Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 1
4IIS FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 AiaKundur Fiskmarka&arins hf. BflRÐflR pósturmn 11. TBL 1988-6. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. MARS VERÐ KRÓNUR 50,- FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími 652266 Laun 12 starfsmanna rúmar 11 milljónir króna á hálfu ári Aðalfundur Fiskmarkaðaríns h.f. var haldinn á veitingahús- inu Gafl-inn sl. laugardag. Fiskmarkaðurinn hefur starfað frá 15. júní 1987 en þá var fyrsta uppboðið haldið. Frá þeim tíma til áramóta voru boðin upp 13.723 tonn að verðmæti kr. 418.293.099. Á tímabilinu störfuðu 12 menn að meðaltali hjá félaginu og námu launagreiðslur kr. 11.005.812. Uppboðs- þóknun, þ.e. tekjur fiskmarkaðarins af uppboðunum námu 16.786.293 kr. Stjórn félagsins var endurkjörin. Samkvæmt heimildum Fjarð- kostnað og 11 millj. kr. því ein- markaðinum væru 180 og mikið unnið seint á kvöldin og snemma á morgnanna. Þessi háu laun væru því að stærstum hluta „niður á gólfi", þ.e. í launum verkamanna, en ekki vegna yfirbyggingar. Sagði Haraldur yfirbygginguna enda einvörðungu fólgna í laun- um eins forstjóra, skrifstofustjóra og skrifstofustúlku. Af öðrum liðum aðalfundar má geta þess, að hagnaður var skráð- ur kr. 98.441, en tap fyrir fjár- magnsliði nam 1.126.142 kr. Sam- þykkt var að flytja hagnað til næsta árs. Af rekstrarkostnaðar- lið má geta þess að húsaleiga nam kr. 1.979.509. Stjórn félagsins var endurkjör- 'in en hana skipa: Haraldur lónsson, Guðrún Lárusdóttir, Jón S. Friðjónsson, Hallgrímur Sig., Guðríður Elíasdóttir og Ólafur Torfason. Framkvæmda- stjóri er Einar Sveinsson, endur- skoðandi Bjarni Ásgrímsson. arpóstsins mun hluthöfum hafa þótt nokkuð til um launalið reikn- inga Fiskmarkaðarins, enda er hér um bein vinnulaun að ræða, fyrir utan launatengd gjöld. Laun og tengd gjöld fyrir tímabilið 1. janúar til 15. maí, að upphæð 831.791 kr., voru færð á stofn- vörðungu greiddar fyrir þennan fimm oghálfan mánuð. Haraldur Jónsson stjórnarfor- maður Fiskmarkaðarins var spurður hverju sætti, að launalið- ur reikninganna væri svo hár. Hann sagði, að yfirvinnutími væri gífurlega mikill. Seljendur á fisk- Vericakvennaf élagiö Framtíðin: Yfirvinnubann kl. 17 á morgun Verkakvennafélagið Framtíðin hefur boðað til yfirvinnubanns verkakvenna í fiskvinnslu og tek- ur það gildi á morgun, föstudag, kl.17. Yfirvinnubannið gildir fyrir all- ar félagskonur í Framtíðinni, sem vinna við fiskvinnslu, en um þrjár staði í Hafnarfirði er að ræða, þ.e. Hvaleyri, Norðurstjörnuna og Sjólastöðina. Með gildistöku bannsins hætta konurnar að vinna kl. 17 og byrja ekki fyrr en kl. 8 á morgnanna, en algengt mun vera að þær hefji störf allt frá kl. 6 á morgnanna. Sigurður T. Sigurðsson formað- ur Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, sem þegar hefur sam- þykkt samningana, sagði aðspurður í gær, að félagið myndi gera allt sem í þess valdi stæði til að styðja félagskonur í Framtíð- inni. Hann hafði aftur á móti ekki fengið fréttir um hvort og hvenær að yfirvinnubannið kæmi til fram- kvæmda, né gat hann upplýst í hverju sá stuðningur yrði fólginn. Bjarkimar „sprungu út" Þær „sprungu" heldur betur út stúlkurnar frá Fimleikafélaginu Björk á Islandsmótinu í fimleikum um helgina. Allar fjórar komust í sex manna úrslit og ein þeirra, Linda Steinunn Pétursdóttir, varð íslands- meistari. Þessi mynd var tekin af þeim er þær slöppuðu af á æfingu í fyrrakvöld. Frá vinstri: Lára Sif Hrafnkelsdóttir, Eva Lilja Hilmarsdóttir, Hrönn Hilmarsdóttir og Linda Steinunn Pétursdóttir. Sjá nánar á bls. 14 í blaðinu í dag. I'. i.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.