Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 17.03.1988, Blaðsíða 16
BflRMB oosturmn FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP VÖRUAFGREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN SÍMAR 51710 - 52166 - 52876 Leikfélag Hafnarfjarðan Emil í Kattholti frum- sýndur á laugardag Leikfélagið frumsýnir fjöl- skylduleikritið Emil í Kattholti n.k. laugardag í Bæjarbíói kl. 17. Leikgerð er eftir Astrid Lindgren og er sett upp í fyrsta sinn á Islandi nú í þýðingu Vilborgar Dagbjarts- dóttur, þýðingu söngtexta önnuð- ust Böðvar Guðmundsson og Davíð Þór Jónsson. Emil í Katt- holti leikur Haraldur Freyr Gísla- son 13 ára nemi í Oldutúnsskóla. Leikstjóri er Viðar Eggertsson. Með önnur aðalhlutverk fara: Katrín Sif Sigurgeirsdóttir sem leikur Idu, systur Emils. Svanhvít Magnúsdóttir er í hlutverki Ölmu, móður hans. Anton föður Emils leikur Kristján Einarsson, Línu vinnukonu Kristín Helga- dóttir, Alfreð vinnumann Karl Hólm og Títuberja Maju Hulda Runólfsdóttir. Búningahönnun annast Alda Sigurðardóttir, leikmynd Stefán Snær Grétarsson. Hljómsveitar- stjórn sér Jón Björgvinsson um, lýsingu Valdimar Gestsson og tónlist Georg Ridel. Uppselt er á frumsýninguna á laugardag. Önnur sýning er á n.k. sunnudag kl. 17, þriðju og fjórðu sýningar verða um aðra helgi á sömu tímum. Fjárhúsholtinu verður úthlutað hæstbjóðanda: Einhver sérstæðasta íbúðabyggð í landinu Bæjarráð hefur ákveðið að bjóða út til bygginga í einu lagi Fjárhúsholtið í Setbergshverfi. Utfærsla bygginga, gatnagerð og aðkoma á svæðið verði í höndum væntanlegs lóðarhafa að fengnu samþykki bæjaryfirvalda. Að Atvinnuleysi: Tíu voru áskrá 1. mars Á atvinnuleysisskrá 1. mars sl. voru 10 einstaklingar þar af sex konur. Skráðir atvinnuleysisdagar í febrúar voru 97 þar af 56 hjá konum. Hafði þeim fækkað um 100 frá síðustu atvinnuleysis- skráningu. Atvinnulausir voru skráðir: ein verkakona, tvær iðnverkakonur, þrír verka- menn, tvær verslunarkonur, einn bifreiðastjóri og einn matsveinn. sögn Jóhannesar Kjarval skipu- lagsstjóra verður byggð þessi einn sérstæðasti íbúðarbyggðarkjarni landsins, sökum umhverfis og byggingaraðstæðna og því hefur þessi háttur verið ákveðinn um úthlutun svæðisins. Þarna verður byggð um 100 íbúðaeininga. Úthlutun svæðisins á þennan hátt var ákveðin á fundi bæjarráðs 10. mars sl. Ákvörðunin byggist á þeirri staðreynd, að Fjárhúsholtið er landsvæði undir klettahömrum og því mun byggð verða í tengsl- um og tengingu við holtið. Taldi bæjarráð heppilegast, að sögn skipulagsstjóra, að byggingafram- kvæmdir yrðu á einni hendi þann- ig að sami aðili sæi um allar fram- kvæmdir allt frá teikningum til endanlegs frágangs svæðisins. Þá var ennfremur ákveðið að bjóða byggingarsvæðið út, þannig að hæstbjóðanda verður úthlutað svæðið í heild. Jóhannes sagði ennfremur, að landsvæðið væri í miklum bratta og stallað þannig að það yrði ekki ódýrasta þyggingarsvæði á land- inu, en áreiðanlega eitt hið sjald- séðasta. Útsýni væri þarna mikið og fagurt þannig að svæðið yrði væntanlega mjög eftirsótt til íbúð- Aialskoöun bifretöa gengur vel: G-númerin orðin 26500 Aöalskoðun bifreiða geng- ur vel að sögn Ómars Zóp- haníasarsonar hjá Bifreiða- eftirlitinu í Hafnarfirði. Þessa vikuna, þ.e. 14. til 18. mars, eiga bifreiðar með ein- kennisstafina G-5500 til G- 6050 að koma til skoðunar og þær sem bera lægri einkenn- isstafi eiga auðvitað að vera komnar með skoðunarmiða. Ómar sagði ástand bifreiða yfirleitt mjög gott. Aðspurð- ur um, hvort margir drægju fram úr hömlu að koma með bílana í skoðun, sagði hann svo ekki vera, en nokkuð hefði verið dræmt síðustu tvær vikurnar. Hæsta G-númerið í dag, fyrir áhugamenn um bílnúm- er, er að sögn Ómars G- 26500. Félagsmið- stöðin vígð Félagsmiðstöðin við Strand- götu 1 verður vígð á sunn- udag. Formleg opnun verður kl. 13-15. Diskótek fyrir ung- linga f. 1975 og eldri um kvöldið. Húsið opið almenn- ingi kl. 15-19. Jóhannes Kjarval skipulagsstjóri Hafnarfjarðar við teikniborðið. I | L%^%fiv%l Vinsamlegast hringið í síma651745eða651945 (símsvari eftirlokun MSKriTenaabOin U n er nUTI n ■ skrifst°fu) °g tfyggið ykkur Fjaröarpóstinn í áskrift strax eftir páska.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.