Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 9
IÞROTTASIÐA FJARÐARPOSTSINS '■ „Það er bara hvetjandi að leika gegn eldri strákum“ - segir Jón Amar Ingvarsson, sem er buröarás í þremur af yngri flokkum Haukanna í körfuknattleiknum Jón Arnar Ingvarsson heitir fímmtán ára gamall körfuknattleikssnillingur hér í Hafnarfíröi. Hann lætur sig dreyma um að komast í skóla til Bandaríkj- anna til þess að fá að spreyta sig með einhverju góðu skólaliði. NBA-atvinnu- mannadeildin? „Nei, það er of fjarlægur draumur,“ segir hann hógvær við Fjarðarpóstinn. Jón Arnar leikur með Haukum eins og nærri má geta og lætur sér ekki nægja að sýna hvers hann er megnugur í 4. flokki einum heldur hefur hann verið fastamaður í þremur flokkum Haukanna í vetur, 2., 3. og 4. flokki. Og ekki bara það. Þeim, scm Fjarðarpósturinn hcfur rætt við, bersaman um að Jón Arnar sé yfírburðamaður í öllum þessum flokkum. En hver er hann eigin- lega? Við fengum hann í spjall við okkur í vikunni. Byrjaði 8 ára „Ég byrjaði átta ára í körfuboltan- um og hef eiginlega aldrei slegið slöku við síðan," var það fyrsta sem Jón Arnar sagði er við höfðum komið okk- ur notalega fyrir. „Reyndar byrjaði ég talsvert fyrr í knattspyrnunni hjá Haukum en árangurinn var ekki til þess að hrópa húrra fyrir. Við töpuð- um öllum leikjum með 5-10 marka mun! Þegar ég fór í körfuboltann komst ég strax að því að Haukarnir áttu lið í fremstu röð og það var að sjálfsögðu miklu skemmtilegra að leika körfubolta með liði sem gekk vel en fótbolta með liði sem átti undir högg að sækja“. - Nú er faðir þirtn Ingvar Jónsson, sem hefur allra manna mest sinnt yngri flokkum Haukanna síðasta áratuginn og náð frábœrum árangri. Hafði hann einhver áhrif á þig? „Ekki kannski á þessum tíma en hann hefur verið þjálfari minn meiri- hluta þess tíma sem ég hef stundað körfuknattlcik og hann hefur verið mér góður þjálfari," sagði Jón Arnar og ekki fór leynt að hann ber mikla virðingu fyrirföðursínum, hvort held- ur er í hlutverki föðurins eða þjálfar- ans. „Þetta kom eiginlega alveg af sjálfu sér með að hætta í fótboltan- um,“ bætti hann svo við. „Ég hef sennilega alveg hætt í fótboltanum 11- 12 ára gamall til þess að einbeita mér að körfunni". Sumaræfíngar - Getur það ekki farið saman að œfa knattspyrnu á sumrin og körfu- bolta á veturna? „„Eflaust gengur það að vissu marki en ekki í mínum huga. Ég legg það mikinn metnað í körfuboltann að ég vil helga mig honum einum. Ég hef t.d. æft á sumrin, oftast einn míns liðs, en ég tel að þessar sumaræfingar hafi skipt sköpum fyrir mig og minn feril". Tilsölu Ford Sierra 2000, árg. 1983, en lítur út sem nýr. Ekinn 63.000 km. Verð kr. 420.000. Skipti möguleg á 100-150 þús. króna smá- bíl eða skuldabréfi. Uppl. í síma 50263. - Æfa hinir strákarnir ekkert á sumrin? „Fæstir þeirra gera það, einhverjir kannski, en það er lítið upp úr því lagt hjá félögunum eða KKI að halda leik- mönnum við yfir sumartímann. Þó höfum við farið í 7-10 daga æfingabúð- ir að Laugarvatni en það segir ekki mikið á heilu sumri. Það sem menn gera þar er fljótt að brenna upp ef því er ekki haldið við“. - Hvernig hefurðu þá œft þig? „Ég hef aðaliega æft skot og ýmsar hreyfingar og vindur. Ég hef nú ekki haft neina sérstaka aðstöðu heldur hef ég látið mér nægja, að labba út á mal- bikið hjá Öldutúnsskóla og skjóta þar á körfu og gera mínar æfingar“. Við vikum talinu að öðru um stund og Fjarðarpósturinn innti Jón Arnar eftir því hvort það væri ckki erfitt að æfa og keppa með þremur flokkum sama veturinn. „Eg læt það nú allt vera. Þctta hefur allt einhvern veginn gengið upp en ég neita því ekki að ég hef stundum vcrið þreyttur eftir