Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 6
Skotfélagsmenn métmæla úthlutun æfingarsvæóis! „Það tæki okkur 200 ár að greiða jarðvegsvinnuna“ Skotveiðimaður með vœnan feng. Skotfélag Hafnarfjarðar hefur sent bæjaryfírvöldum bréf, þar sem þeir lýsa and- stöðu og óánægju félagsins vegna áforma um að úthluta því æfingasvæði í Kapellu- hrauni. Félagið leitar eftir aðstöðu á svæðinu milli Ham- arsness og Grímsness. Skotfélagið hafði sótt um æf- ingasvæði í þeim tilgangi að beina mönnum á einn stað, sem stunda vilja skotfimi sem íþrótt og einnig þeim sem þurfa að undirbúa sig til veiða. Með því móti telur félagið, að þeim muni fækka verulega sem eru umhverfi sínu hættulegir allt í kringum bæinn. Að sögn Ferdinands Hansen, formanns félagsins, tæki það í fyrsta lagi félagið um 200 ár að greiða jarðvegsvinnu við hið út- hlutaða svæði, miðað við núver- andi félagsgjöld. Þá mun vind- og veðurátt mjög óhagstæð til skot- æfinga í Kapelluhrauni. Svæðið sem þeir sæktust eftir væri aftur á móti eins og af náttúrunni gert fyr- ir félagsmenn. „Við gætum byrjað þar strax sama kvöldið og úthlut- un á sér stað“, sagði hann. „Ferdinand sagði ennfremur, að allt sem varðaði öryggismál hentaði betur á svæðinu milli Hamarsness og Grímsness. Þar væri engin byggð, en aftur á móti mætti búsat við heilu áveri á svip- uðum slóðum og bærinn væri að úthluta þeim æfingarsvæði. í Skotfélagi Hafnarfjarðar eru nú skráðir um 140 félagsmenn, en Ferdinand sagði, að líklega væru 40 til 50 félagsmenn virkir og mættu á æfingar. Hann sagði skambyssuskotfimi mest stund- aða innan félagsins ennfremur, að allar tegundir skotfimi sem yfir höfuð væru stundaðar séu viður- kenndar Olympíugreinar. Bæjarráð tók bréfið með and- mælum Skotfélagsins til umfjöllunar á fundi sínum 10. mars sl. og vísaði því til skipulags- stjóra til frekari athugunar. GVENDUR GAFLARI:___________________ Sérfræðingar og sérfræðikunn- átta við sérstakar sérhannanir í margs konar almennri umræðu gcrast oft ýmsar mál- tískur, ef svo má að orði komast. Sumar slíkar tískur verða leiði- gjarnar, ef þær eru ofnotaðar. Eg hefí áður drepið á það hvim- leiða fyrirbrigði, að nú er helst enginn maður fróður lengur, en hann skal því oftar vera sér- fróður. í fréttum er ekki lengur vitnað til fróðra manna heldur nægir ekki minna en hann sé sér- fróður, ef nokkurt mark skal á honum takandi. Áður fyrr voru flestallar fram- kvæmdir teiknaðar og gerðar um þær áætlanir og útreikningar. Svo breyttist þetta og það var farið að hanna alla skapaða hluti. En nú dugar það heldur ekki lengur því nú er farið að sér- hanna flest það sem gera skal. Það eru sérfræðingar sem sér- hanna framkvæmd í þessu landi núorðið, þó það megi ekki skilja það svo, að þjóðfélagið sé úr hófi fram sér-hæft eða sér-viturt. Þvert á móti er allt okkar samfé- lag að verða sífellt fjölbreyttara á flestum sviðum. Menn menntast heldur ekki lengur. Það dugar ekkert minna en sér-menntast. Þetta er sér- kennilegt fyrirbæri og sérstæð málvenja sem er að skapast. Líklega erum við farin að ofdýrka hvers konar sérfræð- ings- og sérfræðikunnáttu við sérstakar sér-hannanir í sér- hverri athöfn og framkvæmd. Ekki þarf að draga í efa að jafn- vel hriplek hús hafa í upphafi og af góðum ásetningi verið sér- hönnuð og byggð af sér-fróðum mönnum. Ég hefði viljað sleppa öllum sérstökum áherslum á gerð slikra sér-hannaðra húsa og láta þess aðeins getið upp á gamla móðinn, að slíkt hús hafi einungis verið teiknað og síðan byggt. Orðin sérfræðingur og sér- hönnun eru svo sterkar áherslur í hvers konar lýsingum á fram- kvæmdum og athöfnum , að þau eru farin að vekja hjá manni grun um, að ekki sé allt með felldu. Og þegar fréttamenn vitna til álits sérfróðra manna til að undirstrika sannleiksgildi frétta sinna þá læðist orðið að manni sá grunur, að það sé verið að segja manni einhverja bölvaða lygi. Það hlýtur að vera þessi sérstaka ofnotkun á orðunum til lýsingar á sérstæðum atburðum og athöfnum. Líklega er of seint að stilla svona sérstæðum lýsingum í hóf. Önnur sérstök málvenja hefur skapast á síðustu árum. Það eru helst ekki skipaðar lengur nefnd- ir til að sinna hinum fjölbreytt- ustu verkefnum. Nú tala póli- tíkusarnir um vinnuhópa. Lík- lega kemur þetta til af því, að menn eru farnir að hafa skömm á nefndum. Það er alþekkt fyrir- brigði til dæmis á Alþingi, ef menn vilja svæfa eitthvert mál, þá er það sett í nefnd, eða vísað til nefndar. Fólk var farið að hafa svo mikla skömm á nefndum, sem almennt voru þekktar fyrir allt annað en að vera röskar að vinna. Nefndir voru skipaðar í sér- hverju máli til undirbúnings og athugana. Og fjölmargar nefndir voru þekktar af því að sinna í engu því sem þeim var ætlað að gera. Með allra víðfrægustu nefnd- um mun þó líklega vera stjórnar- skrárnefnd, sem hefbr verið við líði um nokkurra áratuga skeið, án þess að menn minnist þess að nokkrar niðurstöður hafi legið fyrir. Einhver laun munu þó greidd þessari nefnd. Líklega hefur það fyrirbrigði að skipa vinnuhópa til að undir- búa mál eða álykta um verk og athafnir þann tilgang að undir- strika þann vilja og áhuga, að ekki sé verið að svæfa málið. Nefnd sérfróðra manna lofar ekki góðu og líklega er vinnu- hópur fróðustu manna skömm- inni skárri. Pessi ,fsérfrœðingur“ er í þungum þönkum við tölvuna. 6

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.