Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 7
Viógerö lokift í HafnarfjarJaitóikju: Klukkur Hafnarfjarðar- kiifcju klingja nú með reglubundnum hætti á ný Stefnt ai uppsetningu nýs kross fyrir Pálmasunnudag Klukkurnar í turni Hafnarfjarðarkirkju hringdu til að upplýsa um tímatalið á ný í síðustu viku, en klukkan hafði verið óvirk frá því í nóvember vegna bilunar. Eftir er að laga lýsingu í stöfum klukknanna á turninum en það verður gert alveg á næstu dögum, þannig að sjá má hvað tímanum líður á öllum tímurn sólarhringsins. Þá megum við enn- fremur vænta þess, að fyrir fyrstu fermingarnar nk. sunnudag, Pálma- sunnudag, verði krossinn kominn á kirkjuturninn í upprunalegri mynd, en hann var nýverið tekinn niður kolryðgaður og skemmdur. Klukkan, sem kirkjuklukkurn- ar slá eftir, er þýsk að gerð og mjög fullkomin. Fjarðarpóstur- inn hitti Ásgeir Long tækjafræð- ing Tækniskólans að máli nýverið og sýndi hann okkur aðstæður í kirkjuturninum, en hann hefur tekið að sér umsjón með klukkun- um og klukkuverkinu. Klukkan sjálf, sem staðsett er inn af orgeli kirkjunnar, er með nákvæmri tímastillingu. Hún er svonefnd lóðaklukka, þannig að verkið gengur upp á sekúndubrot og þolir allt að 12 klukkustunda rafmagnsleysi, án þess að skekkj- ast eða stoppa. í kirkjuturninum eru tvær klukkur af tveimur stærður. Sú stærri, sem er úr stáli slær á klukku- stundafresti, en sú minni, sem er koparklukka smfðuð í Hamri árið 1930, á fimmtán mínútna fresti; einu sinni fimmtán mínútur yfir heilan tíma, tvívegis á hálfa tímanum, þrjú slög fimmtán mínútur fyrir heila tímann og síð- an fjórum sinnum á heila tíman- um, áður en stóra klukkan slær sinn hljóm. Ásgeir sagði það mikið ná- kvæmnisverk að stilla klukkuna, en að nú mætti vænta þess að hún gengi hárrétt. Hann sagði enn- fremur að Skúli Þórsson rafvirki sæi um allt sem varðaði rafmagn svo að nú mætti vænta þess að klukkan í Hafnarfjarðarkirkju passaði upp á tímann fyrir okkur án frekari truflana. Krossinn var tekinn niður nýverið, kolryðgaður og svo til ónýtur að sögn Ásgeirs. Á göml- um myndum, þeim síðustu frá 1950, má sjá, að neðarlega á krossleggnum var stór kúla, en krossinn var búinn til úr galvanis- eruðu vatnsröri. Nú verður hann smíðaður úr ryðfríu stáli og kúlan sem endursmíðuð verður trúlega úr trefjagleri. Ásgeir sagði, er Fjarðarpósturinn leitaði frétta af krossinum sl. mánudag, að hann væri að bíða eftir efni í hann, en að allt kapp yrði lagt á að koma honum upp fyrir fermingarnar á Pálmasunnudag. Þess má að lokum geta, að Hafnarfjarðarkirkja var teiknuð af Rögnvaldi Ólafssyni húsa- meistara. Kirkjan var vígð af Þór- halli Bjarnasyni biskupi 20. des- ember 1914. Fyrsta helgiathöfnin sem fór fram í kirkjunni, að undanskilinni sjálfri vígslunni, var jarðarför yfirsmiðs kirkjunn- ar, Guðna Þorlákssonar. Guðni andaðist 14. desember 1914 úr lungnabólgu og hafði þá nálega lokið kirkjusmíðinni. Hann var jarðsunginn á Þorláksmessu. Ásgeir Long hefur tekið að sér umsjón með klukkunni og gangverkinu og œtti hvoru tveggja að vera í góðum höndum. ERUMAÐ TAKAUPP VORFATNAÐENN STRANDGÖTU 31,220 HAFNARFIRÐI, SlMI 53534 Víðivellir Þroskaþjálfi óskast nú þegar á sérdeild Víðivalla. Ráðning er til óákveðins tíma. Upplýsingar gefur deildarþroskaþjálfi í síma 54835. Norðurberg Fóstra óskast til starfa á leikskólann í Norður- bergi. Vinnutími eftir hádegi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 53484. Smáralundur Fóstra/starfsmaður óskast til starfa á leikskólan- um Smáralundi. Upplýsingar gefurforstöðumaður í síma 54493. Fóstrur Fóstrur og annað uppeldismenntað starfsfólk óskast til starfa á nýtt dagvistarheimili í Hafnarfirði. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 652495 og dagvistarfulltrúi í síma 53444. FÉLAGSMÁLASTJÓRINN í HAFNARFIRÐI

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.