnt á, að við þyrft- um að setjast að samningaborði en ýmsir erfiðleikar Grænlend- inga heima fyrir ætíð staðið í vegi. Varðandi hugsanlega bygg- ingu vörugeymslu í þessum til- gangi sagði Jón, að það mál yrði að skoðast sérstaklega, en ljóst væri, að útlendingum væri óheimill allur atvinnurekstur hérlendis án sérstakra leyfa.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.