Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 13

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 13
Fjaröatpósturínn heimsækir Fimleikafélagið Björk: Linda Steinunn Pétursdóttir, nýbakaður islandsmeistari í fimleikum kvemta: Byijaði sex ára og æfir nú 18 klukkustundir í hverri viku Linda Steinunn fœr hér bak- nudd frá þjálfara sínum, Cheng Jian, á œfingu í fyrra- kvöld. Ekki veitti afað mýkja upp vöðvana eftir erfiða helgi og átökin framundan. Stúlkur frá fimleikafélaginu Björk hér í Firðinum settu heldur betur svip sinn á Islandsmótið í fimleikum sem fram fór í Laugardalshöllinni um helgina. Bjarkirnar áttu fjórar stúlkur í baráttunni um Islands- meistaratitil kvenna og allar komust þær í sex manna úrslit. Ein gerði reyndar gott betur og vann Islandsmeistaratignina í fyrsta sinn. Hún er þrettán ára gömul og heitir Linda Steinunn Pétursdóttir. Fjarðarpóst- urinn spjallaði stuttlega við hana í vikunni. 18 tímar í viku „Ég byrjaði að æfa sex ára göm- ul og nú orðið æfi ég í um 18 klukkutíma í hverri viku,“ sagði Linda Steinunn og lét sér hvergi bregða þótt blaðamanni fyndist mikið til um allan tímann sem fer í æfingar. Að sögn Lindu Stein- unnar hefur hún haft sex þjálfara á þeim sjö árum sem hún hefur stundað íþróttina en síðustu fjög- ur árin hefur hún alfarið verið undir stjórn Chen Jian, annars tveggja Kínverja hjá Björk, og Hlínar Árnadóttur. „Ég hef tvisvar áður keppt á íslandsmóti en gekk þá ekki eins vel og núna. Fyrst varð ég í 2. - 3. sæti og síðan í 4. sæti í fyrra. Núna tókst mér hins vegar að sigra.“ - Voru það ekki vonbrigði að hafna „bara“ í 4. sæti ífyrra? „Jú, kannski má segja það, en það kom bara í ljós að ég var alls ekki sú besta þá,“ svaraði hin unga fimleikastúlka af hógværð. Finnlandi í apríl og svo Evrópu- meistaramótið í Frakklandi í maí.“ Þess má geta að Linda Steinunn hefur þegar náð lág- mörkum til þátttöku á þessum mótum. Fjarðarpósturinn innti hana eftir því hvort hún yrði aldrei leið á öllum þessum æfingum. „Jú, stundum verð ég auðvitað þreytt á þessu en það líður strax hjá,“ svaraði hún keik að bragði. Því má skjóta hér inn, að æfingum fimleikafólks er allt öðru vísi hátt- að en t.d. í boltaíþróttum, þar sem æft er reglubundið en keppt kannski vikulega allan veturinn. Fimleikamót hérlendis eru fá á hverjum vetri enda þarf geysileg- an tíma til undirbúnings. - Að hverju ert þú að stefna núna? „Það er Unglingameistaramót íslands um þessa helgi, síðan tek- ur við Norðurlandameistaramót í - Nú eruð þið í meistaraflokki w \ : Hlín rœðir við blaðamann Fjarðarpóstsins. með kínverskan þjálfara, hvernig gengur ykkur að tala saman? Þetta fannst Lindu Steinunni bersýnilega skrýtin spurning því hún sagði tjáskiptin ekkert vanda- mál. Chen talaði bara blöndu af íslensku og ensku við þær og þær íslensku við hann og allt kæmist þetta til skila án mikilla erfiðleika. