Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 12
GVENDUR GAFLARI:___________________________________ „Síbyljan" er það sem fólkið vill Fjölmiðlun hefur verið ákaflega mikið til umræðu manna á meðal þessi síðustu misseri enda „fjölmiðlabyltingin“ sem svo hefur verið nefnd í algleymingi og sér ekki fyrir endann á henni. Útvarpsstöðvar hafa skotið upp kollinum, hver á fætur annarri, en þrátt fyrir hina miklu þenslu Ijósvakamiðlanna hafa prentmiðlarnir haldið velli - þvert ofan í spár ýmissa spekinga. Víkjum að þeim hér á eftir. Nýju útvarpsstöðvarnar náðu eyrum fólks í upphafi, sér í lagi Bylgjan, enda fyrsta stöðin í einkaeigu. Um leið og hún kom fram á sjónarsviðið kepptist fólk við að lofa hana og prísa -aðal- lega í ljósi þess að þar var um að ræða hið mjög svo dáða og elsk- aða einkaframtak. Gæði dag- skrár skiptu í sjálfu sér litlu máli - allir hylltu einkaframtakið í samkeppninni við „stóra hróður“, ríkisútvarpið. Nokkur byrjendabragur var á Bylgjunni til að byrja með en fór fljótt af henni. I dag er hún án nokkurs vafa langsamlega áheyrilegasta „létta“ útvarpsstöðin. Minni hlustun Nýleg könnun á hlustun útvarpsstöðvanna leiðir þó í ljós, að Stjarnan nýtur mestrar hylli á meðal almennings um leið og hún hnykkir á þeirri staðreynd, að hlustun á útvarp fer almennt minnkandi. Fyrstu mánuðina eftir að Rás 2 hóf starfsemina og nýjabrumið var enn á einu „létt- mestisstöðinni" var hlustunin um og yfir 50%. Stjarnan, Bylgjan, Rás 2, Rás 1 Ljósvak- inn og Rót ná þessari hlustun ekki samanlagt í dag ef hádegis- °g kvöldfréttir Rásar 1 eru undanskildar. Oneitanlega er það merkileg staðreynd, að Stjarnan skuli hafa jafnmikla hlustun og raun ber vitni - og þó kannski ekki. Efni Stjörnunnar er að stórum hluta ákaflega léttvægt og lítið í það lagt. Uppistaðan er vinsælda- listapopp og stuttar kynningar kryddaðar með nafni þáttagerð- armanns, hvað klukkan er, hvernig veðrið er og hvað þáttur- inn heitir. Þessar kynningar eru svo endurteknar í sí og æ. Stjarn- an er í raun persónugervingur hinnar mjög svo umræddu og umdeildu „síbylj u“ nýju útvarpsstöðvanna. Þrátt fyrir alla gagnrýnina á „síbyljuna" kemur Stjarnan best út úr nýjustu könnuninni. Könnunin staðfestir í raun að „síbyljan" er það sem fólk vill heyra. Hver er skýringin? Niðurstöður þessarar nýjustu hlustendakönnunar þurfa í sjálfu sér ekki að koma svo mjög á óvart. Það eru tvær meginástæð- ur fyrir því að hlustun hefur dregist svo mikið saman sem raun ber vitni. Önnur er sú, að almenningur vinnur meira en áður og gefur sér þar af leiðandi æ minni tíma til þess að hlusta á útvarp yfir daginn. Hin er sú, að aðeins lítið brot landsmanna er svo illa gefið, að það láti mata sig daginn út og inn með innihalds- lausu hjali um ekki neitt. Þetta litla brot er hins vegar sú hjörð sem fylkir sér um „síbyljuna. Þessa hjörð skiptir engu þótt ver- ið sé að segja henni það sama alla daginn - aðeins með örlítið breyttum áherslum. Enginn skyldi þó ætla að á „léttu“ útvarpsstöðvunum fynd- ist hvergi neitt gott. Sem dæmi um slíkt má nefna þætti eins og „Reykjavík síðdegis" á Bylgj- unni, „Dagskrá" á Rás 2 og fleiri þætti. Rás 1 hefur aftur á móti haldið sínu striki allan tímann og býður