Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 12
„Bandarískir unglingar eins og peir íslensku fynr tíu árum“ Sautján nemendur og tveir kennarar í Flensborgarskóla fóru í vina- heimsókn til fjölbrautarskóla í smábænum Bergenfield í New Jersey 1.-8. mars sl. Dvöldu þau við nám og kynningu í skólanum í tvo daga, síðan heimsóttu þau Washington í einn dag og voru þrjá daga í New York þar sem þau skoðuöu helstu merkisstaði og byggingar. „Ný peysa“ er nafnið á hópnum, sem hyggur jafnvel á frekari landvinninga, þegar aðstæður leyfa. Fjarðarpósturinn hitti Her- mann Þráinsson og Sólveigu Níelsdóttur að máli nýverið, enn- fremur Símon Jón Jóhannsson kennara, en þau voru öll í hópn- um sem fór utan. Þau sögðu að upphaf ferðarinnar byggðist á kynningu oddvita skólafélags Flensborgarskóla og nemenda skólans í Bergenfield þegar kórar skólanna hittust á kóramóti í Sviss. Þeir hefðu átt bréfskipti sín í milli og hugmyndin síðan komið til framkvæmda. Áberandi hversu aginn var mikill Hermann og Sólveig voru sam- mála um að ferðin yrði þeim ógleymanleg. Aðspurð um amer- íska skólakrakka sögðu þau sér- staklega áberandi, hversu agi væri mikill. Krakkarnir yrðu að vera komin heim á ákveðnum tíma, enda færu flestir snemma að sofa og snemma á fætur. Þá fannst þeim þau amerísku fremur almenn í klæðaburði, enginn virt- ist bera af. Símon hafði á orði, að líklega væru amerískir krakkar í háttum og klæðaburði eins og íslenskir fyrir um tíu árum og Sólveig bætti við: „Þrátt fyrir að klæðnaður væri engan veginn í námunda við> það sem gerist hjá íslenskum ungl- ingum þá gátu stelpurnar ekki far- ið út fyrir hússins dyr án þess að vera stífmálaðar. Dóttirin á heim- ilinu þar sem ég bjó fór klukku- tíma fyrr á fætur en ég og sat við að stífmála sig hvern morgun. Ég held ég hafi bara hneykslað liðið með því að fara svo til beint úr rúminu í skólann." Þá fannst þeim eftirlit með sam- skiptum kynjanna nokkuð mikið. Sögðu krakka sem væru saman til dæmis ekki geta verið inni í herbergjum á heimilunum, án þess að foreldrar skipuðu þeim að hafa dyrnar opnar. Samt virt- ust amerískir unglingar bindast fyrr og oft væri litið á það sem sjálfsagðan hlut af þeim fullorðnu að þau væru og y rðu áfram saman. Aðspurð um eiturlyf og ávana- efni sögðust þau ekki hafa orðið svo mjög vör við það, en Símon sagði eftir skólafulltrúa skólans í Bergenfield, að þeir fengju allar tegundir vandamála inn á borð til sín, allt frá hassneyslu og smá- vandamálum upp í sterkustu eit- urlyf. Einn úr hópnum a.m.k. hafði lent i partýi þar sem eiturlyf voru meðhöndluð, en ekki hafði þeim verið haldið að honum. Símon sagði í þessu sambandi að áreiðanlega mætti rekja ástæður umrædds aga yfir unglingunum til þeirrar staðreyndar að Bergen- field er skammt frá 9 milljóna stórborg, með öllum þeim eitur- lyfjavandamálum sem því fylgja. Allir bjuggu íslensku krakkarn- ir á einkaheimilum og voru þau þremenningarnir sammála um, að skapast hefðu skemmtileg og áreiðanlega á tíðum varanleg tengsl við amerísk ungmenni og fjölskyldur þeirra, enda voru ferðirnar til Washington og New York farnar með því fólki. Þá tvo daga, sem þau sóttu sjálfan skól- ann tóku þau þátt í öllum venju- legum kennslustundum og töldu námið í Bergenfieldskólanum ekki ósvipað því sem gerðist hér heima. Seinni daginn sem þau dvöldu í Bergenfield var hátíðar- kvöldverður þar sem Flensborg- arnemendurnir kynntu land og þjóð og sögðu þau það hafa verið nokkuð strembið, enda hefði hvert þeirra fyrir sig tekið að sér kynningu á ákveðnum þáttum mannlífs og þjóðlífs. Amerísku stelpurnar yfir sig hrifnar - Krakkarnir sögðu einnig, að það væri nánast tilviljun, en allir íslensku strákarnir sem fóru utan hefðu verið í hærri kantinum, velflestir um 1,90 m á hæð. Þetta hefði vakið ómælda athygli og Sólveig bætti við að amerísku stelpurnar hefðu verið yfir sig hrifnar af þeim. - Hvort þær íslensku hefðu þá þurft að passa strákana var þá spurt, en Símon greip inn í og sagðist ekki hafa séð betur en stelpurnar hefðu einnig vakið athygli amerísku strákanna. Þau sögðu í lokin, að ferðin hefði veitt þeim ómælda ánægju og ekki síður fróðleik um land og þjóð. Þá væri ekki síður ánægju- leg staðreynd, að með hópnum „Ný peysa" hefði myndast mikill og einlægur vinskapur. Hittast þau reglulega og leggja jafnvel á ráðin um fleiri utanferðir, þegar tími og tækifæri gefst. - Hvernig ætlar þú að verja páskahelginni? Guðmundur Krístjánsson, húsasmiður: - Ég fer norður á Akureyri á skíði, sameina með því fermingarveisluboð og áhuga- málið. Halldóra Helgadóttir, ritari, er nýflutt í Fjörðinn: - „Mér líkar vel að búa hér,“ sagði hún og bætti við, að hún hefði ekkert ákveðið hvað hún ætlaði að gera um helg- ina. „Það kemur bara í ljós“. Krístinn Gísli Guðmundsson, markmaður í 5. fl. FH: - „Ég verð að keppa með 5. flokki F.H. um íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta." Nánar aðspurður sagði Kristinn, að 5. fl. myndi keppa í Mosfellssveit, en hvenær var hann ekki alveg viss um. Krakkarnir í „pizzupartýi" heima hjá einum úr hópnum sl. laugardagskvöld. Kennararnir eru auðvitað mœttir líka, en þeirfóru tveir með hópnum sem fararstjórar. Spjallaö við þrjá meilimi hópsins „Ný peysa“ sem er nýkominn úr Bandarikjafön HVAÐ FINNST ÞÉR? 12

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.