Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 15

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 15
sölu barna- og glingahúsgöng; rúm meö rhillu, skápar, skrifborð, mmóða og tölvuborð. nnig svartur herraleður- (ki í lítilli stærð. Uppl. í ma 53182. Hvernig værí að slást í hóp hörkuduglegra sölubarna? FJARÐARPÓSTURINN UMSJON: GUNNAR SVEINBJORNSSON „Við stefnum á að fara beint upp“ - segir Guðmundur Hilmarsson, fyrirliði FH, í knattspymunni „Við erum með stóran hóp góðra leikmanna og stefnum á að fara beint upp,“ sagði Guðmundur Hilmarsson, fyrirliði FH, í samtali við Fjarðarpóstinn. Guðmundur sagði ennfremur að FH-ingar æfðu nú fjórum sinnum í viku undir stjórn Ólafs Jóhannessonar og Helga Ragnarssonar og fyrirhuguð væri æfingaferð til Hollands innan skamms. í Hollandi verður leikið við lið úr 1. og 2. deild þar í landi en ekki vissi Guðmundur hvaða Iið það yrðu. Fyrstudeildarlið Þórs frá Akureyri verður í æfingaferð í Hollandi um svipað leyti og FH og ráð- gerðir eru tveir leikir á milli þeirra og FH. FH féll í 2. deild á síðasta keppn- ennfremur ákveðið að hrella mark- sumar. Guðjón er ekki ókunnugur í Kópavoginum og tekur nú aftur við stjómvelinum hjá ÍK. Guðmundur Hilmarsson, „„ . „ deildina á ný. istímabili eins og flestum er kunn- ugt en mikill hugur er í FH-ingum að endurheimta sæti sitt í 1. deild nú í sumar. Félaginu hefur bæst mikill liðstyrkur fyrir komandi átök og skal þar fyrst nefna þjálfarann Ólaf Jóhannesson sem lék með íslands- meisturum Vals á síðasta keppnis- tímabili. Auk Ólafs mun Helgi Ragnarsson annast þjálfun liðsins. Helgi lék í mörg ár með FH og hef- ur fengist við þjálfun undanfarin ár. Þingmaðurinn Ingi Bjöm hefur verði 2. deildar í sumar og Sævar Bjamason úr KR hefur ákveðið að veita Halldóri Halldórssyni sam- keppni um markvarðartreyjuna. Ekki má heldur gleyma Þórhalli Víkingssyni, ungum og efnilegum leikmanni, sem hefur nú skipt yfir til Hafnarfjarðar og ætlar að spreyta sig í 2. deild. Þórhallur lék áður með Fram. Einn leikmaður hefur yfírgefið herbúðir FH, Guðjón Guðmunds- son, sem þjálfar og leikur með ÍK í Sigurjón Sigurðsson kominn til landsins Sigurjón Sigurðsson, leikmaður TUS Schutterwald í V-Þýskalandi, er kominn heim. Sigurjón mun einbeita sér að námi í Framhaldsdeild Samvinnuskólans í Reykjavík það sem eftir lifir vetrar og Ijúka þaðan stúdentsprófi ef allt gengur að óskum. Sigurjón, sem lék með Haukum áður en hann fór ytra og varð markakóngur l.deild- ar 1987, heldur utan strax að loknum prófum til viðræðna við forráðamenn TUS Schutt- erwald en frekara framhald er óráðið. Flóamarkaður Ung hjón með tvíbura óska eftir 80-100 fermetra íbúð til leigu strax eða sem allrafyrst. Uppl. í síma 53972. Eldri kona óskar eftir að taka á leigu litla íbúð frá 1. júní. Helst við Hverfisgötuna. Uppl. í síma 52357 á kvöldin. Til sölu eru handprjónaðir vettlingarog leistar. Einnig prjónakjóll í stóru númeri. Uppl. ísíma 54423 millikl. 16 og 18. Nágrannaslagur í Litla-bikamum Erkifjendurnir FH og Haukar leiða saman hesta sína í Litlu-Bikarkeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikið er í tveimur riðlum og Hafnarfjarðarliðin ásamt ÍBK og Selfossi skipa annan riðilinn. í hinum riðlinum leika ÍA, Breiðablik, Víðir og Stjarnan. Ivarferí markið á ný ívar Ásgrímsson hefur dregið fram knattspyrnu- skóna og mun leika með Haukum í 4. deildinni í sumar. Ivar, sem er kunnast- ur fyrir körfuknattleiksiðkun, lék með Haukum í gegnum alla yngri flokka félagsins en hefur látið knattspyrnuna eiga sig þar til nú. ívar er ekki eini körfu- knattleiksmaðurinn sem spil- ar á milli stanganna á sumrin. Þorsteinn Bjarnason og Ólaf- ur Gottskálksson úr Keflavík eru báðir mjög snjallir mark- verðir og leika í 1. deild í sumar. Haukarnir æfa nú af kappi fyrir keppnistímabilið og allir leikmenn liðsins frá síðastliðnu sumri verða í eld- línunni í 4.deild að undan- skildum Ómari Strange. Jó- hann Larsen, sá gamalkunni þjálfari, stýrir Haukum í sumar. Fjarðar- posturínn -fréttablað allra Hafn- fírðinga VANTAR SOLUBORN Fjarðarpóstinn vantar enn tvö söluböm, annars vegar í Börð og hlns vegar í hluta Hvammanna. Ef þú hefur áhuga á að vinna þér inn aukapening með smáaukavinnu síðdegis á fimmtudögum hafðu þá samband við okkur á skrifstofiuini að Reykjavíkur- vegi 72 eða hringdu í síma 651745 eða 651945. Athugaðu, að við keyrum blöðin heim tilþín. 15

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.