Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 14
„Vi6 höfum ekki þurft a6 líta á okkur sem neina geirfugia“ Öldungadeild Flensborgarskóla hefur nú starfað í sex ár. Á milli 120 fyrir að læra tungumál og líklega til 140 nemendur hafa að jafnaði stundað nám við deildina á hverri hefur áhugi á framhaldsnámi önn. Ástæður þess, að fólk tekur sig upp frá hefðbundnu lífi og störfum blundað með mér lengi. “ til að setjast á skólabekk, oft þegar nokkuð er liðið á aldur, eru eflaust Þórunn sagði, að eldri börn margar. Algengast er þó, að fólk ætli sér í framhaldsnám en skorti hennar hefðu átt þátt í því að hún undirbúning, eða að almennur áhugi fyrir að afla sér aukinnar ákvað að hefja nám og sagði menntunar hafi verið til staðar, en aðstæður hamlar. Þegar tækifærið síðan: „Þau voru í menntaskóla- gefst er síðan látið til skarar skríða, jafnvel þótt viðkomandi hafi ekki námi og ég fylgdist með. Áhuginn endilega ákveðið neitt um það fyrirfram hvað hann ætli sér að gera að hefur vafalaust alltaf verið fyrir öldunganáminu loknu. Kristín B. Sigurbjörnsdóttir, starfsmaður Sam- hendi og öldungadeildin opnaði vinnuferða/Landsýnar í Hafnarfirði og Þórunn Ólafsdóttir, húsmóðir, tækifærið til að láta leyndan draum stunda nú nám á síðustu önn við öldungadeild Flensborgar og hafa í rætast. Auðvitað eru markmiðin hyggju að Ijúka því í vor. Rætt var við þær um námið og forvitnast um, afar mismunandi hjá fólki, þegar hvað hafi komið þeim til að hefja það. það byrjar. Ég álít þó, að meiri- hlutinn sé ekki með markaða Kristín varð fyrst fyrir svörum stofn. Það ýtti við mér þótt égfæri stefnu, þegar hann sest á skóla- og sagði: „Ég fékk áhugann, þeg- ekki af stað fyrr en þessi mögu- bekk.“ ar öldungadeildin við Mennta- leiki var fyrir hendi í Flensborg. Varðandi það hvort þær teldu skólann við Hamrahlíð var sett á Ég hef alltaf haft mikinn áhuga erfiðara að stunda nám eftir nokk- FJflRDflR pösturmn Óskum eftír að ráða duglegan og áreiðan- legan uuiheuntustjóra Fjarðarpósturinn óskar eftir að ráða starfsmann í hluta- starf til þess að annast innheimtu reikninga og uppgjör á sölu blaðsins á sölustöðum þess frá ogmeðnæstu mánaða- mótum. Viðleitum eítir duglegum og áreiðanlegum starfsmanni, sem á auðvelt með að skipuleggja vinnu sína sjáMir. Laun sainkvænit samkomulagi. Áhugasamir sendi umsóknir með nánari upplýsingum um viðkomandi fyrir 20. mars til Fjarðarpóstsins, Reykja- víkurvegi 72,220HafharBrði, merlúar ,Jnnheim tusjórí “ Hafnarfjörður frá árinu 1926. urt hlé en á árum áður sagði Kristín: „Ég held, að þegar kona byrjar nám þá skapist vissar væntingar í kringum hana. Umhverfið þrýstir á og ég hef oft fundið fyrir þessu. Fólk fer að spyrja: Hvenær ætlar þú að ljúka námi? Hvað ætlar þú að gera, þeg- ar þú ert búin? Ætlar þú að fara í háskólann? Þetta skapar vissa pressu.“ Ekkl of vissir um sjálfa sig Aðspurðar um, hvort þetta gilti almennt um nemendur í öldunga- deildinni svaraði Kristín fyrst: „Nokkuð mikið. Mér hefur fund- ist þessi pressa vera neikvæða hliðin á öldunganáminu." Þórunn sagði aftur á móti: „Pressan er vissulega fyrir hendi, þótt ég hafi ekki látið hana fara í taugarnar á mér. Ég ákvað strax að ég væri að þessu fyrir sjálfa mig. Það eru ekki margir einstaklingar sem eru of vissir um sjálfa sig, þegar þeir hefja námið. Þeir vita ef til vill ekki hvernig þeir standa gagnvart því eða hvernig þeim líkar að stunda nám þegar á reynir. Það getur verið erfitt fyrir marga, sem eru að þreifa sig áfram; langar til að læra en hafa ekki fullmótaðar hugmyndir um hvað þeir vilja. Fullorðið fólk, sem fer í nám eftir mismunandi langt hlé og með mjög misjafnan undirbúningi verður að hafa sveigjanleika gagnvart námi sínu.“ - En hvaðan kemur þessi pressa? „Hún kemur bæði innan frá og utan“, svaraði Kristín og hún hélt áfram: „Hún kemur óbeint að innan frá skólayfirvöldum. Það er rætt um hvað margir innritist í öldungadeildina og síðan er einn- ig talað um hversu margir út- skrifist. Það er viss metnaður skólayfirvalda fólginn í því að sem flestir útskrifist og öldungadeildin sé ekki notuð sem einhvers konar námsflokkar." Held að við séum seigari Kristín sagði aðspurð í fram- haldi af því, að nokkuð væri ætíð um það að öldungadeildanem- endur sæktust einvörðungu eftir aukinni þekkingu en ekki endi- lega stúdentsprófi. Hún sagði einnig: „Öldungadeildirnar eru heppilegur vettvangur til að sinna slíkum áhugamálum. Það er ekk- ert óeðlilegt að fólk hafi áhuga á að læra einhverja tiltekna hluti. Við getum nefnt tungumál sem dæmi, án þess að stúdentspróf þurfi að fylgja." - Af hverju eru konur fjöl- mennari í öldungadeildum að ykkar mati? Er það vegna þess að karlmenn eru bundnari við að framfleyta fjölskyldunni? Kristín varð fyrst fyrir svörum og sagði: „Það var algengara, að minnsta kosti á okkar æskudög- um, að konur hættu á námsbraut- inni. Nú vinna margar konur með öldunganámi. Okkur væri þetta ekki framkvæmanlegt, ef aðrir hjálpuðu ekki til. Eg hef alltaf unnið úti með náminu og til við- bótar er ég nægilega sérvitur, eða eigum við að segja eigingjörn að vilja helst ekki sleppa neinu af áhugamálum mínum. Vissulega hefur fjölskyldan hjálpað til.“ Þórunn sagði: „Ég held, að við séum seigari. Vinnudegi okkar kvennanna lýkur aldrei. Það má ef til vill segja, að hann taki sér hvíld, þegar við leggjumst til svefns. Okkur væri þetta ófram- kvæmanlegt, ef við nytum ekki stuðnings okkar nánustu. Ég hef ekki unnið úti með náminu, en þess í stað fylgt einu barna minna nokkuð eftir í gegnum skólann." Krakkarnir tekið okkur mjög vel - Sumir nemendur öldunga- deildar eiga börn í dagskólanum, einsogþú, Þórunn. Hvernig hefur ykkur fundist að sitja á sama bekk og unga fólkið? 14

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.