Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 1
>11K mWumJ FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 FJflRÐflR m/mpósturmn 12. TBL. 1988 — 6. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. MARS VERÐ KRÓNUR 50,- FERÐASKRIFSTOFA Bæjarhrauni 10 Hafnarfirði Sími652266 Hafnarfiröi boóin þátttaka í íslenska stálfélaginu h.f.: Samþykkir afhend ingu alls brota- málms til vinnslu . Hafnarfjarðarbæ hefur verið boðin þátttaka í nýju fyrirtæki, íslenska stálfélaginu h.f., sem hefja mun brotamálmvinnslu í sumar. Keiknað er með 20-30 þúsund tonna ársframleiðslu og er stofnkostn- aður fyrirtækisins um sjö milljón Bandaríkjadollarar eða tæpar 300 ^illj. kr. Hafnarfjarðarbæ hefur verið boðið að leggja fram „minni- háttar hlutafjárframlag“ eða um 400 þús. kr. Ennfremur hefur verið farið fram á við bæinn, að hann semji um afhendingu til félagsins á öll- um brotamálmi sem til fellur í Hafnarfírði. málaleitanina. Þá var m.a. upplýst, að Hafnfirðingar geta lagt drjúgan skerf til vinnslunnar m.a. með „bílakirkjugarðinum" í hrauninu ofan Reykjanesbrautar. Gert er ráð fyrir, að samningur um afhendingu brotamálmsins verði gerður við Sorpeyðingu höfuðborgarsvæðsins, en íslenska Bílakirkjugarðurinn í hrauninu ofan Reykjanesbrautar er lítið augna- stálfélagið mun reka mulningsvél- yndi. íslenska stálfélagið hf. hlýtur að verða þjóðþrifafyrirtœki t fyllstu ina í samvinnu við hana. orðsins merkingu. Fyrirtækið mun framleiða svo- nefnt millistál og verður það allt Selt til útflutnings. Bæjarráð sam- Þykkti á fundi sínum 24. mars sl. ®ð verða við tilmælum um afhend- 'ngu brotamálmsins. íslenska stálfélagið hf. er stofn- að á grunni gamla Stálfélagsins , en helmingseigandi að því er Sænskt stórfyrirtæki. Ennfremur er Fjárfestingarfélagið Hjarl eig- andi að hluta. Fyrirtækið mun fjárfesta í niulningsvél að verðmæti um 1,6 2 milljónir Bandaríkjadollara og er fyrirhugað að hún verði staðsett í Reykjavík. Brotajárn- vinnslan sjálf verður á landsvæði gamla Stálfélagsins á Reykjanesi. Sænska fyrirtækið mun gera samning til tíu ára við íslenska stálfélagið um kaup á framleiðsl- unni. Samkvæmt upplýsingum, fengnum frá aðilum hins nýja fyrirtækis, er ætlunin að hefja brotajárnsvinnsluna strax í sumar. Leitað hefur verið til allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og hafa þau tekið mjög vel í Vatnstjón í Vitanum Það óhapp varð í Vitanum, nýju félagsmiðstöðinni við Strand- Bötu, sl. fimmtudag, að klósett á kvennasnyrtingu stíflaðist með þeim afleiðingum að vatn lak út um gólf og niður í húsnæði Iðnað- arbankans. Nokkurt tjón varð af. Þetta var fyrsta skiptið sem húsnæðið var leigt út og héldu nemendur Víðistaðaskóla ball umrætt kvöld. Nokkurt tjón varð á gólfefnum í Vitanum þannig að skipta varð um dúk. Hjá Iðnaðar- ^ankanum fengust þær upplýsingar, að lekið hefði niður á snyrt- 'ngar og í fatageymslu, en tjónið væri ekki umtalsvert. Stjóm heilsugæslustöivarinnar fundaði í gæn Ætla að beita bæjarstjóra til að þrýsta á Sparisjóðinn Ekki fékkst niðurstaða á löngum fundi stjórnar heilsugæslustöðvarinnar í gær um aðgerðir gegn framkvæmdum við hús Sparisjóðsins, en málið var rætt þar ítarlega. Ann- ar fundur hefur verið boð- aður um málið n.k. mið- vikudag, en Ijóst er, að læknar stöðvarinnar ætla að reyna til þrautar að fá Sparisjóðinn til að stöðva framkvæmdir við húsið, í það minnsta að hægja á þeim. Samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins voru allir sammála um, að ógjörlegt væri að reka læknastofur við þær aðstæður sem skapast við lagfæringar hússins. Engin niðurstaða fékkst um aðgerð- ir í gær, en menn voru sam- mála um að gera allt til að knýja Sparisjóðinn til að fresta framkvæmdum, eða hægja á þeim. Þá mun stjórnin hafa ákveðið, að fela formanni hennar, Eyjólfi Sæmunds- syni, að ræða við bæjarstjóra, Guðmund Árna Stefánsson, og fá hann til að fá Spari- sjóðsmenn til að fallast á kröfu stjórnarinnar. Sjá ennfremur „Þetta er eins og brandari", á bls. 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.