Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 9
Kynning lögreglunnar í framhaldsskólunum: Ökumenn á aldrinum 17-20 ára lang- stærsti áhættuhópurinn í umferðinni Lögreglan í samvinnu við umferðarnefnd bæjaríns o.fl. heimsótti í síðustu viku nemendur framhaldsskóla bæjarins. Tilefni heimsóknar- innar var að ræða við unglingana um umferðarmál almennt, nýju umferðarlögin og sérstaklega þá ógnvænlegu staðreynd, að ökumönn- um á aldrinum 17-20 ára er langhættast í umferðinni og flestir sem slas- ast á þeim aldri. Þá eru karlar í mun meirí hættu samkvæmt tölulegum upplýsingum. A sl. ári slösuðust um 1.000 manns í umferðinni þar af voru karlar 612 en konur 376. Fleiri látist en í heimstyrjöldunum Það voru þeir Eggert Jónsson og Ólafur Emilsson lögreglumenn sem heimsóttu nemendur Iðn- skólans á föstudagsmorgun, en þá höfðu þeir þegar verið í Flens- borgarskóla. Þeir ræddu við krakkana í tveimur hópum og gerði Eggert grein fyrir slysatíðni ogsagðim.a. alvarlegastaðreynd, að fleiri hefðu látist í umferðar- slysum á þessari 'öld en í báðum heimsstyrjöldunum. í máli Eggerts kom m.a. fram, að helstu orsakir umferðarslysa á árinu 1987, samkvæmt skýringum ökumanna sjálfra, voru of hraður aksturs, ölvun við akstur, gáleysi, réttindaleysi, of stutt á milli bifr- eiða og að forgangur hafi ekki ver- ið virtur. Hann ræddi sérstaklega um ölvunaraksturs og sagði að sér hefði komið á óvart, hversu stór hluti ölvunaraksturs skrifaðist á reikning þessa aldurshóps. Fleiri karlmenn slasast en kvenmenn Miðað við aðstæður og þá Ólafur Emilsson. 8 staðreynd, að á sama tíma og íbúum hefur fjölgað um 30% hef- ur bifreiðum fjölgað um 300%, sagði Eggert, að leita yrði nýrra leiða til að fækka slysum og nefndi þá sérstaklega tvö atriði, uppeld- isleg og tæknileg. Skýringarinnar á því að mun fleiri karlmenn slas- ast en kvenmenn sagði hann áreiðanlega að leita í uppeldinu, stelpur væru einfaldlega varkárari en meiri galsi í strákunum. Varð- andi tæknilegu hliðina sagði hann æfingabraut til aksturs við ýmis skilyrði áreiðanlega bráðnauð- synlega, en hennar væri að vænta fljótlega. Eggert sýndi síðan af ntynd- bandsspólu viðtalsþátt frá Stöð 2 við nokkur ungmenni sem bundin eru í hjólastólum til lífstíðar vegna umferðaslysa. Voru viðtöl- in áhrifarík og höfðu auðsjáan- lega mikil áhrif á ungmennin. Ólafur Emilsson fór í sínum hópi yfir nýju umferðarlögin og útskýrði ýmsa þætti þeirra. Hann sagði stærstu breytinguna bílbelta- skylduna og ökuljósin og gerði grein fyrir að ökuljós þyrftu að vera kveikt bæði að aftan og framan, þannig að „sænsku ljósin“ nægðu ekki samkvæmt nýjustu túlkun laganna. Hann ræddi ennfremur um rétt, eða réttleysi, aksturs torfærutækja ýmis konar og var auðheyrt að áheyrendur þekktu þar vel til. Hann ræddi einnig um nýju eyðublöð tryggingarfélaganna og ráðlagði ungmennunum hvernig þau skyldu standa að verki,ef þau lentu í árekstri. Meginreglan er sú, að ætíð má hringja í lögregl- una, ef mönnum ber ekki saman um sekt eða sakleysi. Hann kvað eyðublaðaform tryggingarfélag- anna ekki nægilega gott að mörgu leyti, enda væri það nákvæm eftir- mynd af norskum eyðublöðum, en þar byggðist tryggingarkerfið á öðru grunni. Hér gilti einvörð- ungu réttur og óréttur og oft mikl- ir hagsmunir að baki. Þá varaði hann við bifreiðum með erlend skrásetningarnúmer, sem hann sagði oft á tíðum ótryggðar, enn- fremur sagði hann fólk ætti að hafa að reglu númer eitt að kalla til lögreglu, ef ökumenn gætu ekki sýnt ökuskírteini. Hægakstursökumaður við „kennslustörf“ Af spurningum iðnskólanema mátti greina að þau voru nokkuð vel að sér í umferðarmálum en oftar er það samkvæmt þeirra eig- in frásögn að kapp ræður fremur en forsjá, þegar slysin verða. Spurning kom m.a. fram um of hægan akstur og hver j ar afleiðing- ar gætu orðið vegna hans. Ólafur sagði í því tilefni eftirfarandi sögu: „Við vorum við eftirlit á Arnarneshæð og sáum bíl aka mjög hægt eftir Hafnarfjarðar- veginum og á eftir honum var löng lest bíla, blikkandi ljósum og flautandi. Við ákváðum að stoppa ökumanninn og kanna málið. Þetta var fullorðinn maður, sem kvaðst hafa ekið á nákvæmlega hámarkshraða, 60 km. og sagði hann okkur ennfremur að með þessu væri hann að „kenna unga fólkinu, hvernig ætti að aka“. Ólafur sagði að auðvitað væri þetta einnig hættulegt og að nú