Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 1
A\\c FERÐASKRIFSTOFA BæjarhraunilO Hafnarfirði Sími652266 Samúðar- aögerðir vii Eyja- menn Verkamannafélagið Hlíf hefur ákveðið samúðaraðgerð- ir lil stuðnings verkafólki í Vestmannaeyjum. Hafa félagsmenn tilkynnt, að ekki verið unnið við löndun báta frá Vestmannaeyjum og farið þess á leit við Fiskmark- aðinn og aðra sem málið varðar, að bátarfrá Vestmanna- eyjum fái ekki þjónustu í Hafh- arfirði. Að sögn Hallgríms Péturs- sonar hjá Hlíf er staðan í verkalýðsmálunum óljós. FJflRÐflR póstunnn 10. TBL 1988-6. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS VERÐ KRÓNUR 50,- Byggð þrjú til fjögur þúsund íbúa á Hvaleyrarholti: Stefnt að því að hefja fram- kvæmdir á miðju næsta ári Stefnt er að því, að unnt verði að hefja framkvæmdir á nýja íbúða- annarkostur fyrir hendi, en þaðer sem ný hverfi byggðust, svo ser Stefnt er að því, að unnt verði að hefja framkvæmdir á nýja íbúða- byggingarsvæðinu á Hvaleyrarholti um mitt næsta ár. Svæði þetta á að tengjast Suðurbænum og er staðsett suður af iðnaðarhverfinu á holtinu sem liggur suður í hraunið. Skipulagsvinna er vel á veg komin. Fjarðarpósturinnræddinýverið byggðist. Um tegund íbúð- við Jóhannes Kjarval skipulags- stjóra bæjarins um þetta nýja byggingarsvæði. Hann sagði, að reiknað væri með byggð þrjú til fjögur þúsund íbúa og að hverfið yrði sérstakt skóla- og þjónustu- svæði. Gert er og ráð fyrir sérstöku verslunarsvæði og sagði Jóhannes að stefnt væri að því, að þarna byggðist upp öll þjónusta við íbú- ana jafnóðum og hverfið abyggðar sagði hann það verða svipað í skipulagningu og Norður- bærinn, þ.e. að um 50% íbúða yrði í fjölbýlishúsum, 25% í rað- húsum og parhúsum og 25% í ein- býli. Jóhannes var spurður, hvort reiknað væri með að þetta nýja hverfi gæti tekið við síaukinni eftirspurn og jafnvel enn meiri, ef nýtt álver rís í Straumsvík. Hann svaraði því til, að þarna væru miklir möguleikar en að auki væri annar kóstur fyrir hendi, en það er framhald byggðar í Setbergs- hverfi. Þess utan eru í byggingu íbúðir í Hvammahverfi og unnt að bæta við íbúðabyggð á svæðinu ofan við fyrirhugaða nýja kapellu kaþólskra við Jófríðarstaðarveg. Jóhannes sagði í lokin, að nýja Hvaleyrarholtshverfið kæmi til með að tengjast bænum á mjög skemmtilegan hátt, en bærinn væri sérstaklega fallegur skipu- lagslega séð með legu sinni í kringum sjálfan fjörðinn. Hann sagði fólk eflaust álíta fyrst í stað, að það væri að byggja utan bæjar- ins, en það gerðist í hvert skipti sem ný hverfi byggðust, svo sem verið hefði í Norðurbænum. FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Venusi sleppt Fálkanum, sem leitaði ásjár áhafnarinnar á Venusi fyrir nokkru og sagt var frá í síðasta tölublaði Fjarðarpóstsins, var sleppt í gær. Fálkinn, sem hlot- ið hefur nafnið Venus eftir skipi bjögunarmanna sinna, var frelsinu feginn og virtist bera sig hið besta á fluginu, bo það Ookkaðist fremur undir lágflugfyrstístað. Ævar Petersen dýrafræðing- ur hjá Náttúrufræðistofmm, sem annast hefur Venus síð- ustu viku, sleppti honum laus- um á svæðimi ofan við hesthús- in, innan kirkjugarðsins, en Hafnarfjörður varð fyrir valinu þar sem Hafnarfjörður er eig- inleg heimahöfn hans. Áður hafði hann sett merki á hann. Ævar bað þá sem hugsanlega rækjust á fugla, með slíkum merkjum, annað hvort afvega eða dauða, að hafa samband við stofnunina. Aðspurður sagði Ævar enn- fremur, að fæðuþörf Venusar væri u.þ.b. einn fugl á sólar- hring. Kvað hann litlar líkur á öðru en hann bjargaði sér. Venus flaug fyrst stuttar leiðir og mjög lágt, en hækkaði flugið smátt og smátt. Tveir hrafnar virtust ekki alveg ánægðir með „innrás" Venusar á svæðið og létu ófriðlega um það leyti sem við yfirgáfum svæðíð í von um að Venusi takist að rætur.' .festa hér Vericakvennafélagið Framtíðin: Yfirvinnubann á morgun? Verkakvennafélagið Framtíðin hefur látið fara fram atkvæða- greiðslur á tveimur stöðum af fjórum hjá fiskvinnslukonum um það, hvort boða eigi til yfirvinnubanns. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins eru allar líkur á því að boðað verði til yfirvinnubanns á morgun, föstudag. Pað tæki þá gildi á föstudag eftir viku, þ.e. 25. mars. í dag, fimmtudag verða greidd atkvæði um yfirvinnubannið á hinum tveimur vinnustöðunum, en hugur félagskvenna mun í langflestum tilfellum standa til þess að til yfirvinnubanns komi.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.