Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 11
Eyiólfur ráoinn tækni- fræðingur Bæjarráð ákvað á fundi sín- um 17. mars sl. að mæia með ráðningu Eyjólfs Valgarðs- sonar sem tæknifræðings bæjarins. Umsækjendur voru þrír, auk Eyjólfs þeir Jón Sigurðs- son Engjaseli 52, Reykjavík og Guðmundur Tryggvi Sig- urðsson Dalalandi 6, Reykja- vík. Eyjólfur er Hafnfirðingur, búsettur að Laufvangi 12. Hann hefur unnið við afleysingar á skrifstofum bæjarins. Hann verður ráðinn tæknifræðingur bæjarins frá 29. mars n.k. Þekkir einhver fólkið á þessari mynd? Fjarðarpóstinum barst í síðustu viku þessi mynd af nemendum, líklega 9-10 ára gömlum, við Lækjarskólann. Myndin er tekin árið 1929 og er úr safni Sveins Kr. Magnússonar. Hann á gnótt skemmtilegra gamalla mynda og nú langar okkur á Fjarðarpóstinum til þcss að leita eftir því á meðal lesenda hvort einhver þekkir börnin á myndinni. Hafið samband við blaðið í síma 651745 eða 651945 ef þið eruð einhvers vísari, lesendur góðir. Malbikunarframkvæmdir bæjarins veröa boðnar út Bæjarverkfræðingur hefur aug- lýst útboð á gatnagerðarfram- kvæmdum ársins. Þar er um að ræða malbikunarverkefni við nýlagnir og gangstígagerð. Bæjarráð ákvað á fundi sínum 17. mars sl., að fela bæjarverkfræð- ingi að auglýsa útboðin, ennfrem- ur var samþykkt að fela honum að gera kostnaðaráætlun um malbik- un götu að verknámshúsi iðnskól- ans, æskulýðsheimili og Hauka- húsi. Malbikunarverkefnin eru eftir- talin. Fyrst nýlagnir, sem eru eftirtaldar: Drangahraun 1.940 fermetrar, Stapahraun 1.900 fer- metrar, Flatahraun 2.000 fermetr- ar, Hvaleyrarbraut 4.200 fermetr- ar, Brekkutröð 2.500 fermetrar, Kvistaberg 1.600 fermetrar og Lyngberg 2.900 fermetrar. Göngustígar: Við Lækjargötu 440 fermetrar, við Miðvang 480 fermetrar, Vesturvangur/Skjól- vangur 600 fermetrar, Víðistaða- skóli 1.000 fermetrar og Setberg 680 fermetrar. Tilboð í áðurnefndar fram- kvæmdir verða opnuð þriðjudag- inn 29. mars n.k. Opnunartími um Páskahelgina: Laugardagur - Páskadagur og Annar í páskum, opið frá kl. 10-14. APÓTEK NORÐURBÆJAR MIÐVANGI 41 - Þar sem hvert smáatriði skiptir máli þarf öflugt verk- takafyrirtæki. HAGVIRKI Skútahrauni 2 - Hafnarfirði - Sími 53999 Munið Flóamarkað Fjarðarpóstsins! -Síminn er 651745 eða 65145 (símsvari eftir lokun skrifstofu). Athugið að þessi þjónusta er án endurgjalds! n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.