Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 9
Frá afhendingu peningagjafarinnar, en húnfórfram í húsnœði Kvenfélagsins Hringsins við Suðurgötu. A myndinni má sjá hvar Erna Mathiesen afhendir Guðfinni G. Þórðarsyni peningagjöfina. Hringurinn gaf Heila- vemd 100 þúsund krónur Kvenfélagið Hringurinn í Hafnarfirði gaf nýverið félaginu Heilavernd 100 þúsund krónur. Afhenti formaður Hringsins, Erna Mathiesen formanni Heila- verndar, Guðfinni G. Þórðarsyni, peningana að viðstöddum stjórnum félag- anna í kaffisamsæti ■ húsnæði Hringsins við Suðurgötu 72 sl. laugardag. Heilavernd var stofnað 22. sept- ember 1985. Stofnfélagar eru ætt- ingjar sjúklinga með arfgenga heila- blæðingu, sem vildu leggja sitt af mörkum með fjársöfnun til að efla rannsóknirnar. Nýverið fór fram landssöfnun, sem útvarpsstöðin Bylgjan og JC-hreyfingin á íslandi stóðu fyrir. Söfnuðust þá um 5 millj. kr. í ávarpi sínu við afhendinguna rakti Erna Mathiesen störf kvenfé- lagsins í stuttu máli og sagði m.a., að félagið hefði frá fyrstu tíð varið ágóða af starfsemi sinni til líknar- mála. Guðfinnur G. Þórðarson tók við gjöfinni og þakkaði fyrir hönd Heilaverndar og sagði hana mjög mikla hvatningu til að halda áfram rannsóknum á sjúkdómnum. Þess má geta að sjúkdómurinn hef- ur fundist í um níu íslenskum fjöl- skyldum og hefur hann lagt fjöl- marga að velli, oftast fólk á aldrinum 20- 30 ára. í baráttunni gegn þessum vágesti hefur þegar tekist að finna nokkuð nákvæma leið til að greina sjúkdóminn. í stjórn Heilaverndar eru, auk Guðfinns, þau Dagný Hildur Leifs- dóttir, Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson og Guðmundur Guðjónsson. f stjórn Kvenfélagsins Hringsins eiga sæti, auk Ernu, þær Guðbjörg Helga Guð- brandsdóttir, Stefanía Sveinbjörns- dóttir, Elísabet Valgeirsdóttir og Elín Kristbergsdóttir. Vinabærinn Bænim í Noregi: Hópur 60-70 manna kemur til Hafnarfjarðar í júní Bæjarstjórn hefur borist bréf frá 14.-20 júní n.k. 1 hópnum er m.a. einnig er ætlunin að taka þátt í 17. vinabæ Hafnarfjarðar Bærum í Nor- skólahljómsveit. júní hátíðarhöldunum. Mun norska egi, þar sem boðuð er koma 60-70 Að sögn Gunnars Rafns Svein- skólahljómsveitin þá væntanlega manna hóps til Hafnarfjarðar dagana björnssonar, bæjarritara, ætlar hóp- leggja sitt af mörkum. Bærum er sem __________________ urinn fyrst og fremst að kynnast kunnugt er nágrannabær Osló- Hafnfirðingum og Hafnarfirði, en borgar. Mjólkursamsalan Frá gjaldheimtunni Þann 15. mars fellur í eindaga 2. hluti fasteignagjalda og einnig 2. hluti staögreiöslugjalda. Vinsamlegast gerið skil fyhrir eindaga svo komist verði hjá óþarfa kostnaði og öðrum erfiðleikum sem vanskil skapa. Gjaldheimtan í Hafnarfirði GAFLARIVIKUNNAR, Fullt nafn? Guðríður Elías- dóttir. Fæðingardagur? 23. apríl 1922. Fæðingarstaður? Akranes. Fjölskyldurhagir? Gift Jónasi Sigurðssyni. Við eigum tvö upp- komin böm. Bifreið? Opel 1985. Starf? Formaður Verka- kvennafélagsins Framtíðarinnar og vinn á skrifstofu þess. Fyrri störf? Húsmóðurstörf og ræsting í skólum. Helsti veikleiki? Finnst ég ald- rei gera nógu vel. Helsti kostur? Það læt ég aðra dæma um. Uppáhaldsmatur? Glæný ýsa. Versti matur sem þú færð? Reyktur fiskur. Uppáhaldsdrykkur? Vel kalt vatn. Uppáhaldstónlist? Dægurlaga- tónlist. Hvert er uppáhaldsblaðið/tíma- ritið/bókin? Alþýðublaðið, tíma- ritið Úrval og bókin Vesalingarn- ir. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Kristján Arason, sonur minn Elías Jónasson og dóttur- sonur Jónas Stefánsson. Hvaða stjómmálamanni hefurðu mestar mætur á? Gylfa Þ. Gíslasyni. Hvert er eftirlætissjónvarpsefn- ið þitt? Hvað heldurðu. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Auglýsingar. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Sigrún Stefánsdótt- ir. Uppáhaldsleikari? Þorsteinn Ö. Stephensen. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Þymifuglamir. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Er heima á mínu heimili. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þórsmörk. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika. Hvað fer mest í taugamar á þér í fari annarra? Óstundvísi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Móður Theresíu. Hún er svo mikill per- sónuleiki. