Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 10.03.1988, Blaðsíða 15
o - Hefur ykkur komið eitthvað á óvart í öldungadeildinni, eitthvað sem þið bjuggust alls ekki við? Þær voru sammála um að ekk- ert hefði komið á óvart og Þórunn útskýrði það frekar: „Það hjálp- aði mér mjög mikið, að ég hafði kynnst þessu í gegnum börnin mín. Við gerðum okkur strax grein fyrir því að þetta kostaði mikinn tíma og vinnu. Nokkrar okkar hafa getað unnið þetta að ein- h^erju leyti saman, en það gildir alls ekki um alla.“ Kristín bætir við: „Það gildir ekki um mig, nema að litlu leyti. Ég hef alltaf verið það bundin af vinnu, að ég hef ekki getað hitt skólasystur mínar á daginn til þess að fara með þeim yfir námsefni." Fyllilega þess virði - Er ekki erfitt að halda uppi félagslífi við ykkar aðstæður? „Það er vissulega erfitt. Þó hef- Kristín B. Sigurjónsdóttir til vinstri á myndinni og Pórunn B. Ólafsdóttir. ur okkur tekist að halda í nokkurt félagslíf. Við höfum til dæmis far- ið saman í leikhús í nokkur skipti, svo eitthvað sé nefnt,“ svaraði Kristín. - Mat áfyrranámier mjögmis- jafnt hjá framhaldsskólunum. Finnst ykkur að nemendur Flens- borgar sitji við sama borð og nemendur annarra framhalds- skóla? Útvarp Hafnarfjöröun Lækjarskóli í loftió Lækjarskóli verður með útsendingu frá n.k. mánudegi til laugar- dags í Utvarpi Hafnarfjarðar, en þá er opin vika hjá þeim í skólan- um, sem ber yfirskriftina: „Við lækinn í 60 ár.“ Útsendingar Lækjarskóla verða á alla dagana á tímanum 10-12 og 13 til 15. Útvarp Hafnarfjörður verður eins og fyrr með útsend- ingar hvern dag kl. 16-19. Jamvöruverslun í verslun okkar fást helstu rekstrarvörur til vélsmiðju og ýmsar rekstrarvörur til báta og skipa. Lítið við og reynið viðskiptin! mmi Hitiju UMBODS OG VÉLAVERSLUN Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfirði Símar 651525 og 54315 Kristín svaraði: „Námsmatið í Flensborg er nokkuð strangt. Það er nauðsynlegt að þessir hlutir verði samræmdir milli einstakra skóla. Það hefur verið unnið að því á vegum Landssambands Öldungadeilda. Fulltrúi okkar í Flensborg, Magnea Gunnarsdótt- ir, hefur unnið ötullega að því máli fyrir hönd okkar. Það er jafn- slæmt að skólar séu of eftirgefan- legir í þessum efnum eins og að mjög ströngum reglum sé beitt. Þær stöllur voru að lokum spurðar að því,hvort þær hefðu einhvern tíma séð eftirþví að hafa farið í öldungadeildina. Svarið var samhljóða: „Aldrei. Það hef- ur fyllilega verið þess virði að hafa lagt þetta á sig.“ NY SENDING AF ÞVOTTAVÉLUM Rafbúðin Álfaskeiði 32 - Sími 53020 Byggingalóðir íVatnsleysustrandarhreppi HOFUÐBORGAR SVÆÐIÐ Byggingalóðir í mnsleysustrandarhreppi VATNSLEYSU- STRANDAHREPPUR í Vogum eru nú til lóðir undir íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Lóðirnar eru við frágengið gatnakerfi, þ.e. með slit- lagi og gangstéttum. Um er að ræða um það bil 30 lóðir undir íbúðarhúsnæði og 10 undir iðnaðarhúsnæði. Athygli er vakin á því að Vogarnir eru aðeins í um það bil 20 mín. keyrslu frá höfuðborgarsvæðinu og 10 m ín. keyrslu frá aðal þéttbýliskjarna Suðurnesja (Keflavík, Njarðvík og Keflavíkurflugvelli). Þá á sér nú stað mikil atvinnuuppbygging í Vatnsleysustrandarhreppi, svo sem í fiskeldi og þjónustu. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps, Vogagerði 2, Vogum, sími 92-46541. SVEITARSTJÓRI Þórunn varð fyrir svörum og sagði: „Viðhorf mitt gagnvart ungmennum og ekki síður kenn- urum hefur breyst við veruna í öldungadeildinni. Maður hugsaði ekki svo mikið út í stöðu kennar- ans á unglingsárunum. Hann átti aðeins að vera þarna.“ Kristín sagði m.a.: „Ég vil að það komi fram, að þau samskipti eru góð. Vegna þess hversu öld- ungadeildin hér er fámenn höfum við þurft að sækja nokkra áfanga í dagskólanum. Það hefur ekki ver- ið unnt að hafa þá í boði fyrir öldunga nægilega oft. Krakkarnir hafa tekið okkur mjög vel. Við vorum fremur feimin við þau en þau við okkur í byrjun. En við höfum ekki þurft að líta á okkur sem neina geirfugla." 15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.