kannski þrjár æfingar í röð, hverja með sínum flokknum". Æföi 11 sinnum í viku - Hvað œfirðu þá eiginlega oft í viku í vetur? „Ég æfði mest ellcfu sinnum í viku cn nú er þetta orðið rólegra eftir að keppni í 2. flokki lauk, þar sem við höfnuðum í 2. - 3. sæti“. - Hvar standið þið í hinum flokk- unum, 4. og 3. flokki? „Við stöndum mjög vel að vígi þar. Höfum unnið tvær „turneringar“ af þremur í báðum flokkum og ættum að tryggja okkur íslandsmeistaratitil í a.m.k. öðrum þessara flokka, hugsan- lega báðum“. - Úr því við erum að tala um íslandsmeistaratitla, manstu hversu marga þú hefur unnið til þessa? „Ætli þeir séu ekki orðnir fimm talsins". - Veitist þér ekkert erfitt að keppa með einum flokki í dag og öðrum á morgun, tekur ekki sinn tíma að kom- ast inn í leikkerfi hvers flokks? „Nei, þetta hefur ekki reynst mér erfitt, þar sem ég æfi með öllum flokk- unum. Við erum með svipuð leikkerfi í öllum þessum flokkum og þar sem ég er oft í hlutverki leikstjórnanda er þetta ekki svo slæmt“. - Nú hefurðu í vetur verið að keppa við þér mun eldri stráka oftátíðum, er ekki aldursmunurinn erfiður einmitt á þessu aldursskeiði, þú 15 ára og þeir kannski 18-19 ára? „Nei, ég hef ekki fundið svo mikið fyrir því. Það er kannski helst að hæð- armunurinn geri manni stundum erfitt fyrir en þá rcynir maður bara að bæta það upp með öðru. Það hefur í raun aðeins haft hvetjandi áhrif á mig að leika gegn mér eldri strákum. í sumum tilvikum höfum við í 2. flokki verið að leika við lið, þar sem 3-4 leikmenn eiga sæti í 10 manna hóp úrvalsdeild- arliðs viðkomandi félags, og það er bara skemmtilegra að leika gegn þcim“. 45 stig í einum leik! - Nú skorarþú heil ósköp í sumum leikjum, manstu hvað þú hefur skorað mikið í einum leik? „Já, ég skoraði 45 stig í leik gegn Grindavík í vetur. Hærra hef ég ekki komist ennþá“. - Hvernig skorar þú þínar körfur aðallega, utan af velli eða með gegn- umbrotum? „Það er allur gangur á því, yfirleitt skora ég 2-3 körfur utan af velli og hitt með ýmsum hætti". - Nú eruð þið t Haukunum að fara til Södertalje í Svíþjóð í vikunni til þess að keppa á Scania Cup, óopinberu Norðurlandamóti félagsliða í körfu- knattleik, hvernmigleggstsúferð íþig? „Bara vel, ég held að við ættum að geta staðið okkur ágætlega þarna. Ég hef tvisvar keppt á þessu móti áður með Haukunum og okkur hefur geng- ið vel.“ - Segðu okkur nánar frá þessu móti? „Við fórum þarna í hittifyrra og höfnuðum í 2. sæti, töpuðum úrslita- leiknum með aðeins tveimur stigum. í fyrra urðum við svo í 5. sæti. Stemn- ingin á þessu móti er stórkostleg og þarna er allt gert til þess að gera mótið eins glæsilegt og eftirminnilegt og kostur er“. „Maöur mótsins“ - Hvernig gekk þér sjálfum? „Mér gekk mjög vel í bæði skiptin. Fyrra árið var ég útnefndur „besti leikmaður mótsins" og að auki valinn í „All star-liðið“ og seinna árið var ég aftur valinn í úrvalslið mótsins og varð stigahæstur að auki“. Við vikum talinu í lokin frá þessu mikla móti og að gráum hversdags- leikanum hér heima á ný. Við spurð- um Jón Arnar að því hvernig honum gengi að sameina þessa gífurlegu körfuknattleiksiðkun og námið í skólanum. „Það hefur gengið ágætlega til þessa en ég neita því ekki að ég geri ekki mikið annað en að stunda æfingar og skólann. Allt annað verður útundan." - Nú eruð þið báðir á kafi í þessu, þú og pabbi þinn og bróðir þinn víst líka, er nokkuð annað rœtt um annað en körfubolta á heimilinu? „Það er mikið talað um körfubolta en það kemst nú eitt og annað að, það er ekki svo slæmt, en ég gæti nú samt trúað því að mamma og systir mín væru stundum þreyttar á körfubolta- talinu í okkur strákunum," sagði þessi geðþekki