Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTASÍÐA FJARÐARPOSTSINS handknattleik Fjórði flokkur FH í handknatt- leik náði þeim ágæta árangi að hafna í fjórða sæti á íslandsmót- inu sem lauk fyrir skömmu. Mark- vörður liðsins er Halldór V. Haf- steinsson og hann gegnir jafn- framt fyrirliðastöðunni. Halldór æfir einnig knattspyrnu með FH og körfuknattleik með Haukum og hefur því í nógu að snúast. Fjarðarpósturinn náði tali af þess- um efnilega og fjölhæfa íþrótta- manni og innti hann eftir loka- keppni íslandsmótsins hjá 4. flokki, sem fram fór á Akureyri. „Arangur okkar á mótinu var viðunandi að mínum dómi. Auð- vitað hefði verið skemmtilegra að vinna leikinn um bronsið en KR- ingar voru einfaldlega sterkari og sigruðu 17-10. Liðin voru nokkuð jöfn að styrkleika ef Fram og Val- ur eru undanskilin en þau voru í gæðaflokki fyrir ofan hin liðin. Það sem háði okkur mikið er hversu lágvaxnir strákarnir eru og það munar miklu í handbolta". - Hvað með þjálfunina og œf- ingasóknina? „.lanus Guðlaugsson hefur þjálfað okkur í vetur og staðið sig mjög vel, en ætli það séu ekki u.þ.b. 13-15 strákar sem æfa að jafnaði en þyrftu að vera mun fleiri, því breiddin verður að vera meiri ef árangur á að nást“. - Hverjir eru þínir uppáhalds- leikmenn? „Einar Þorvarðarson og Krist- ján Arason“. - Fylgdist þú með 1. deildar keppninni? „Að sjálfsögðu gerði maður það. Ég reyndi að fara á alla heimaleiki FH og var reyndar sannfærður um að þeir ynnu íslandsmeistaratitilinn, spáði þeim sigri 22-20 en það fór á ann- an veg“. - Fer mikill tími í íþróttirnar? „Já, alveg gífurlegur. í augna- blikinu eru þetta 9 æfingar á viku og það er of mikið. Næsta vetur ætla ég að æfa minna og e.t.v. að leggja einhverja greinina til hliöar", sagði þessi geðþekki íþróttamaður að lokum. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH-inganna. Halldór V. Hafsteinsson, mark- vörður 4. flokks FH í handknatt- leik. FH og Haukar mætast í Litlu-bikarkeppninni á laugardag: „Ég nefni engar lölur1 ( „Æfi 9 sinnum í viku“ - segir Halldór V. Hafsteinsson, markvörður 4.f lokks FH í Stuðningsmannafélag FH Stjórn knattspyrnudeildar FH hefur ákveðið að boða til stofn- fundar fclags stuðningsmanna deildarinnar þann 20. apríl næst- komandi og verður fundurinn haldinn á efri hæð veitingahússins Gafl-inn. Þessi ákvörðun fylgir í kjölfar hvatningar frá mörgum eldri félögum í knattspyrnunni innan vébanda FH, sem vilja leggja félaginu lið á einhvern hátt. Þeir sem hafa áhuga á að gerast stofn- félagar eða vilja nánari upplýsingar geta haft samband við ein- hvern eftirtalinna: Guðmund Sveinsson í síma 51261, Daníel Pét- ursson í síma 53953 eða Viðar Halldórsson í síma 51065. - segir Ólafur Jóhannesson, þjátfari FH. Onnur umferð Litlu Bikarkeppninnar fer fram n.k. laugardag. Stór- leikur umferðarinnar er viðureign Hafnarfjarðarliðanna, FH og Hauka. Ekki er Ijóst hvort leikurinn fer fram á Hvaleyrarholtsvelli eða Kaplakrika, þegar þessar línur eru ritaðar en Haukar eiga heimaleik. Kaplakrikavöllurinn er mun stærri og því aUt eins líklegt að leikurinn verði háður þar. Fjarðarpósturinn sló á þráðinn til Ölafs Jóhannessonar og bað hann að spá um úrslit leiksins. Ólafur, sem leikur einnig með lið- inu og er jafnframt fyrrum leikmaður Hauka, sagðist engu vilja spá og þaðan af síður fékkst hann til að nefna tölur. Aðspurð- ur kvaðst Ólafur