Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 1
 FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunMO Hafnarfirði Sími 652266 FJflRÐflR 9.TBL 1988-6. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. MARS VERÐ KRÓNUR 50,- bstutmn /\\S FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Sjávanjtvegsráðherra um Grænlendingana: „Kemur okkur mjög á óvart" - Mikiö áfall fyrír ísfirðinga „Þetta kemur okkur mjög mikið á óvart og er mikið áfall fyrir ísfirð- inga. Það hljóta allir að skilja. Þá kemur mér sérstaklega á óvart að enginn skuli hafa haft fyrír því að ræða við okkur í sjávarútvegsráðu- neytinu. Við ætlum okkur að krefjast skýringa og er málið í athugun," sagði Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra, er borin var undir hann frétt Fjarðarpóstsins frá í síðasta tölublaði þess efnis, að græn- lenski rækjuskipaflotinn leitar hingað í síauknum mæli og að úthlutað hafi verið lóð á hafnarsvæðinu til byggingar 1.000 fermetra vörugeym- slu fyrir rekstur þeirra. Venusar-fálkinn var hinn brattasti, eins og sjá má. Ævar sá strax, er hann tók á tnóti honum við Hafnar- fjarðarhöfn að hér var um Grœnlandsfálka að rœða. Sagði hann bœði litarmun og stærðarmun áþeim og íslenska fálkanum. Sá grœnlenski er mun Ijósari og minni en þeir íslensku. Halldór sagði ennfremur: „Á þeim tíma sem Grænlendingar fengu fyrst leyfi til löndunar og aðstöðu var það svo til eingöngu á ísafjörð sem þeir leituðu. f>ar hef- ur síðan byggst upp heilmikil þjónusta í kringum þá, svo sem vörugeymslur o.fl. Það er því mikið áfall að þeir skuli skyndi- lega hverfa þaðan án þess að nokkuð sérstakt tilefni gefist til. Vegvilltur Grænlandsfálki leitaði ásjár áhafnar Venusar Mér hefði fundist eðlilegra að þetta dreifðist á fsafjörð og þá eins hér á suðurvesturhornið. Við ætlum okkur að fá skýring- ar á þessu og kanna málið. Ókkur finnst að þeir hefðu getað rætt við okkur í ráðuneytinu, en við erum að kanna málið og munum síðan taka ákvörðun." Þess má geta að leyfi Grænlend- inganna, sem gefið hefur verið út til hálfs árs í senn, rennur út 1. júlí n.k. Ástæður þess eru að sögn ráðuneytismanna þær, að fslend- ingar hafa margreynt að ná Grænlendingum að samninga- borði um skiptingu veiðisvæða og því viljað láta þá vita, að þessi undanþága til þeirra er ekki sjálf- gefinn hlutur. Það fjölgaði óvænt um borð í Venusi HF-519 úti fyrir Austfjörð- um fyrir rúmum þremur vikum. Ungur Grænlandsfálki leitaði þar aðstoðar, er hann hafði borist af leið og fengið grút í fjaðrirnar. Fálkinn, sem er karlkyns, dvaldi síðan í góðu yfirlæti um borð þar til Venus kom til hafnar í Hafnarfirði sl. sunnudagskvöld og nýtur hann nú gestrisni Ævars Petersen, dýrafræðings, og félaga hans í Náttúra- fræðistofhun. Skipverjar á Venusi útbjuggu strax aðsetur fyrir gestinn á stjórnborðsgangi. Strengt var net fyrir ganginn og þar naut fálkinn sín hið besta. Að sögn skipverja yfirgaf hann vistarver- urnar einu sinni og fór út á dekk, en var fegnastur því að komast í sitt verndaða umhverfi á ný. Ævar Petersen, dýrafræðing- ur, tók á móti Venusi við Hafn- arfjarðarhöfn og bauð fálkanum til gistingar í húsnæði Náttúru- fræðistofnunar, þar sem hann hefur hýst marga bræður hans og systur. Hann sagði fálkann í góð- um holdum en að hann hefði augsýnilega villst af leið og feng- ið grút í fjaðrirnar svo áhöfnin á Venusi hefði bjargað lífi hans. Venusar-fálkinn er karlkyns, á fyrsta ári, grænlenskur. Hann naut hið besta atlætis í fálka- athvarfinu í gær og hafði fengíð sitt bað, reyndar við litla hrifn- ingu. Ævar sagði aðspurður, að Grænlandsfálkar villtust stund- um að heiman og dæmi væri um að Grænlandsfálki og íslenskur fálki hefðu mglað saman reitum. Hann kvaðst myndu sleppa Ven- usar-fálkanum öðru hvoru meg- in við helgi og þá jafnvel í Hafn- arfirði, þar sem líta mætti á Hafnarfjarðarhöfn sem heima- höfn hans hér. Innbrot í Gafl-nesti Lögreglunni í Hafnarfirði barst í gærmorgun tilkynning um að brotist hefði verið inn í Gafl-nesti í fyrrinótt. Þegar Fjarðarpósturinn hafði sam- band við lögreglu lá ekki ljóst fyrir hversu miklu hafði verið stolið né hve skemmdir voru miklar. Málið var í rannsókn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.