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Linda Steinunn þrívegis keppt á mótum erlendis. Fyrst á NM í Danmörku 1986 og síðan á EM skömu síðar og svo í Noregi í fyrra, þar sem íslendingar og Norðmenn áttust við í lands- keppni. Eftirminnilegasta keppn- in á erlendri grundu? „Sennilega sú fyrsta," sagði Linda Steinunn en bætti því við að það væri ekki vegna eigin frammistöðu. Sér hefði nefnilega gengið illa á því móti. Það hefur viljað loða við íslenskar fimleikadömur, að þær hafa enst illa í íþróttinni og hætt snemma. Við spurðum Lindu Steinunni að því í lokin hvað hún ætlaði sér fyrir á næstu árum. „Ég hef hreinlega ekki gert það upp við mig. Ég ætla að láta næstu mót duga að sinni, einbeita mér að þeim, en eins og staðan er núna er ég ekkert á leiðinni að hætta.“ „Búum viö aðstöðuleysi“ - segir Hlín Ámadóttir, sem stundað hefur þjálfun hjá Björk í 18 ár Fimleikafélagið Björk hefur starfað í 35 ár og rúmlega helming þess tíma hefur Hlín Arnadóttir verið viðloðandi félagið og annast þjálfun. Stundum er sagt að þessi eða hinn sé „faðir“ tiltekinms félags og titillinn „móðir félags- ins“ hæfir Hlin vel hjá Björkun- um. Fjarðarpósturinn hitti Hlín að máli á æfingu í Lækjarskóla í fyrrakvöld. „Þetta er erfiður slagur, sér í lagi vegna aðstööuleysis," sagði Hlín fyrst. „Við höfum ekkert eig- ið æfingahúsnæði heldur æfum hér og þar en höfum þó bæki- stöðvar í Haukahúsinu, þar em öll okkar tæki eru, m.a. ný tæki upp á 300 þúsund krónur, sem keypt voru fyrir afrakstur óeigingjarns sjálfboðaliðastarfs. Við erum við ákaflega ötula stjórn í Björk og þar leggur fólk mikið á sig til þess að halda félaginu gangandi.“ Hlín sagði, að ef litið væri til annarra íþróttafélaga í Firðinum væri ljóst að Björk væri ekki mik- ið hampað af hálfu bæjaryfirvalda þrátt fyrir að 250 ungmenni stundi æfingar á vegum þess. Þjálfarar eru nú sjö talsins, þar af tveir frá Kína, Chen Jian og Chen Huang. „Við erum nokkuð ánægðar með árangurinn um helgina og teljurn að við séum komin með hóp stúlkna sem á að „endast" betur en verið hefur. Það hefur viljað loða við fimleikadömurnar að hætta of snemma að okkar mati en við vonumst nú til að þetta sé að breytast,“ sagði Hlín. Svo vikið sé að árangri Bjarkar- stúlknanna um helgina þá sigraði Linda Steinunn í stökkum en Lára Sif Hrafnkelsdóttir varð í 3. sæti. í æfingum á tvíslá hreppti Linda Steinunn 2. sætið og á slá fékk hún einnig silfur og Eva Lilja Hilmars- dóttir 3. sætið. í gólfæfingum sigr- aði Linda Steinunn svoi og Lára Sig hreppti annað sætið. „Engin umbun fyrir áhættuna11 „í sumum tilvikum fannst mér stúlkurnar okkar hafa átt að geta betur og ég er heldur ekki fylli- lega sáttur við einkunnirnar sem þær fengu fyrir æfingarnar sínar,“ sagði Chen Jian, kín- verski þjálfarinn, sem annast þjálfun meistaraflokks Bjark- anna, er Fjarðarpósturinn ræddi við hann. Jian sagði það slæmt, að stúlk- unar fengju ekki frekara tækifæri en raun bæri vitni til þess að æfa í því húsi sem keppt væri í hverju sinni. Slíkt væri mjög mikilvægt því ekkert mætti út af bregða til þess að einkunnir lækkuðu. „Stúlkurnar okkar fram- kvæmdu í mörgum tilfellum áhættuatriði, mun erfiðari en keppinautarnir, en fengu stund- um enga umbun þess. Það var frekar að einkunnin var lækkuð ef eitthvað fór úrskeiðis,“ sagði hann í lokin. 13

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.