hafa sterkar taugar til Hauka en nú væri hann þjálfari FH og það gengi fyrir og því stefndi hann á sigur. Ólafur gat þess einnig í spjalli við Fjarðarpóstinn að æfingaferð þeirra FH-inga til Hollands á dögunum, hefði gengið mjög vel þrátt fyrir leiðinlegt veður. Æft var á grasi allan tímann og leikið m.a. tvívegis við Þór frá Akur- eyri. Jón Erling Ragnarsson æfði með liðinu í ferðinni og verður til- búinn í slaginn þegar Islandsmót- ið hefst í næsta mánuði. l-þ-r-ó-t-t-a o-l-a-r Ivar Asgrímsson, leikmaður körfuknattleiksliðs Hauka og markvörður 4.deildarliðs Hauka í knattspyrnu, missir af undirbún- ingi Islandsmótsins í knattspyrnu. ívar, sem starfar hjá SH-Verktök- um, varð fyrir óhappi við vinnu sína og sauma þurfti 16 spor í fing- ur hans. Ivar hefur verið frekar óheppinn þegar meiðsli eru ann- ars vegar og má segja að óheppnin hafi elt hann, allt frá því að ónefndur blaðamaður á Fjarðar- póstinum, fíngurbraut hann a knattspyrnuæfingu hjá 5.flokki fyrir „nokkuð“ mörgum árum! Reynir Larsen, hinn harð- skeytti varnarmaður Hauka, hef- ur tekið fram knattspyrnuskóna og hafið æfingar. Reynir lenti í bílslysi árið 1986 og missti af síð- asta keppnistímabili. Þess má geta að Reynir er sonur Jóhanns Larsen, þess hins sama og sér um þjálfun liðsins. Þórður Sveinsson, fyrrum leikmaður FH, lýkur lögfræði- námi nú í vor og hefur honum boðist góð staða í Vestmanneyj- um. Þórður tekur með sér knatt- spyrnuskóna til Eyja og verður fróðlegt að sjá hann í baráttu við sína fvrrum félaga í 2.dcildinni. Pétur Petersen, leikmaður l.deildarliðs FH, verður fjarri góðu gamni þegar handboltaver- tíðin hefst á nýjan leik í haust. Pétur hefur ákveðið að leggja stund á markaðsfræði við háskól- ann í San Jose og hittir þar fyrir félaga sína úr Firðinum, knatt- spyrnumennina Jón Erling Ragn- arsson og Inga G. Ingason. Það verður örugglega sjónarsviptir af Pétri úr handboltanum enda er Pétur harðfylginn og baráttuglað- ur leikmaður sem gefst aldrei upp. Fjórða flokks strákar í FH ætla að leika knattspyrnu í 24 klukku- stundir samfleytt nú um helgina. Tilgangur með þessari maraþon- knattspy rnu er að safna fé til utan- landsferðar. Fyrirhuguð er æf- inga- og keppnisferð til Skotlands og er vonandi að bæjarbúar taki við sér og heiti á strákana. Hægt er að styrkja strákana um 10, 15 eða 20 krónur per klukkustund, allt eftir fjárhagsstöðu hvers og eins. Pétur Petersen, hinn harðskeytti hornamaður FH, verður fjarri góðu gamni nœsta haust. 14 Löggur á stuttbrókunum Það verður væntanlega hressilega tekið á í íþróttahúsinu við Strandgötu á mánudaginn þegar fyrstu leikirnir í Evrópukeppni lögreglumanna í handknattleik fara fram. Islendingar mæta Frökkum kl. 18 og í kjölfarið mætast V-Þjóðverjar og Svíar eða Svisslendingar. Þessar þjóðir leika á morgun um sæti í keppninni. Lið íslands er ekki skipað neinum aukvisum og má nefna leikmenn á borð við Sigurð Gunnarsson, Guðmund Hrafnkelsson, Hans Guðmundsson, Arna Friðleifsson, Valgarð Valgarðsson og Hannes Leifsson því til stuðnings. Margt góðra leikmanna er einnig í hinum liðunum. T.d. hafa Frakkar Bernard Gaffet í sínum röðum en sá hefur reynst íslendingum skeinuhættur í landsleikjum síðustu ára. Vakin er athygli á því að aðgangseyrir á leikina er enginn og því kjörið tækifæri til að sjá löggurnar á stuttbrókunum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.