hefði lögreglan fyrirmæli um að ræða einnig við þessa ökumenn og skýra málin fyrir þeim. Á fullri ferð á umferðar* skilti aðeins skðmmu síðar Nemendurnir sjálflr virtust ánægðir með fundina með lög- reglunni. Kenningin um, að kappið hlaupi oftast með ung- menni í gönur sannaðist þó áþreifanlega þennan sama dag. I hádeginu fór bílfyilir af þessum sömu nemendum í bæinn ein- hverra erínda. Ekið var greitt á heimleið og svo greitt, að þegar beygja átti af Reykjavíkurvegin- um inn á stæði Iðnskólans náði bflstjórínn ekki beygjunni, lenti upp á akreinaeyju og lagði umferðarskilti svo til í jörðina. Aðspurðir sögðu krakkarnir sem voru í bílnum, að ökumað- urinn, sem nýbúinn er að fá bílpróf, hefði verið „manaður" til að gefa í og taka beygjuna á fullri ferð, væntanlega með til- heyrandi hvin í dekkjum. Reynsluleysi má áreiðanlega einnig um kenna, en líklega má þakka fyrir að „aðeins" umferð- Skiltið við útkeyrsluna frá Iðnskólanum eftir að flugferðinni inn á arskilti varð fyrir bílnum en ekki bílastœðið lauk. Gangandi vegfarandi hefði líklega ekki sloppið án gangandi vegfarandi. þess að brotna. Guðný, María Anna, Kristín og Rakelfyrir framan Iðnskólann við Reykjavíkurveg. Hvaðfannstnemendunum?; „Þarf að vera meira um þetta“ Þær Guðný, María Anna, Kristín og Rakel, allar í verklegri hárgreiðslu í Iðnskólanum voru sammála um að fundurinn með lögreglunni hefði ver- ið mjög fróðlegur og kvað Guðný upp úr um að það þyrfti að vera meira um slíka fræðslu. Hinar tóku undir það. Þrjár af þeim stöllum eru komnar með bílpróf og hafa ekið í allt að níu ár. Þær sögðu myndbandsmyndina hafa verið sérstaklega áhrifaríka. Tvær höfðu séð hana áður en sögðu hana enn áhrifaríkari í kjölfar umræðna um þessi mál. Þær voru einnig sammála um, að upplýsingarnar um hversu stór hluti þeirra sem lentu í árekstrum væri ungt fólk hefði komið illa við þær. Ennfremur voru þær óhressar með, hversu stór hluti ölvunaraksturs skrifaðist á ungt fólk. Ein skaut því að, hvort fullorðna fólkið slyppi ekki bara við að vera tekið. Hef verið hirtur á rúntinum Bragi Unnsteinsson sagðist hafa lært sitthvafr af þessu og fannst að krökkunum veitti kannski ekkert af að hrist væri upp í kunnáttunni. Hann kvaðst eiga bíl og hafa ekið í nokkur ár og aðspurður sagðist hann hafa lent í að vera „hirtur" fyrir hraðakst- ur. Um ástæður þess að ungt fólk æki of hratt, sem hann viðurkenndi að hann gerði iðulega, sagðist hann telja að menn æstu hver annan upp. „Við spólum hvert annað upp í þetta og síðan erum við að taka sénsa,“ sagði hann. „Ég hef verið hirtur nokkrum sinnum á rúntinum," bætti hann við og taldi slíkt auðvitað tilgangslaust, en kannski erfitt að koma í veg fyrir það. Bragi Unnsteinsson. Iðnskólinn fagnar 60 ára afmæli sínu: Opið hús á laugardag Opið hús verður í Iðnskólanum hraun. að Reykj avíkurvegi 74 og að Flata- á laugardag, 16. apríl, í tilefni af Á opna húsinu verður kynning hrauni verður kynning á rafiðn, 60 ára afmæli skólans. A opnu á hárgreiðslu, almennu iðnnámi, málmiðn, málmsuðu, tréiðn og húsi fer fram kynning á starfsemi tækniteiknun og tölvuteikningu sjálfvirkni. skólans en hún fer fram að Reykja- víkurvegi 74 og að Flatahrauni þar sem verknámsdeildir skólans eru staðsettar. Opna húsið verður frá kl. 11 til 17. Iðnskólinn var stofnaður haustið 1928. Stofnandi skólans og fyrsti skólastjóri var Emil Jónsson þáverandi bæjarverk- fræðingur, síðar ráðherra. Núverandi skólastjóri Iðnskólans er Steinar Steinsson. Iðnskólinn var fyrst til húsa í barnaskólanum (Lækjarskóla), síðar í Flensborg- arskóla, í bókasafnshúsinu við Mjósund og síðan 1972 að Reykja- víkurvegi 72 og síðar fluttu verk- námsdeildir í húsnæðið við Flata- Búið ai ákveöa dagsetn- ingar samræmdra prófa Skólastjórum grunnskólanna hafa borist bréf frá mennta- málaráðuneytinu um tímasetningar samræmdra prófa í 9. bekkjum grunnskólanna í vor. Samræmdu prófin verða haldin sem hér segir: Mánudaginn 25. apríl: danska (norska, sænska). Þriðjudaginn 26. apríl: íslenska. Miðvikudaginn 27. apríl: stærðfræði. Fimmtudaginn 28. apríl: enska. AFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ . MÓTTÖKUSTAÐIR ERU jj v Tréborg, Reykjavíkurvegi 68 '■ Steinar, Strandgötu 37 Söluturninn Miövang . ATH.I Ekki.lengur í Bókabúöum Böðvars I

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.