ungi piltur í lokin. Jón Arnar og körfuboltinn. Þeir tveir hafa verið nánast síðastliðin 7 ár og árangurinn lœtur ekki á sér standa. Iþróttamolar Meisturaflokkur FH-inga í knattspyrnu er nú staddur í Hol- landi í æfíngabúðum. Leiknir verða nokkrir æfíngaleikir eins og greint var frá í Fjarðarpóstin- um fyrir skömmu. Mjög góð þátttaka var í þessa ferð og flestir leikmenn fóru utan. Henning Freyr Henningsson og Ingi Björn Albertsson áttu þó ekki heimagengt. Ingi Björn er önn- um kafínn við þingstörf og Henning er í eldlínunni með körfuknattleiksliði Hauka. Sam- kvæmt heimildum blaðsins var ráðgert að Jón Erling Ragnars- son kæmi til móts við hópinn og tæki þátt í fyrirhuguðum leikjum og æfíngum. Jón Erling stundar nám ■ almannatengslum við háskólann í San Jose í Banda- ríkjunum og leikur í fremstu víg- línu FH-inga í sumar, þrátt fyrir sterkan orðróm um félagsskipti í I.deildarlið Fram, fyrr í vetur. FH og Hauka-stúlkur urðu aftarlega á merinni í úrslita- keppni 2.flokks kvenna, sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu. FH- stelpurnar lentu í 5.sæti eftir sigur á ÍR og Haukar sigruðu Fram í leiknum um 9.sætið. Grótta vann ÍBV í úrslitaleiknum. Haukar og KR leika j'*'nni leik sinn í undaúrslitunl ar- keppni KKÍ á Skírdag- \ u,r' inn fer fram í íþróttahús'11 J''0 Strandgötu og má búast f N að leikmenn beggja li®*. fui orðnir leiðir hvcrjir á <>' enda er viðureign liðafj" jú þriðja á nokkrum dögont- uk- ar þurfa að vinna upp 8 S<I!Í n<>r' skot KR-inga frá fyrri le"'"U|n (77-85). Átta stig þ.vkj1' mikið í körfuknattleik og eð góðum leik og stuðningi enda ættu Hafnfirðingar a' §eta átt lið í úrslitaleik bikarkePPni KKÍ1988. Prentarinn ogmarkvörð'1 jjjn, Ögmundur Kristinsson "n dvelja í Hveragerði í sU"v,rn°® sjá um þjálfun knattjnd«- manna staðarms. vJg' þjálfaði Hauka s.l. ðið°® undir hans stjórn, féH 1 4.deild. Sjötti flokkur FH varð j j^r" sæti á íslandsmótinu 1 j ' knattleik. FH-strákarnir Ku mjög vel og töpuðu aðeins «n ■~ik, gegn KR, og sa 'e'“ v leik 8 UMSJ0N: GUNNAR SVEINBJORNSSON „Vi be‘ ðætli >taog imaji ihelsl igerao t eitthv kk< að arallra betui* -segja handboltabræðumir Guöjón, Magnús og Jónas Ámasynir, sem úrslitaleikinn gegn Val á morgun Úrslitaleiks íslandsmótsins í handknattleik er nú beðið með mikilli á sóknarleikinn, íterfin og hraða- eftirvæntingu. Til úrslita leika FH og Valur og fer leikurinn fram á upphlaupin og þess vegna hefur Hlíðarenda, heimavelli Vals, á morgun miðvikudag. Hafnfírðingum vörnin kannski orðið meira út gefst ekki kostur á að sjá leikinn og er það miður og greinilegt á öllu að undan. Þrátt fyrir að vörnin hafi forystumenn handknattleiksdeildar Vals eru dauðhræddir við stuðn- verið höfuðverkur hjá okkur hef- ingsmenn FH. ur hún skánað og við höfum sýnt Samkvæmt síðustu fregnum var miðaverð komið í 100(1 kr. ogávafa- að við getum vel spilað góðan laust eftir að hækka er nær dregur leiknum. Handknattleiksdeild FH varnarleik ef sá er gállinn á okkur fékk 60-70 miða til umráða en þeir duga skammt. Stuðningsmenn FH og vonandi verður svo gegn Vals- verða því að sitja heima og hlusta á lýsingu ■ útvarpi eða horfa á hann mönnum“. í beinni sjónvarpsútsendingu ef af verður. Lið FH undirbýr sig nú af - Hvað rœður úrslitum þegar á kostgæfni undir leikinn og Fjarðarpósturinn forvitnaðist um komandi hólminn er komið? átök er hann heimsótti Guðjón, Magnús og Jónas Árnasyni, þrjá „Það er spurning um dagsform- bræður, er allir leika með FH. ið því þetta eru mjög svipuð lið að allir eni í 12 manna hóp FH-inga fyrir getu og hverjir verða sterkari í taugastríðinu. Auðvitað hefur undirbúningurinn sitt að segja og mikilvægt