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Reikning. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Ég myndi styðja við bakið á mínum nánustu og gleðja öryrkja. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Blóm, rauðar rósir. Ef þú gætir orðið ósýnileg, hvar myndirðu helst viðja vera? Ég held að ég vildi það ekki. Mér fyndist ég vera að liggja á hleri. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Verkalýðs- og félagsmál. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Fara í gott bað og vera heima. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Snúa mér að málefnum aldraðra og öryrkja. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Sá sem dóttur- sonur minn sagði mér um daginn: „Amma, veistu afhverju Hafnfirðingar búa í kringlóttum húsum. Svo þeir þurfi ekki að þrífa úr hornunum." Erling fyrirframan „rústirnar" afþvísem var honumfagurtgarðskraut. Hann heldur á rafmagnssnúrunni og það er ekki vörgunum að þakka, að smábarn varð ekkifyrir því að stinga snúrunni upp í sig. Skemmdar- varaar enn á ferðinni Skemmdarvargar í bænum ætla ekki að gera það enda- sleppt. Nú réðust þeir til atlögu við skrautbyggingar í garði við Lækjargötu 9 og enn á ný virðist aðeins óheft skemmdarfýsn og hreinn mol- búaháttur búa að baki. Erling Andersen er eigandi þessa garðskrauts, en það eru kirkju- og burstabæjarlíkön, sem hann hafði lagt rafmagn fyrir ljósaperur út í. Vargarnir létu sér ekki nægja að brjóta og bramla með einhvers konar bareflum, heldur gengu þeir frá rafmagnssnúru á þann veg, að óvitar hefðu getað stórslas- ast af. Atburðurinn mun hafa átt sér stað einhvern tíman í kringum fimmtudaginn 3. mars. Erling sagði, að fyrir nokkru hefðu þrír bílar fyrir utan húsin Lækjargötu 9 og 11 verið rispaðir með nöglum eða öðru áþekku þannig að stórsér á þeim og það verk augsýni- lega unnið af sömu hvötum. Það er synd að vita af því ef Hafnarfjörður, þessi annálaði íþróttabær, þarf að verða þekktur út fyrir bæjarmörkin af slíkum molbúahætti og óvitaskap. Það væri þarft verk, að bæjarbúar stæðu saman um að ná til þessara skemmdarvarga og hjálpa þeim. Þeim hlýtur að líða meira en lítið illa sem finna sér ekkert þarfara að gera. Fjarðarpósturinn - blaðið ykkar! Ráðsfundur annars ráðs ITC á íslandi haldinn á laugardag Ráösfundur annars ráðs ITC á íslandi verður haldinn laugardag- inn 12. mars næstkomandi á Gafl- inn, Dalshrauni 13. ITC- deildin íris í Hafnarfirði sér um fundinn, sem er ræðukeppnisfundur. Ræðukeppnin hefst kl. 10 árdegis og keppa þar deildir innan annars ráðs í óundirbúnum ræðum. í hádeginu flytur Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri, erindi sem nefnist „Upphaf og þróun fullorðinsfræðslu". Þá verður Ing- veldur Ingólfsdóttir með fræðslu sem nefnist „Deildarstarf-skipu- lagning-samskipti innan ITC“. Loks eru félagsmál á dagskrá ráðsfundarins á laugardag. I frétt frá ITC-deildinni íris segir að allir séu hj artanlega velkomnir. Flóamarkaður Mig vantar barnapíu fyrir 18 mánaðastúlkubarnn. Erá Arnarhrauni. Uppl. í síma 651701. Til sölu fjórir samstaeðir og djúpir stólar, áklæði í orange, rauðu og svörtu. Hvít grind. Heppilegir i stofu eða sjónvarpshol. Seljast á kr. 2.500 stykkið. Uppl. í síma 651607. Töskur með skíðaskóm víxluðust í Bláfjallarútunni, sem fer í Hafnarfjörðog Garðabæ, um miðjan febrúar. Töskurnar eru nákvæmlega eins, dökkbláar LOOK töskur, en innihaldið ekki að sama skapi. Innihaldið sem saknað er, eru nýir Salomon skíðaskór, en þess í stað eru í óskilum Nordica-skór, í miklu minna númeri. Sá sem saknar skíðaskóna sinna og „réttrar“ tösku er vinsamlegast beðinn að hafa samband við Sigrúnu í s: 5 31 47. Til sölu barnastóll, burðarrúm, burðarpoki og fleira fyrir börn. Tvö hvít rúmteppi annað á hjónarúm og hitt á einstaklingsr- úm. Ennfremur er til sölu Sharp-tölva NZ-800. Jpplýsingar í síma 5 16 85. FOTAAÐGERÐIR — FÓTSNYRTIFIG — Er við í Dísellu á föstudðgum og laugardögum Þórhalla Ágústsdóttir snyrti■ og fótasérfræðingur Pantið tímanlega fyrir fermingarnar Hárgreiðslustofan MEYJAN Reykjavíkurvegi 62, II. hæð, sími 54688 ÚRYALAF FERMINGARSKÓM SKÓHÖLLIN Fjarðartorgi - Sími 54430 8 I 9

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.