Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 29.03.1988, Blaðsíða 14
Þáætti enginn að villast Skipuð hefur verið nefnd til ráðuneytis um leiðamerki á höfuð- borgarsvæðinu. í nefndina voru skipaðir Björn Ólafsson, bæjar- verkfræðingur, Friðþjófur Sig- urðsson og Kristján Bersi Ólafs- son. Á fundi bæjarráðs 24. mars sl. gerði bæjarverkfræðingur grein fyrir fundi sem hann sat á vegum Vegagerðarinnar um leiðamerk- inguna. Hér er um að ræða vega- merkingar, sem eiga að „leiða" menn á réttan stað. Fyrst er getið um svæði, þá hverfi og síðan götur. Fjarðar- posturinn - fréttnblað (illra Hafn- firðinga GAFLARIVIKUNNAR: Fullt nafn? Ólafur Jóhann Proppé. Fæðingardagur? 9. janúar 1942. Fæðingarstaður? Víðimelur 57, Reykjavík. Fjölskyldurhagir? Kvæntur Petrúnu Pétursdóttur, á þrjú börn og eitt barnabarn. Bifreið? Concord 1981. Starf? Kennslustjóri Kennara- háskóla íslands. Fyrri störf? Kennsla og fleiri störf tengd skólamálum. Helsti veikleiki? Á erfitt með að segja nei. Helsti kostur? Hef yfirleitt áhuga á því sem ég tek mér fyrir hendur. Uppáhaldsmatur? Soðin ýsa með kartöflum og smjöri. Versti matur sem þú færð? Sagógrjónavellingur. Uppáhaldstónlist? Góður jazz. Eftirlætisíþróttamaðurinn þinn? Gunnar á Hlíðarenda. Hvaða stjórnmálamanni hefurðu mestar mætur á? Mahatma Gandi. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Fréttirnar. Hvað sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Þættir sjónvarpsins um sjónvarpið. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Axel Thorsteins- son. Uppáhaldsleikari? Peter Sellers. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Hiroshima, ástin mín ein. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Starfa í Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Breiðafjarðareyjar í maí. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Áhuga og þátttöku. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti og eigin- girni. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta og hvers vegna? Sjálfan mig, gæti orðið lærdóms- ríkt. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Leikfimi. Ef þú ynnir tvær milljónir í happdrætti hvernig myndir þú eyða þeim? Gleðja lánadrottn- ana. Hvað myndirðu vilja í afmælis- gjöf? Góða bók. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndirðu helst viðja vera? Ég er of jarðbundinn fyrir slíkar hugleiðingar. Ef þú værir í spurningakeppni hvaða sérsvið myndirðu velja þér? Skólamál. Hvað veitir þér mesta afslöpp un? Að vinna líkamlega vinnu, t.d. smíðar. Hvað myndirðu gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Byggja nýtt ráðhús við Lækinn, að sjálfsögðu. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hafnarfjarð- ar . . . hvað? Norrænir funda um samgöngumál íslands, Grænlands og Færeyja: Hafnfirðingum og ísfirðingum boðin þátttaka Line. Þá verður einnig fjallað um Ekki hefur verið tekin ákvörð- „túrisma" og fleira sem varðar un um, hver situr fundinn af hálfu samgöngur landanna. Hafnarfjarðarbæjar. Skátafélagið Hraunbúan Vilja rækta skóg í Krýsuvíkinni Hraunbúar hafa sent bæjarráði bréf þar sem lýst er skógræktar- tilraunum félagsins undir hlíðum Bæjarfells ■ Krýsuvík. Félagið fór ennfremur fram á fj árframlag til þessarar skógræktar af liðnum landgræðsla í Krýsuvík. Samþykkti bæjarráð að vísa málinu til undirnefndar bæjarráðs um landnýtingu í Krýsuvík. Hafnfirðingum barst í síðustu viku boð um að sitja fund nor- rænu samgöngumálanefndar, NKT, um samgönur milli íslands, Grænlands og Færeyja, en flutn- ingamál milli landanna er einn af liðum ráðstefnu sem haldin verð- ur um þessi mál í Holiday Inn 18.- 19. maí nk. Samgönguráðherrar Norðurlandanna munu m.a. sitja fyrir svörum á fundinum, en Matt- hías Á. Mathiesen gegnir því hlut- verki hérlendis eins og kunnugt er. Að sögn Birgis Guðjónssonar deildarstjóra í samgönguráðu- neytinu var ísfirðingum boðið til fundarins þegar boðað var til hans í upphafi, þ.e. um sl. mánaðar- mót. Þegar Ijóst varð, að græn- Bænum boðinn foikaupsréttur Bænum hefur boðist forkaupsréttur að Hverfisgötu 18. Tilboðs- verð er kr. 2.050.000. Á síðasta bæjarráðsfundi var lagt fram bréf Árna Gunnlaugs- sonar hrl., þar scm hann býður Hafnarfjarðarbæ forkaupsrétt að eigninni. Bæjarstjóra var falin athugun og afgreiðsla málsins. lenski rækjuskipaflotinn er svo til fluttur til Hafnarfjarðar, var ákveðið að bjóða einnig bæjaryf- irvöldum Hafnarfjarðar að senda fulltrúa á fundinn. Birgir sagði, að fundurinn yrði haldinn í samráði við Norðvestur- nefnd Norðurlandaráðs, þ.e. nefndina sem annast sérstakíega málefni jaðarsvæðisins Islands, Grænlands og Færeyja. Á dag- skránni er, auk skipaflutningamála, flugmál, en þar er um hitamál að ræða vegna loftferðasamninga Dana. Fulltrúar Grönlandsfly, Flugleiða og Atlantic Airways, sem er nýtt færeyskt flugfélag, er boðið til fundarins. Vegna skipaflutninganna hefur áðurnefndum fulltrúum bæjarfé- laganna tveggja verið boðið á fundinn, ennfremur fulltrúum EFTIRTALIN FYRIRTÆKI SENDA HAFNFIRÐINGUM BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEGA PÁSKA úo . <HQ Utvegsbankinn, - Reykjavíkurvegi 60, sími 54400 íslenska álfélagið hf., - Straumsvík, sími 52365 Verkfræði, og arkitektastofan, -Suðurgötu 14, sími 54355 Sjólastööin hf., - Óseyrarbraut 5-7, sími 52170 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, - Strandgötu 6, sími 53444 - Dalshrauni 13, .^yrlERKI símar 651999 og 54833 Hvaleyri hf., - Vesturgötu 11-13, sími 53366 Efnalaug Hafnarfjarðar, - Gunnarssundi 2, sími 50389 Hárgreiðslustofan Meyjan - Reykjavíkurvegi 62, sími 54688 14

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.