að koma vel undirbúnir til leiks. En þetta verður örugg- lega hörkuleikur hvernig sem hann fer“. - Hvað Valsmanni œtli þið að hafa mestar gœtur á? „Þctta eru allt mjög góðir leik- menn og við verðum að passa þá alla mjög vel en það verður ekki lagt neitt sérstaklega uppúr því að passa einn öðrum fremur enda eru þetta flest allt landsliðsmenn". - Hverju spái þið um úrslit leiksins? „Við stefnum að því að vinna þennan leik, það er engin spurning. Við erum mátulega bjartsýnir en erum lítið fyrir að nefna einhverjar tölur. Við erum ákveðnir í að leggja okkur alla fram og gerum okkar allra besta og helst betur. Við erum búnir að leiða deildina í allan vetur og ætl- um að klára það dæmi,“ sögðu þeir bræður í lokin. - Hvernig er undirbúningi hátt- að fyrir leikinn? „Hann er eilítið frábrugðinn frá því sem venja er enda er nú mikil spenna í kringum þetta og við komum meira saman en fyrir aðra leiki. Eftir Víkings-leikinn á fimmtudaginn var róleg æfing og engin æfing á föstudag og laugar- dag en á sunnudag var æfing og video-fundur og ferð á bikarleik KR og Vals. Æfingar eru á mánu- dag og þriðjudag (í dag og í gær, innsk. Fjarðarp.) og á leikdag hittast leikmenn fyrr en venju- lega, fara í kaffi og kökur eins og sagt er og hópnum þjappað saman til að ná upp stemningu". - Verða Valsmenn „stúderað■ ir“ kyrfilega fyrir leikinn? „Við höldum okkar striki og skoðum myndbönd af Valsliðinu fyrir leikinn, rétt eins og við ger- um fyrir hvern leik. Þetta er hlut- ur sem öll lið eru farin að gera í dag og hvert lið er með mann sem sér algerlega um upptöku á öllum leikjum". - Verður Héðinn Gilsson til- búinn í slaginn? „Hann verður með og er í ineð- ferð til að fá sig góðan fyrir leik- inn. Hann á við tognun að stríða í baki og nær sér ekki góðum nema með hvíld en hann verður með á móti Val, það er alveg pottþétt enda crum við með færa menn til að annast þessi mál. Jónas Magn- ússon fylgist alveg með honum og sér til þess að hann verði í formi. Einnig er Jón Þór Brandsson okk- ur innan handar". - Er FH-liðið búið að jafna sig eftir „áfallið“ í bikarkeppninni? „Já, ég held það. Ég held að við höfum jafnað okkur þegar við unnum Víking. Þá fengurn við sjálfstraustið aftur og þá stemn- ingu sem fylgir þessu öllu. Menn eru alveg tilbúnir í þennan leik af fullum krafti og bíða spcnntir eftir honurn". - Hvernig lístykkur á Valshús- ið? „Við höfum aldrei komið þar inn fyrir dyr en það kemur kannski ekki svo mikið að sök, því þctta er svo líkt húsinu okkar. Gólfið er eins og áhorfendastæðin eru alveg ofan í vellinum. Þetta er ósköp svipað og háir okkur ekkert mikið. Og þótt FH-ingar á áhorf- endapöllum verði ekki margir, verður það aðeins til þess að þjappa okkur enn meira saman og gera okkur staðráðna í að gera enn betur". - Hvað með vörnina, nú erhún veikasti hluti liðsins? „Við höfum lagt megináherslu Brœðurnir Guðjón, Magnús og Jónas Árnasynir á tröppunum heima hjá sér ásamt föður þeirra, Árna Guð- jónssyni, sem gerði garðinn frœgann með FH-liðinum á árunum í kringum 1970. EFTIRTALIN FYRIRTÆKI SENDA HAFNFIRÐINGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA Snyrtivöruverslunin Dísella, - Miðvangi 41, sími 51664 Verkakvennafélagið Framtíðin, - Strandgötu 11, sími 50307 Skóverslun Geirs Jóelssonar, - Strandgötu 21, sími 50795 Glugga- og hurðasmiðjan, - Dalshrauni 17, sími 53284 Kjúklingastaðurinn, - Hjallahrauni 15, sími 50828 Hraðfrystihús Hvals hf., - Reykjavíkurvegi 48, sími 50565 Kænan - kaffistofa, - Fornbúðum, sími 51503 Hárgreiðslustofan, - Arnarhrauni 5, sími 51105 Kaplakaffi sf., - Kaplahrauni, sími 651266 9

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.