Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 16

Fjarðarpósturinn - 24.03.1988, Blaðsíða 16
FLUTNINGUR ER OKKAR FAG EIMSKIP VÖRUAFGREIÐSLA HAFNARFJARÐARHÖFN SÍMAR 51710-52166-52876 Askrifendasöfnun er hafin! Vinsamlegast hringið í síma 651745 eða 651945 (símsvari eftir lokun skrifstofu) og tryggið ykkur Fjarðarpóstinn í áskrift strax eftir páska. Nýr togari Sjólastöövarinnar Haraldur Kristjánsson HF 2, í fyrsta sinn til hafnar í gær Haraldur Kristjánsson HF 2 sigldi fánum prýddur í fyrsta sinn í heimahöfn í gærmorgun, en skip- ið er nýtt skip Sjólastöðvarinnar, systurskip Sjóla. Haraldur er 883 brúttórúmlestir og kemur í stað togarans Karlsefnis. Skipstjóri á Haraldi er Helgi Kristjánsson, yfirvélstjóri Þorbergur Þórhalls- son. Skipið var smíðað hjá Flekke- fjord Slipp í Noregi og er það 25. skipið sem þeir smíða fyrir íslend- inga. Haraldur Kristjánsson, sem skipið er nefnt eftir, var annar stofnandi Sjóla, ásamt Jóni Guðmundssyni. Haraldur sem lést fyrir um 8 árum var skipstjóri á gamla Sjóla. í júnímánuði n.k. eru 20 ár liðin frá því Sjólastöðin var stofnuð. Að sögn Haraldar Jónssonar framkvæmdastjóra Sjólastöðvarinnar er kaupverð skipsins 375 millj. kr., en norska ríkið mun endurgreiða 75 millj. kr. af því. Um ástæðu þess, að þessi gerð af skipi var valin sagði Jón Guðmundsson, að það kæmi í stað Karlsefnis sem orðinn var 22 ára, er hann var seldur. Þó Karls- efni hafi verið stærra skip hefði Sjóli reynst mjög vel og því verið ákveðið að Haraldur yrði í sömu stærð. Haraldur Kristjánsson er hið glæsilegasta skip. Það hefur tvær frystilestir sem einnig eru útbúnar fyrir ísfisk. Öll aðstaða fyriráhöfn er til fyrirmyndar og siglinga- og fiskleitartæki af nýjustu gerð. Helgi Kristjánsson skipstjóri sagði að heimferðin hefði gengið vel og að skipið héldi til veiða strax í næstu viku. Eins og sjá má eru vinnupallarnir áberandi við inngang heilsugœslu- stöðvarinnar. Heilsugæslulæknar lýsa áhyggjum sínum: Telja framkvæmdir við hús Spari- sjóös útilokaðar Læknar við heilsugæslustöðina hafa sent bæjaryfirvöldum bréf þar sem þeir lýsa áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við þá hlið húss Sparisjóðsins sem snýr út að Thorsplani. Telja þeir reyndar útilokað að ráðist verði í umræddar framkvæmdir meðan Fjarðarpóstur- inn á þriöjudag Fjarðarpósturinn vill vekja athygli lesenda sinna svo og auglýsenda á því að næsta blað kemur út á þriðjudag í næstu viku vegna páskanna. Ekkert blað verður hins vegar fyrst vikuna eftir páska. Skilafrestur á efni og auglýs- ingum í næsta blað er til hádegis á mánudag. starfsemi heilsugæslustöðvarinn- arfer þarfram. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri, sagði í viðtali við Fjarðarpóstinn, að þetta væri vandræðamál. Sparisjóðurinn vildi ráðast í nauðsynlegar lag- færingar sem fælust í að brjóta svo til alveg niður vegginn sem snýr að Thorsplaninu. A meðan á því stæði yrðu þeir að byggja utan um húshliðina allt að einum metri frá veggnum. Sagði Guðmundur Árni, að bæjaryfirvöld væru að athuga, hvort ekki væri hægt að fresta framkvæmdunum, en reiknað er með að unnt verði að flytja starfsemi heilsugæslustöðv- arinnar 1. októbern.k. Sparisjóð- urinn á aftur á móti í vandræðum þar sem húsnæðið getur legið und- ir skemmdum vegna lekavanda- mála og besti tími til slíkra fram- kvæmda framundan, þ.e. sumar- tíminn. Haraldur Kristjánsson HF 2 kemur til heimahafnar í fyrsta sinn snemma í gœrmorgun. Innfellda myndin er afþeim Helga, Porbergi, Jóni og Haraldi í brúnni. Bærinn keypti eigin mistök Bæjarsjóður hefur keypt eigin mistök, sem fólust í úthlutun lóð- ar undir parhús við Einiberg í Setbergslandi, rétt við vegamót Reykjanesbrautar og Lækjar- bergs. Botnplata hússins hafði verið steypt þegar mistökin upp- götvuðust. Lóðinni var úthlutað til Péturs Einarssonar, byggingarmeist- ara, en úthlutunin fór fram eftir röngum uppskriftum, að sögn Gunnars Rafnsbæjarritara. Gef- ið var út leyfi fyrir parhúsi og gleymdist að reikna með að skammt frá lóðinni eru fyrirhug- uð göng undir Reykjanesbraut. Botnplata parshússins hefur þegar verið steypt og er lítil prýði af, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Bæjarritari sagði, að ætl- unin væri að auglýsa plötuna og tooina til úthlutunar með breytt- um byggingarskilmálum, þannig að þarna mun væntanlega rísa einbýlishús í samræmi við húsin í kring. Aðspurður um kaupverð bæjarsjóðs kvaðst Gunnar ekki muna töluna en að greitt hefði verið kostnaðarverð bygging- armeistarans, sem aðilar komu sér saman um.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.