upp á langsamlega vand- aðasta útvarpsefnið þótt það gangi e.t.v. ekki í unga fólkið. Þrátt fyrir allan djöfulganginn og moldviðrið í kringum „léttu“ stöðvarnar hefur Rás 1 „haldið haus“ sem sagt er og ekki hvikað frá sinni stefnu. Hinar stöðvarn- ar hafa smám saman verið að grafa sína eigin gröf með sífelld- um tilfærslum og uppstokkunum á efni - en þó í raun aðeins upp- stokkun á sama grautnum - í tryllingslegri tilraun sinni til þess að ná til hlustenda. Allur þessi handagangur hefur aðeins leitt til þess að fjöldi fólks hefur orðið fráhverfur útvarpi. Hrakspár En aftur að prentmiðlunum. Það er ekki nýtt að þeim birtist hrakspár. Þegar útvarpið kom Laun 12 starfsmanna rúmar 11 milljónir króna á hálfu ári Yfirvinnubann U.17ámorgui Hvorki sjónvarp, útvarp eöa tölvubyltingin hafa náð að velta prentmiðlunum úrsessi. Byltingin á Ijósvaka■ miðlunum hefur aðeins styrkt stöðu bœjar- og héraðsfréttablaða. fyrst til sögunnar töldu menn að blöðin ættu ekki möguleika á samkeppni í fréttaflutningi. Útvarp yrði alltaf fyrr á ferð með fréttirnar. Þessi kenning hefur haldið velli að hluta til en alls ekki að öllu leyti. Fréttatímar útvarpsstöðva eru stuttir og knappir og leyfa ekki að farið sé ítarlega í saumana á málum þvert ofan í það sem dagblöðin gera. Þegar sjónvarpið kom fyrst til sögunnar heyrðust sömu radd- irnar og enn heyrðust þær þegar tölvuöldin gekk í garð með öll- um sínum möguleikum. Strax heyrðust þær raddir, að kerfi á borð við „Teletext", þar sem sjónvarpsáhorfandi getur gerst áskrifandi að sérstakri frétta- og upplýsingaþjónustu og nýtt sér hana hvenær sólarhringsins sem er, myndi ríða blöðunum að fullu. En allt fór þetta á sömu leið. Dagblöðin lifa enn og það góðu lífi mörg hver. Þróun dagblaða á íslandi er komið út í óheppilegt tvíhöfða veldi Morgunblaðsins og DV. Tíminn, Þjóðviljinn, Dagur og Alþýðublaðið eru með í slagnum en af mismiklum mætti. Dagur hefur þó þá sérstöðu að vera eina dagblaðið utan Reykjavíkur og virðist hafa náð fótfestu í Eyja- fjarðarbyggðum og nærliggjandi héruðum. Dagur er í raun héraðsblað þótt hann sinni ýmsu er gerist „sunn- an heiða“ og þar er lykillinn að velgengni hans falinn. Með stöðugri „síbylju“ dag- blaðanna um hörmungar úti í heimi, afleitu efnahagsástandi innanlands þrátt fyrir „góðæri“ og öðru í þessum dúr, vex þörfin fyrir fréttablöð er sinna eistök- um bæjum og bygðalögum. „Sí- byljan" hefur eftir allt saman haft þau áhrif, að blöð á borð við Fjarðarpóstinn gegna æ mikilvæg- ara hlutverki í sínu byggðalagi. Það hefur sannast áþreifanlega með „nýja“ Fjarðarpóstinum sem hefur fengið forkunnargóð- ar móttökur Hafnfirðinga. EFTIRTALIN FYRIRTÆKI SENDA HAFNFIRÐINGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA Bílamálun Alberts -Stapahrauni, sími 54895 BB-húsgögn - Dalshrauni 1, sími 51620 Freeman’s-vörulistinn, - Reykjavíkurvegi 66, sím 53900 BK-innréttingar, - Skútahrauni 5, sími 51708 Hárgreiðslustofan Toppur, - Austurgötu 4, sími 652343 Ás-húsgögn, - Helluhrauni 10, sími 50564 Fiskverkun Aðalsteins, - Eyrartröð 4, sími 53853 Snyrtistofa Áslaugar, -Álfaskeiði 105, sími 51443 Söluturninn - Flatahrauni, sími 50553 12

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.