Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 10
ÚTBOÐ MALBIKUN Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í malbikun gatna og göngustíga sumarið 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, Hafnarfirði, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. mars kl. 11.00. BÆJARVERKFRÆÐINGUR TIL SÖLU Subaru station árg. 1986 m/sjálfskiptingu, vökvastýri og útvarpi. Litur: silíurgrásanserað- ur. Verðkr. 620.000. Útborgunkr. 200.00ogrestin á skuldabréfi. Staðgreiðsluverð kr. 540.000. Uppl. í síma 51366 á kvöldin og einnig er bíll- inn til sýnis að Urastarhrauni 3. Tilkynning frá gjaldheimtunni Eindagi eldri opinberra gjalda er 1. hvers mánað- ar. Gerið skil fyrir eindaga svo komist verði hjá drátt- arvöxtum. Til að forðast óþarfa bið við greiðslu staðgreiðslu- gjalda og fasteignagjalda sem hafa eindaga 15. hvers mánaðar þá vinsamlegast gerið skil fyrir þanntíma. GJALDHEIMTAN í HAFNARFIRÐI Fullt nafn? Jóhann Gunnar Bergþórsson. Fæðingardagur? 12. 12. 1943. Fjölskyldurhagir? Kvæntur Ambjörgu Björgvinsdóttur og á fjögur börn. Bifreið? Mercedes Benz 1987. Starf? Forstjóri, verkfræðing- ur. Fyrri störf? Verkfræðingur. Helsti veikleiki? Segi of oft já. Helsti kostur? Jákvæður. Uppáhaldsmatur? íslenskt lambakjöt. Versti matur sem þú færð? Borða aldrei vondan mat. Uppáhaldstónlist? Dægurlög. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Enginn sérstakur. Hvaða stjómmálamanni hefurðu mestar mætur á? Það er leyndarmál. Hvert er eftirlætissjónvarpsefn- ið þitt? Á ekkert. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Veit ekki. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsleikari? Sigurður Sigurjónsson. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Sá oftast Karlsen stýrimann og Fjarlægðin gerir fjöllin blá. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ferðast og veiði. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Þórsmörk. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Vinnusemi og hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti og óheiðar- leiki. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Hef ekki hugleitt það. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Man ekki eftir því. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvemig myndir þú eyða þeim? Eftir vandlega íhug- un. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Vantar ekkert, þó helst veiðigræjur. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst viðja vera? Segi það ekki. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Bæjarmál eða verktaka- starfsemi. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Gufubað og svefn. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Njóta þess og breyta ýmsum vinstri villum til betri vegar. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Þessi um Reykvíkingana, sem kom fram í þættinum „Hvað heldurðu“ síð- astliðinn sunnudag. BMnÍHI FM 87.7 Fimmtudagurinn 24. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Öldutúns- skóla Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Föstudagurinn 25. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Lækjarskóla Kl. 17.00 Fréttir Fiarðar- posturinn -fréttablað allra Ilafn- frrðinga Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Sunnudagurinn 27. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Útvarpsklúbbur Víðistaða- skóla Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Þriðjudagur 29. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 16.30 Þáttur fyrir yngstu hlustendurna Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 19.00 Dagskrárlok Miðvikudagur 30. mars Kl. 16.00 Vinnustaðaheimsókn Kl. 17.00 Fréttir Kl. 17.30 Sjávarpistill Kl. 18.00 Fréttir Kl. 18.10 Útvarpsklúbbur Flensborgar- skólans Kl. 19.00 Dagskrárlok Skógræktin vararvið bmnahættu Skógræktarfélagið hefur ritað bæjarráði bréf þar sem það vekur athygli á þeirri hættu og þeim skaða sem hlotist hefur af bruna á úti- vistarsvæðinu ofan Hafn- arfjarðar. Fer félagið þess á leit að bæjaryfirvöld hlutist til um, að sérlega verði litið eftir þessu svæði á mesta hættu- tímanum, þ.e. frá miðjum apríl til maíloka. Bréfið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs 17. mars sl. og var samþykkt að vísa málinu til bæjarfógeta og brunamálanefndar með ósk um að kannað verði hvernig unnt er að koma til móts við óskir Skógræktarfélagsins. 10

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.